Samþykktu naumlega að stefna að ESB-aðild Naumur meirihluti kjósenda í Moldóvu samþykkti stjórnarskrárbreytingu sem leggur grunninn að Evrópusambandsaðild fyrrum Sovétlýðveldisins. Niðurstaðan þykir koma á óvart þar sem talið var að breytingin yrði samþykkt með ríflegum meirihluta. Forseti landsins sakar Rússa um að reyna að hafa áhrif á úrslitin. 22.10.2024 10:33
Vilja skýrari svör um afgreiðslu fjárlaga og þingslit Formaður Viðreisnar segir að starfsstjórnin verði að leggja fram skýrari svör um afgreiðslu fjárlaga og þingslit en þau sem komu fram á fundi formanna flokkanna á Alþingi í dag. Ríkur vilji sé hjá flokkunum að klára þau mál sem eðlilegt sé að klára. 21.10.2024 15:51
Enn að átta sig á breyttri stöðu eftir tapið fyrir Þórdísi Jón Gunnarsson segist ekki enn farinn að velta fyrir sér hvað taki við hjá sér eftir að hann var undir í baráttu við Þórdísi Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttur um annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi í gær. 21.10.2024 09:19
Vara ráðherra við hörmungum ef lykilhringrás í hafinu stöðvast Sumir fremstu loftslagsvísindamanna heims eru á meðal þeirra sem vara norræna ráðherra við alvarlegri ógn við mikilvæga hringrás í Norður-Atlantshafi sem gæti haft hörmungar í för með sér fyrir Norðurlöndin. Fjórir íslenskir fræðimenn eru á meðal þeirra sem skrifa undir opið bréf þess efnis. 19.10.2024 16:16
Auðkýfingurinn ekki lengur grunaður um dauða eiginkonunnar Saksóknarar í Noregi hafa fellt niður rannsókn á Tom Hagen, auðkýfingi, sem var sakaður um að myrða eiginkonu sína, Anne-Elisabeth Hagen. Engar sannanir hafi komið fram um að Hagen hafi borið ábyrgð á hvarfi hennar fyrir sex árum. 18.10.2024 10:04
Telja árásir sænskra unglinga runnar undan rifjum Írana Sænska öryggislögreglan telur að írönsk stjórnvöld hafi fengið þarlend glæpagengi til þess að ráðast á ísraels fyrirtæki og sendiskrifstofur á Norðurlöndum undanfarnar vikur. Gengin hafa notað unglinga sem handbendi sín í þeim árásum. 18.10.2024 09:35
Banna Ítölum að finna staðgöngumæður erlendis Ítalska þingið samþykkti bann við því að fólk leiti eftir staðgöngumæðrun erlendis í gær. Andstæðingar ríkisstjórnar Giorgiu Meloni forsætisráðherra segja lögunum beint að samkynja pörum. 17.10.2024 08:46
Eftirspurn eftir jarðefnaeldsneyti gæti náð hámarki á þessum áratug Aukin framleiðsla endurnýjanlegrar orku í heiminum gæti orðið til þess að eftirspurn eftir jarðefnaeldsneyti nái hámarki sínu fyrir lok áratugsins. Stríðsátök sem olíuríki eru aðilar að í Miðausturlöndum og Rússlandi eru þó sögð skapa mikla óvissu. 16.10.2024 15:33
Opna Grindavík öllum eftir helgi Aðgangur að Grindavík verður hindranalaus frá og með mánudagsmorgni samkvæmt ákvörðun framkvæmdanefndar um málefni bæjarins sem kynnt var í dag. Lokað verður aftur ef hættu- eða neyðarstigi verður aftur lýst yfir. 16.10.2024 13:44
Sjálfstæðismenn kjósa um efstu sæti á lista á landsbyggðinni Kosið verður um efstu sætin á framboðslistum Sjálfstæðisflokksins í landsbyggðarkjördæmunum á fundum kjördæmaráða sem fara fram á sunnudag. Raðað verður í neðri sætin. 16.10.2024 12:26