Fréttamaður

Lovísa Arnardóttir

Lovísa er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Breyttu hlöðu í íbúð: „Þú sleppir ekki góðu brasi“

Bryndís Óskarsdóttir og maðurinn hennar, Ólafur Aðalgeirsson, eða Dísa og Óli eins og þau eru alltaf kölluð, hafa síðustu ár unnið að því að breyta hlöðu í Glæsibæ í Hörgársveit í einbýlishús. Hlaðan er í um tíu mínútna akstursfjarlægð frá Akureyri.

Greinir í fyrsta sinn opin­ber­lega frá mann­falli

Um það bil 31 þúsund hermenn hafa fallið í átökum eftir að innrás Rússa hófst í Úkraínu. Frá því greindi forseti landsins, Volodmír Selenskíj, á viðburði í Kænugarði í dag þar sem þess var minnst að tvö ár eru frá upphafi stríðsins.

„Oft ansi ljótir hlutir sagðir á meðan maður er að spila“

Ísabella Lindudóttir hefur síðustu ár spilað mikið af tölvuleikjum þar sem margir spila saman. Hún lendir ítrekað í því að talað sé við hana í kynferðislegum tón eða henni jafnvel hótað ofbeldi. Hún segir mikilvægt að þetta sé rætt og reynt að koma í veg fyrir þetta. 

Ís­land í fimmta sæti í veð­bönkum

Ísland er nú í fimmta sæti í veðbanka Eurovisionworld um það framlag hvaða lands muni sigra Eurovision í ár. Ísland tók nokkuð stökk eftir að valin voru þrjú lög í seinni undankeppni Söngvakeppninnar í gær. Það voru lög Bashar Murad, Siggu Ózk og Heru.

Oppenheimer sigur­sæl á SAG-verðlaunahátíðinni

Kvikmyndin Oppenheimer kom, sá og sigraði á SAG-verðlaununum í gærkvöldi. Leikstjóri myndarinnar vann verðlaun fyrir að skipað vel í hlutverkin auk þess sem leikarar myndarinnar, Cillian Murphy og Robert Downey fengu hvor sín verðlaun.

Tók morðið upp á símann: „Í myndunum mínum deyja alltaf allir“

Karlmaður frá Suður-Afríku, Brian Steven Smith, var nýlega fundinn sekur um að hafa myrt tvær konur og fjölmörg kynferðisbrot gegn konunum báðum sem báðar voru frumbyggjar frá Alaska. Lögregla komst á snoðir um brot mannsins eftir að kona stal símanum hans og afhenti lögreglu í kjölfarið minnislykil með myndböndum og myndum úr honum.

Von­brigði að allir gesta­kokkar há­tíðarinnar séu karl­kyns

Matarhátíðin Food & Fun hefst í 23. sinn í byrjun næsta mánaðar. Að vanda tekur fjöldi gestakokka þátt. Tvær konur í veitingageiranum á Íslandi segja það stinga verulega í stúf að allir séu þeir karlkyns. Framkvæmdastjóri hátíðarinnar segir óheppni hafa valdið því að fáar konur taki þátt. 

Bíl­stjórinn tekinn úr um­ferð hjá Pant

Bílstjóri Hreyfils sem skildi fatlaðan dreng eftir við Víkingsheimilið á fimmtudag í stað þess að aka honum heim ekur ekki lengur fyrir Pant, akstursþjónustu fatlaðs fólks. Það staðfestir Haraldur Axel Gunnarsson framkvæmdastjóri Hreyfils.

Fatlaður drengur fannst illa haldinn fjarri heimili sínu

Móðir fatlaðs drengs sem skilaði sér ekki heim úr akstursþjónustu segir heppni að ekki fór verr. Sonur hennar fannst í Víkingsheimilinu um hálftíma eftir að hann fór úr leigubíl frá Pant, akstursþjónustu fatlaðs fólks. Bílstjórinn keyrir ekki lengur fyrir Pant.

Sjá meira