Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Útlit er fyrir sunnan og suðvestan stinningsgolu og dálitla vætu með köflum á sunnan- og vestanverðu landinu í dag. Hiti verður þar á bilinu fimm til tíu stig. Hins vegar verður bjartara austanlands og gæti hiti náð 17 stigum þegar best lætur. 4.5.2025 07:55
Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Lögregla og sjúkralið voru kölluð að skemmtistað vegna manns sem svaf ölvunarsvefni inni á baðherbergi. Þegar reynt var að ræða við manninn brást hann ókvæða við og reyndi að slást við viðbragðsaðila. Maðurinn var handtekinn og settur í fangaklefa. 4.5.2025 07:40
„Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Kanye West og Bianca Censori hyggjast lögsækja tannlækninn Thomas Connelly fyrir að hafa útvegað rapparanum „hættulegt“ magn hláturgass sem gerði hann háðan gasinu, leiddi til mikilla geðsveifla og olli honum „taugafræðilegum skaða“. 3.5.2025 14:08
Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Kaupfélag Skagfirðinga skilaði 3,3 milljarða hagnaði á síðasta ári. Rekstrartekjur kaupfélagsins voru 55 milljarðar, tveimur milljörðum meira en árið áður. 3.5.2025 11:22
Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Blóð bandarísks manns, sem lét snáka bíta sig 200 sinnum og sprautaði sig með snákaeitri oftar en 700 sinnum yfir átján ára tímabil, hefur leitt til móteiturs „sem á sér enga hliðstæðu“ að sögn vísindamanna. 3.5.2025 10:33
Sólríkt og fremur hlýtt í dag Víða má gera ráð fyrir sólríku veðri og hægum vindi á landinu í dag. Yfirleitt fremur hlýtt að deginum og hiti á bilinu níu til fjórtán stig. Svalara austast á landinu og suðaustantil verður skýjað og lítilsháttar væta á stöku stað. 3.5.2025 08:40
Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Umbótaflokkurinn (Reform UK), undir stjórn Nigel Farage, vann stórsigur í nýafstöðnum sveitastjórnarkosningum í Bretlandi. Verkamannaflokkurinn og Íhaldsflokkurinn biðu báðir skipbrot og náðu samanlagt aðeins 35 prósent atkvæða, sem er sögulega lágt. 3.5.2025 08:18
Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Lögreglan veitti ökumanni eftirför eftir að hann ók yfir hámarkshraða og hlýddi ekki stöðvunarskiltum. Eftir stutta eftirför reyndist viðkomandi „víðáttuölvaður“ og gat ekki gert grein fyrir sér. Hann var því handtekinn og vistaður í fangaklefa. 3.5.2025 07:39
Dóttir De Niro kemur út sem trans Airyn DeNiro, dóttir leikarans Roberts De Niro, kom út úr skápnum sem trans kona í vikunni. Leikarinn segist elska og styðja dóttur sína rétt eins og hann gerði áður en hún kom út sem trans. 1.5.2025 15:03
Birgir Guðjónsson er látinn Birgir Guðjónsson, stærðfræðikennari við Menntaskólann í Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi að morgni sumardagsins fyrsta, 24. apríl síðastliðinn, 68 ára að aldri. 1.5.2025 13:41