Fréttamaður

Jón Ísak Ragnarsson

Jón Ísak er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Lagabreytingin vegi að eldri borgurum og ör­yrkjum er­lendis

Ingu Sæland þingmanni Flokks fólksins hugnast illa „verulega ljót“ lagabreyting sem tekur gildi um áramótin. Lagabreytingin kveður á um að Íslendingar sem búsettir eru erlendis og fá meira en 75 prósent tekna sinna frá tryggingastofnun, þurfi að sækja sérstaklega um að fá persónuafsláttinn sinn. Inga segir ómaklega vegið að eldri borgurum og öryrkjum.

Mikil tæki­­færi felist í að gera Þórs­mörk að þjóð­garði

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku og loftslagsráðherra, hefur skipað þriggja manna starfshóp sem mun skoða fýsileika þess að stofnaður verði þjóðgarður í Þórsmörk. Ráðherranum líst vel á hugmyndina og segir ánægjulegt að sjá hvernig sveitarfélögin eru að taka við sér. Sveitarstjóri segir friðlýsingu bjóða tækifæri í uppbyggingu.

Út­flutnings­verð­mæti eldis­laxins meiri en loðnunnar

Útflutningur á eldislaxi hefur undanfarin fimm ár skilað næstmestum útflutningstekjum af öllum fisktegundum sem fluttar eru frá Íslandi. Þorskurinn trónir þar á toppnum, en heilt á litið hefur loðnan skilað næstmestum útflutningstekjum af öllum fisktegundum á þessari öld. Síðustu fimm ár hefur laxinn þó tekið fram úr loðnunni.

Vöknuðu á floti og stigu út með drulluna upp að hnjám

Félögunum Jakobi Magnússyni og Kolbeini Tuma var heldur betur brugðið í brún þegar þeir vöknuðu á tjaldstæðinu við Hróarskeldu í morgun og allt var á floti. Þeir hafi vaknað, stigið út, og drullan hafi náð upp að hnjám. Þetta var „kyngimagnað“ segja þeir.

Ferða­maður sofnaði undir stýri og ók á rútu

Börkur Hrólfsson rútubílstjóri var á leið til Keflavíkur um tvöleytið eftir hádegi í gær, þegar sofandi ökumaður ók í veg fyrir hann rétt hjá álverinu í Straumsvík. Engin meiriháttar slys urðu á fólki, en Börkur segir algjörri heppni, loftpúðum og bílbeltum að þakka að ekki hafi farið verr. Hann segir of algengt að ósofnir ferðamenn ætli sér að aka langar vegalengdir eftir langt ferðalag til landsins.

Séra Arna Ýrr tekur við af verðandi biskupi

Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir hefur verið ráðin sóknarprestur í Grafarvogsprestakalli, en hún tekur við 1. júlí af sr. Guðrún Karls Helgudóttur sem hefur verið ráðin biskup Íslands.

Sjá meira