Rafmagnslaust eftir að stofnstrengur undir hrauni gaf sig Rafmagn fór af Grindavík á áttunda tímanum í morgun þegar stofnstrengur, sem er undir hrauni, gaf sig. Unnið er að því að koma rafmagni á bæinn. 19.1.2024 08:27
Edda Björk komin til Íslands: „Ofboðslega þakklát fyrir allt fólkið mitt“ Edda Björk Arnardóttir er komin til Íslands. Eddu var sleppt úr gæsluvarðhaldi í dag og flaug til Íslands samdægurs. Hún lenti seinnipartinn á Keflavíkurflugvelli og er nú á heimleið. 18.1.2024 17:46
Farþegar bíða í vélunum meðan unnið er að afísingu Fólk á leið til og úr landi má búast við seinkunum á flugi í dag. Töluverðar seinkanir urðu á flugi í morgun frá Keflavíkurflugvelli vegna veðurs. Gul viðvörun er í gildi á Suður- og Suðvesturhluta landsins til hádegis og mikil snjókoma. 18.1.2024 11:00
Mikil vetrarfærð og nokkuð um umferðaróhöpp Mikil vetrarfærð er á höfuðborgarsvæðinu og gul viðvörun í gangi til hádegis. Aðalvarðstjóri segir fólk á illa búnum bílum ekki eiga heima í umferðinni í þessari færð. 18.1.2024 08:35
Kynnti nýja stefnu fyrir síðustu þrjú ár sín í embætti Forseti Frakklands kynnti í gær ýmsar nýjar hugmyndir sem hann vill innleiða síðustu þrjú ár sín í embætti. Á tæplega þriggja tíma blaðamannafundi sagðist hann hlynntur skólabúningum, að hann vildi gera meira til að stöðva eiturlyfjaglæpagengi og að hann vildi koma í veg fyrir lækkandi fæðingartíðni. 17.1.2024 15:02
Umsókn palestínsku drengjanna tekin til efnismeðferðar Palestínsku drengirnir og frændurnir Sameer Omran 12 ára og Yazan Kawave 14 ára hafa nú fengið það staðfest að umsókn þeirra um alþjóðlega vernd á Íslandi verður tekin til efnislegrar meðferðar. Sú meðferð getur tekið marga mánuði. 17.1.2024 13:10
Færeyingar safna fyrir Grindvíkinga Rauði krossinn í Færeyjum hefur hafið söfnun fyrir þá sem hafa orðið fyrir áhrifum af eldgosinu í Grindavík. Upplýsingafulltrúi Rauða krossins á Íslandi segir þau hafa haft samband og viljað aðstoða. Söfnun íslenska Rauða krossins gengur mjög vel. 17.1.2024 10:26
Telur ríkið eiga að kaupa allt íbúðarhúsnæði í Grindavík Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að ríkið eigi að kaupa Grindvíkinga út og tekur þannig undir hugmyndir Vilhjálms Árnasonar, þingmanns sama flokks og íbúa í Grindavík. Þetta segir Óli Björn í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. 17.1.2024 09:03
Vill að ríkið kaupi Grindvíkinga út: Fólk „vill bara komast í burtu“ Hilmar Gunnarsson, íbúi í Grindavík, segir það upplifun flestra sem hann hefur talað við frá Grindavík að fáum spurningum hafi verið svarað á íbúafundinum í gær. Hann upplifði gremju gagnvart ríkisstjórninni og að fólk upplifði að lítið hefði gerst síðustu tvo mánuði. 17.1.2024 08:45
„Við þurfum ekki að klappa fyrir öllu sem ég geri“ Leikkonan Christina Applegate kom fólki á óvart með því að vera einn kynna á Emmy-verðlaunahátíðinni sem fór fram í gærkvöldi. 16.1.2024 15:00