Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Tveir erlendir karlmenn, Daniel Ryfa og Lukasz Dokudowicz, hafa hvor um sig verið dæmdir í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir stórfellt fíkniefnabrot, en þeir höfðu í vörslum sínum tæplega 6,6 kíló af amfetamíni og tæp 900 grömm af kókaíni. 9.5.2025 17:01
Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir upplýsingum frá Matvælastofnun í tengslum við rannsókn stofnunarinnar á meintri illri meðferð á blóðmerum. Það gerir umboðsmaður í kjölfar ábendinga og umfjöllunar fjölmiðla. 9.5.2025 13:24
Hvað vitum við um Leó páfa? Kardínálar kaþólsku kirkjunnar kusu sér í dag nýjan páfa, þann 267. í röðinni, á öðrum degi páfakjörs. Bandaríkjamaðurinn Robert Francis Prevost varð fyrir valinu og valdi sér páfanafnið Leó. Hann er fjórtándi páfinn til að kjósa sér það nafn, og mun því ganga undir nafninu Leó fjórtándi. 8.5.2025 19:39
Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þrír karlmenn hafa verið sakfelldir í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir frelsissviptingu sem stóð yfir í tvær og hálfa klukkustund og ofbeldi henni tengdri. Einn þeirra hlýtur þriggja ára fangelsisdóm og annar tveggja og hálfs árs fangelsi. 8.5.2025 15:00
Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Kardinálar kaþólsku kirkjunnar hafa valið sér nýjan páfa, Bandaríkjamanninn Robert Francis Prevost sem tekur sér nafnið Leó XIV. Vísir fylgist með gangi mála á sérstakri páfakjörsvakt en einnig er hægt að horfa á beina útsendingu frá Páfagarði. 7.5.2025 08:53
Ný stikla úr GTA VI Ný stikla úr tölvuleiknum Grand Theft Auto VI leit dagsins ljós í dag. Á örfáum klukkustundum hafa tugir milljóna horft á stikluna. Fyrirhugað er að leikurinn verði gefinn út 26. maí árið 2026. 6.5.2025 17:52
Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Inga Sæland húsnæðismálaráðherra segist líta það alvarlegum augum hafi hún ekki farið að lögum við skipun á nýrri stjórn Húsnæðis og mannvirkjastofnunnar. Hún muni leiðrétta ákvarðanir sínar fari þær ekki eftir lögum. 6.5.2025 11:37
Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Konungshjón Svía, Karl Gústaf XVI. konungur og Silvía Svíadrottning, tóku fyrr í dag á móti forsetahjónum Íslands, Höllu Tómasdóttur forseta Íslands og Birni Skúlasyni eiginmanni hennar við konungshöllina í Stokkhólmi. 6.5.2025 10:37
Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Bandaríkin hafa tilkynnt um undirritun samnings við Úkraínu um nýtingu auðlinda þar í landi. Samningurinn mun veita Bandaríkjamönnum aðgang að sjaldgæfum jarðefnum sem finna má í Úkraínu. 30.4.2025 23:21
Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Bandaríski söngvarinn Michael Bolton glímir við ólæknandi krabbamein í heila. Vegna veikindanna finnur hann nú fyrir minnisleysi, og erfiðleikum með tal og hreyfingu. 30.4.2025 23:01