Fréttamaður

Jón Ísak Ragnarsson

Jón Ísak er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Bar­átta Seðla­bankans löngu töpuð

„Það er löngu orðið ljóst að stefna Seðlabankans til að „berjast“ við verðbólguna er löngu töpuð og morgunljóst að aðferðafræði þeirra við að hafa stýrivexti hér í tæpum 10% hefur beðið algjört skipbrot.“ Þetta sagði Vilhjálmur Birgisson í færslu á Facebook í dag. Hann var einnig gestur í Reykjavík síðdegis, þar sem hann sagði háa stýrivexti Seðlabankans fóðra verðbólguna.

Reið­hjóla­maður féll af kletti við Jökuls­ár­gljúfur

Reiðhjólamaður slasaðist þegar hann féll fram af kletti við Jökulsárgljúfur upp úr hádegi í dag. Hífa þurfti manninn upp úr gljúfrinu. Samferðamaður hans slasaðist þegar hann reyndi að aðstoða hann. Báðir voru fluttir til Akureyrar til frekari aðhlynningar.

Þórarinn selur ekki sinn hlut í Bú­sæld

Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis og þingmaður Framsóknarflokksins, ætlar ekki að selja sinn hlut í Búsæld ehf. Heilmikil umræða varð um eignarhald hans og konu hans í félaginu þegar Kaupfélag Skagfirðinga keypti meirihluta hlutafjár í Kjarnafæði Norðlenska.

Glæsi­höll Esterar í Pelsinum til sölu á 470 milljónir

Ester Ólafsdóttir, sem rak verslunina Pelsinn í miðbænum í rúmlega 40 ár ásamt eiginmanni sínum Karli J. Steingrímssyni heitnum, hefur sett sannkallað glæsihýsi í Laugardalnum á sölu. Húsið er skráð 316 fermetrar og ásett verð er 470 milljónir.

Röng skila­boð að Yaris borgi það sama og stór jeppi

Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir að flatt kílómetragjald sem lagt er til á alla bíla undir 3,5 tonnum, sé ósanngjarnt. Það séu röng skilaboð til almennings að minni bílar sem mengi minna og slíti vegum minna, borgi það sama og stærri jeppar og pallbílar. Einnig þurfi að ræða gjaldtöku á þungu atvinnubílunum, en ef fram fer sem horfir mun gífurlegur kostnaður leggjast á landsbyggðina.

Micros­oft kennir Evrópu­reglum um kerfis­bilunina

Microsoft kennir reglum Evrópusambandsins um kerfisbilunina sem varð hjá fyrirtækinu í síðustu viku og olli hruni í tölvukerfum um allan heim, og skapaði öngþveiti á flugvöllum og víðar.

Á­varpar þjóðina á morgun

Joe Biden Bandaríkjaforseti mun ávarpa Bandaríkjamenn frá Hvíta húsinu annað kvöld klukkan átta að staðartíma, á miðnætti á íslenskum. Forsetinn hefur ekki sést síðan greint var frá því 17. júlí að hann hefði greinst með Covid-19.

Selenskí til­búinn að vinna með Trump

Volodímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir það gæti orðið erfitt að vinna með Donald Trump, verði hann endurkjörinn forseti Bandaríkjanna, en hann óttist ekki erfiði. Hann kveðst tilbúinn til að vinna með hverjum sem er við völd í Bandaríkjunum.

Sjá meira