Snarpir jarðskjálftar við Kleifarvatn: Stærstu skjálftarnir í nokkurra daga hrinu Nokkuð snarpur jarðskjálfti varð við Kleifarvatn skömmu eftir miðnætti. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni mældist jarðskjálftinn 3,4 að stærð. Annar jarðskjálfti varð skömmu fyrir miðnætti á svipuðum stað en hann mældist 2,9 samkvæmt fyrstu mælingum. 5.5.2022 00:20
Hafa fundað inni á klósetti vegna aðstöðuleysis Nemendur í elstu bekkjum Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri hafa um nokkra mánaða skeið hafst við á efri hæð veitingastaðar í bænum eftir að mygla kom upp í skólanum. Deildarstjóri segir ástandið reyna á alla og að óvissa sé varðandi skólahaldið í haust. 4.5.2022 20:46
Hækkun stýrivaxta skili aðeins „verri kjörum og verri stöðu heimilanna“ Stýrivexti gætu hækkað um allt að eitt prósentustig í vikunni ef spár bankanna ganga eftir. Formaður VR segir slíkt koma sér gríðarlega illa fyrir heimilin í landinu og biðlar til peningastefnunefndar að finna aðrar leiðir. 2.5.2022 19:01
Störfin fyrir flóttamenn allt frá ferðaþjónustu til hátæknistarfa Um tvö hundruð störf eru nú í boði fyrir flóttafólk hér á landi eftir að Vinnumálastofnun auglýsti eftir störfum fyrir hópinn. Forstjóri Vinnumálastofnunar segir miklu máli skipta fyrir aðlögun fólksins hér á landi að geta fengið vinnu. 21.4.2022 23:05
Burðardýr hætt komið og gekkst undir aðgerð Karlmaður um þrítugt var hætt kominn um páskana eftir að hafa reynt að flytja þrjátíu pakkningar af kókaíni til landsins innvortis. Framkvæma þurfti á honum aðgerð á Landspítalanum til bjarga lífi hans. 20.4.2022 18:53
Innganga Finna geti breytt öryggisstrúktúrnum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ef Finnar ganga í Atlantshafsbandalagið geti það að einhverju leyti breytt öryggisstrúktúrnum í Evrópu. Finnska þingið hefur umræðu í dag um hvort að sótt verði um inngöngu í Atlantshafsbandalagið. 20.4.2022 10:47
„Þessir ungu menn og þessar ungu konur sem leika í þessari mynd eru stórkostleg“ Sérstök hátíðarforsýning var á Berdreymi nýrri íslenskri stórmynd í kvöld. Eftirvænting var í loftinu í Háskólabíói þegar myndin var sýnd. 20.4.2022 00:12
Fimmtíu og sex þúsund erlendir ríkisborgarar búa á Íslandi Í byrjun apríl voru 55.982 erlendir ríkisborgarar skráðir með fasta búsetu á Íslandi eða um fimmtán prósent þeirra sem búa á Íslandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þjóðskrá. 19.4.2022 18:27
Ferðaþyrstir Íslendingar nenna ekki heim Isavia gerir ráð fyrir sex til sjö hundruð komum og brottförum á Keflavíkurflugvelli yfir páskana, frá síðasta laugardegi til annars í páskum. Þetta er margfalt á við það sem var í fyrra þegar kórónuveirufaraldurinn geisaði en þá voru komur og brottfarir um eitt hundrað um páskana. 13.4.2022 22:58
Ónæmi náð gegn veirunni en óvíst hversu lengi það endist Sóttvarnalæknir segir hjarðónæmi hafa náðst gegn ómíkronafbrigði kórónuveirunnar og að faraldurinn sé á niðurleið. Óvíst sé þó hversu lengi ónæmið vari og því sé verið að skoða að bjóða upp á fleiri örvunarskammta gegn veirunni. 13.4.2022 14:00