Ríkiskaup lögð niður og verkefnin flutt til Fjársýslunnar Leggja á niður Ríkiskaup og færa verkefni stofnunarinnar ýmist til sérstakrar starfseiningar eða ríkisaðila sem starfar á ábyrgð fjármála- og efnahagsráðherra. Breytingin er liður í innleiðingu á breytingum á lögum um opinber innkaup. 15.3.2024 15:07
Árangurinn af 35 ára samstarfi í Malaví áþreifanlegur Ísland og Malaví fagna í ár þrjátíu og fimm ára samstarfsafmæli í þróunarsamvinnu. Forstöðukona sendiráðsins í Malaví segir árangurinn af samstarfinu áþreifanlegan. Hreinu vatni hafi verið komið til þúsunda, þúsundir barna fengið menntun og mörgum lífum bjargað. 15.3.2024 10:57
Vill svör frá stjórnvöldum um kröfu í Kerlingarhólma Þórhildur Þorsteinsdóttir bóndi á Brekku í Borgarfirði á nú í deilum við ríkið vegna kröfu Óbyggðanefndar í sker og eyjar við Ísland. Landið sem Þórhildur á og nefndin hefur gert kröfu í er reyndar ekki eyja heldur er tún og er í um 40 kílómetra fjarlægð frá strandlengjunni. Hún hefur nú krafist skýringa frá nefndinni. 15.3.2024 09:01
Spá því að verðbólga hjaðni rólega næstu mánuði Íslandsbanki spáir því að ársverðbólga verði um 6,5 prósent í mars og lækki örlítið á milli mánaða. Landsbankinn spáir því að ársverðbólga verði óbreytt 6,6 prósent í mars. Greinendur beggja banka eiga von á því að verðbólgan hjaðni rólega næstu mánuði og verði um 5,4-5,3 prósent um mitt ár. Bankarnir birtu báðir spár sínar í dag. 14.3.2024 16:54
Fékk greiddar um tíu milljónir í viðbótarlaun Starfsmaður Landspítalans fékk tæpar tíu milljónir í viðbótarlaun árið 2022. Það er hæsta greiðslan sem greidd hefur verið á launategundinni „viðbótarlaun á grundvelli stofnanasamninga“ á Landspítalanum síðustu fjögur ár. 14.3.2024 14:23
Miðaldra reka lestina í framtalsskilum Alls voru um 63,2 prósent búin að skila skattframtali í morgun. Frestur til að skila rennur formlega út í dag en þó er svigrúm til um og eftir helgarinnar til að klára skilin. Af þeim sem eru búin að skila standa þau sig best sem eru í yngstu og elstu aldurshópunum. 14.3.2024 11:55
Drengir plataðir og kúgaðir eftir að þeir senda af sér nektarmyndir Kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu merkir fjölgun í svokölluðum sæmdarkúgunarmálum [e. sextortions] meðal ungra manna og drengja á Íslandi. Lögreglan er með nokkur slíkt mál til rannsóknar að sögn Ævars Pálma Pálmasonar, yfirmanns deildarinnar. 4.3.2024 06:45
Ekki eftirsóknarverður staður til að vera á Þegar lögum um útlendinga var breytt vorið 2023 var ákveðið að þau sem hefðu fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd myndu missa rétt á allri þjónustu 30 dögum síðar. Eftir það ætti fólk að yfirgefa landið. Fámennur hópur gerir það ekki og er heimilis- og réttindalaus á Íslandi. 28.2.2024 11:40
Navalní borinn til grafar á föstudag Alexei Navalní verður borinn til grafar í Moskvu á föstudag. Það staðfestir talsmaður tengdur honum. Athöfnin fer fram í Borisovskoye kirkjugarðinum í Moskvu eftir kveðjuathöfn sem haldin verður í Maryino hverfi borgarinnar. 28.2.2024 10:31
Víðir kominn aftur úr veikindaleyfi Víðir Reynisson, sviðstjóri hjá almannavörnum, er kominn aftur úr veikindaleyfi. Víðir fór í veikindaleyfi þann 10. febrúar. Hann var viðstaddur íbúafund í Laugardalshöll í gær um málefni Grindvíkinga. 27.2.2024 15:17