Gott að hreinsa vel frá niðurföllum í kvöld Seint í kvöld og nótt er spáð hlýju veðri og talsverðri rigningu, einkum á sunnanverðu landinu. Búast má við miklum leysingum, auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum. Mikilvægt er að hreinsa frá niðurföllum til að forðast vatnstjón vegna rigningar og leysingavatns. Gefin hefur verið út gul viðvörun vegna veðursins. 1.2.2024 21:30
„Það er mikilvægur áfangi að skila hagnaði“ Icelandair hagnaðist um 1,5 milljarð í fyrra, eftir skatta, sem er töluverð breyting frá árinu áður þegar félagið tapaði 800 milljónum. Eldgos og jarðhræringar höfðu mikil áhrif á rekstur félagsins á fjórða ársfjórðungi. Alls ferðuðust þó 4,3 milljónir farþega með þeim í fyrra sem er aukning um 17 prósent frá árinu á undan. 1.2.2024 21:23
Funda áfram á morgun en gefa ekkert upp Breiðfylking stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins og fulltrúar Samtaka atvinnulífsins komu til fundar hjá ríkissáttasemjara snemma í morgun eftir langan fund í gær. Fundi lauk um klukkan 17.30 í dag og verður haldið áfram klukkan níu á morgun. Það er þriðji fundardagur breiðfylkingarinnar og SA. 1.2.2024 19:38
Í leyfi frá löggæslustörfum: „Hef líka skyldur gagnvart sveitarfélaginu mínu“ Hjálmar Hallgrímsson, lögreglumaður og formaður bæjarráðs í Grindavík, er í leyfi frá löggæslustörfum og hefur verið það í á þriðju viku. Það staðfestir hann í samtali við fréttastofu. 1.2.2024 18:50
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Kona um fimmtugt var í gærkvöld úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald vegna rannsóknar á andláti sex ára drengs í Kópavogi. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 1.2.2024 18:00
Hætta vegna hraunflæðis meiri í nýju hættumatskorti Hætta vegna hraunflæðis í Grindavík hefur verið fært upp í mikla hættu á nýju hættumatskorti Veðurstofunnar. Í tilkynningu frá Veðurstofunni kemur fram að heildarhættumatið sé það sama hafi fyrir Grindavík hafi þetta breyst. Einnig er hætta vegna jarðfalls ofan í sprungu metin mjög mikil. 1.2.2024 17:26
Mikilvægt að skólar og stofnanir setji reglur um brjóstagjöf Stjórn félags brjóstagjafaráðgjafa segir mikilvægt að skólar og stofnanir setji reglur um brjóstagjöf. 1.2.2024 08:00
Fjarlægja tónlist Taylor Swift og Harry Styles af TikTok Notendur Tiktok geta átt von á því á morgun að geta ekki lengur notað lög vinsælla tónlistarmanna eins og Taylor Swift, Drake eða Adele við myndböndin sem þau búa til á miðlinum. 31.1.2024 23:43
Spyr ráðuneytið um langa bið fullorðinna eftir ADHD-greiningu Umboðsmaður Alþingis hefur beðið heilbrigðisráðuneytið um upplýsingar um fjölda þeirra sem bíða eftir greiningu hjá Geðheilsuteymi ADHD fullorðinna, hver áætlaður biðtími sé og hvort og þá hvernig hann samræmist þeim viðmiðum sem landlæknir hefur sett um bið eftir heilbrigðisþjónustu. 31.1.2024 21:58
„Það má reikna með því að það fari allt á flot“ Gular viðvaranir taka aftur gildi annað kvöld. Hlý lægð kemur þá til landsins með mikilli rigningu. Búast má við asahláku og mikilli bleytu. Eftir það tekur við köld lægð með stormi. 31.1.2024 21:01