Þetta er útsýnisstaðurinn sem gosferðamenn vilja komast á Eldgosið á Reykjanesi heldur enn sama krafti og undanfarna daga. Æ fleiri ferðamenn velja að sjá gosið af fjallinu Litla-Hrúti, þótt það þýði lengri göngu. Almannavarnir hefja tilraunir á gossvæðinu á morgun á aðferðum til að verja mikilvæga innviði eins og háspennulínur og jarðstrengi. 25.7.2023 20:21
Kynjahlutföllum snúið við í flugturninum á Akureyri Konur hafa tekið yfir flugturninn á Akureyri. Karlar eru þar orðinn minnihlutahópur og telja aðeins þriðjung flugumferðarstjóra fyrir norðan. 24.7.2023 07:27
Steinbítur leyfði kafara að setja sýnatökupinna upp í sig Eftir covid-faraldurinn er landsmönnum eflaust flestum enn í minni hvernig var að láta stinga pinna upp í sig til sýnatöku. En hvernig skyldi steinbítur bregðast við slíku? Kafarinn Erlendur Bogason ákvað að prófa sömu aðferð til að ná DNA-sýni úr svokölluðum grábít til að fá úr því skorið hvort hann væri í raun steinbítur eða sérstök tegund. 22.7.2023 23:40
Varðskip Færeyinga eltu skip Watsons úr lögsögu Færeyja Færeyingum virðist hafa tekist að hrekja Paul Watson, stofnanda Sea Shepherd-samtakanna, burt frá Færeyjum þetta sumarið eftir að skip hans gerði tvær misheppnaðar tilraunir til að hindra grindhvalaveiðar Færeyinga. 21.7.2023 23:44
Sigurður mælir með Krókamýri en Þórlaug segir leiðina erfiðari Vigdísarvallavegur var opnaður umferð á ný í dag sem gefur færi á styttri gönguleið að gosstöðvunum. Skiptar skoðanir eru þó um hvort hún sé betri. 20.7.2023 23:23
Eldgosin verða kröftugri og hraun mun fara til byggða Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir að búast megi við sífellt kröftugri eldgosum í þeirri hrinu Reykjaneselda sem nú sé hafin. Eldgos verði nær þéttbýli og með hraunrennsli til byggða. 20.7.2023 21:17
Lítið vantar upp á að hraun nái yfir vatnaskil til Faxaflóa Lítið virðist vanta upp á að hraun frá gosstöðvunum við Litla-Hrút geti farið að renna yfir vatnaskil til norðurs í átt að Faxaflóa og Reykjanesbraut, miðað við myndir sem teknar voru í gær af eldgígnum og hrauntjörninni norðan hans. 20.7.2023 10:40
„Ef gosið stendur nógu lengi þá mun Suðurstrandarvegurinn gefa sig“ Lífsháski skapaðist á gosstöðvunum við Litla-Hrút í nótt þegar gígbarmurinn hrundi skyndilega og glóandi hraunið flæddi niður á miklum hraða. Nokkru áður höfðu ferðamenn, sem stóðu við gíginn, verið reknir burt frá staðnum. Kristján Már Unnarsson var á vettvangi í dag. 19.7.2023 21:42
Vonbrigði á Vestfjörðum og áfall í Árneshreppi vegna niðurskurðar Niðurskurður samgönguáætlunar seinkar uppbyggingu Vestfjarðahringsins um þrjú ár sem veldur Fjórðungssambandi Vestfirðinga miklum vonbrigðum. Í Árneshreppi eru íbúar í áfalli vegna áforma um að slá af marglofaðar vegarbætur, sem áttu að hefjast á næsta ári. 18.7.2023 23:33
Myndband sýnir enn töluverða virkni: Gossvæðið fylltist strax og það var opnað Lögregla segir að vel hafi gengið eftir að gosstöðvar voru opnaðar á ný á Reykjanesi í dag þegar fjögurra daga banni við ferðum fólks var aflétt eftir hádegi. Ferðamenn voru agndofa þegar fréttastofa ræddi við þá um gosið. Ótrúlegt drónamyndband frá Birni Steinbekk sýnir að enn er töluverður kraftur í gosinu. 17.7.2023 21:24