Fréttamaður

Lovísa Arnardóttir

Lovísa er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Enginn í 9. bekk skildi setninguna „hjartað dælir blóði“

Eðvarð Hilmarsson, grunnskólakennari og stjórnmálafræðingur, segir meira fjármagn vanta í grunnskólakerfið. Kennarar þurfi auk þess betri viðmið svo að betri yfirsýn fáist á getu nemenda. Allt að 90 prósent nemenda í hverfaskólanum hans eru ekki með íslensku sem móðurmál. Eðvarð vill breyta ýmsu með framboði sínu til formanns Kennarafélags Reykjavíkur.

Hætta að skerða ör­orkulífeyri við fyrstu krónu

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, kynnir breytingar á örorkulífeyriskerfinu í dag. Hann segir að breytingarnar eigi að einfalda kerfið en hann er sem dæmi að fækka bótaflokkum og setur 100 þúsund króna frítekjumark. 

„Ég er neyddur til að vera með rán­dýra tunnu”

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði beiðni íbúa Reykjavíkurborgar um að sorptunnugjöld fyrir blandaðan heimilisúrgang og matarleifar yrðu felld niður. Björn Guðmundsson, efnafræðingur, kvartaði til nefndarinnar eftir að hann fékk rukkun frá borginni fyrir sorptunnugjaldi en hann notar hvoruga tunnuna. 

Krist­rún varar við kæru­leysi

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, hvatti félagsmenn til að ganga sameinuð til verka. Hún hvatti þau til að vera þolinmóð, skipulögð og öguð og til þess að sýna almenningi að Samfylkingin geti unnið samkvæmt áætlun. Á sama tíma megi þau ekki verða kærulaus.

Tugir þúsunda mót­mæltu fjölda ferða­manna á Kanarí­eyjum

Tugir þúsunda mótmæltu á Tenerife, Lanzarote, Gran Canaria og fleiri eyjum í Kanaríeyjaklasanum í dag. Mótmælendur segja eyjarnar við þolmörk. Það verði að takmarka fjölda ferðamanna. Það sé of dýrt að búa þar og að nýting auðlinda sé ekki lengur sjálfbær. 

For­maður á­varpar flokks­þing Fram­sóknar

37. Flokksþing Framsóknar er haldið í dag og á morgun á Hótel Hilton í Reykjavík. Framsókn heldur reglulegt flokksþing eigi sjaldnar en annað hvert ár og skal það að jafnaði haldið fyrri hluta árs.

Sjá meira