„Fall er fararheill“ Guðmundur Ingi Kristinsson, sem er nýtekin við embætti mennta- og barnamálaráðherra, viðurkennir að ræða hans á opnunarsamkomu leiðtogafundar um menntamál hafi ekki verið nægjanlega góð. Hann segir viðbrögð fólks við ávarpinu eðlileg en ætlar að halda ótrauður áfram. 26.3.2025 13:49
Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Tveir karlmenn sem eru grunaðir um að kveikja í Teslu-bíl neituðu sök í þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þriðji maðurinn, sem er líka grunaður í málinu, fékk að taka sér umhugsunarfrest til að taka afstöðu til ákærunnar. 26.3.2025 11:38
Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Kristján Markús Sívarsson var í dag dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Gæsluvarðhald sem hann hefur sætt frá því í lok síðasta árs verður dregið frá refsingunni. 26.3.2025 09:42
Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Í dag er liðið eitt ár frá því að tveir grímuklæddir þjófar stálu tugum milljónum króna úr verðmætaflutningabíl Öryggismiðstöðvarinnar. 25.3.2025 16:38
Aukin harka að færast í undirheimana „Við höfum viljað vekja athygli á aukinni hörku í undirheimunum og samfélaginu,“ segir Skarphéðinn Aðalsteinn, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, en í gær greindi lögreglan frá þónokkrum ofbeldismálum sem hafa komið upp í umdæminu á undanförnum dögum og vikum. 25.3.2025 13:16
Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Þrír karlmenn hafa verið ákærðir fyrir frelsisviptingu og tilraun til ráns í því skyni að afa verðmæti af fórnarlambi þeirra. Mennirnir, sem eru tveir á fimmtugsaldri og einn á þrítugsaldri, eru sagðir hafa framið þessi meintu brot sín í Reykjavík og reyndar líka á Seltjarnarnesi. 25.3.2025 10:30
Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum Opnunarsamkoma ISTP 2025, leiðtogafundar um málefni kennara sem fer fram í Hörpu, hefst í dag klukkan 9:30. Fylgjast má með í beinni útsendingu í spilaranum hér fyrir neðan. 25.3.2025 09:22
Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Guðmundur Ingi Kristinsson, sem tók um helgina við embætti mennta- og barnamálráðherra, hefur marga fjöruna sopið. Hann hefur mætt ýmsu mótlæti í gegnum tíðina, slysum sem leiddu til örorku og hefur verið lýst sem „sjálflærðum sérfræðingi“ en hann lauk ekki stúdentsprófi. 25.3.2025 08:02
Manni kastað fram af svölum fyrir norðan Manni var kastað fram af svölum í umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi eystra á dögunum. Þetta kemur fram í færslu lögreglunnar, en þar er greint frá mörgum alvarlegum málum sem komu upp í umdæminu. 24.3.2025 11:30
Skemmdi bíl og stakk svo eigandann meðan sonurinn var í næsta herbergi Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt 26 ára gamlan karlmann í átta mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir hnífstunguárás, og fyrir að brjótast inn á heimili þess sem varð fyrir árásinni og valda skemmdum á bíl hans. 24.3.2025 10:38
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp