Fréttamaður

Magnús Jochum Pálsson

Magnús er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Troy Beckwith er látinn

Ástralski leikarinn Troy Beckwith sem lék í sjónvarpsþáttunum Nágrönnum er látinn 48 ára að aldri.

Kvik­myndirnar sem beðið er eftir

Vísir hefur tekið saman lista yfir 25 kvikmyndir sem koma út á árinu og er beðið eftir með mikilli eftirvæntingu. Árið í ár er sannarlega ár framhaldsmynda en inn á milli eru líka góðir frumlegir molar.

Ruddust inn í ísraelska þingið meðan á­rásir á Gasa héldu á­fram

Aðstandendur gísla í haldi Hamas ruddust inn í ísraelska þingið til að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda. Þrýstingur eykst á Netanjahú innan- sem utanlands. Utanríkismálastjóri ESB segir að núverandi leið Ísraela til að útrýma Hamas muni ekki virka og það þurfi að koma á friði. Nú þegar hafi um 25 þúsund manns fallið á Gasa.

Hver dagur eins og vika fyrir Grind­víkinga og því þurfi að vinna hratt

Ríkisstjórnin hyggst koma Grindvíkingum í skjól með aðgerðum sem voru kynntar í dag en nánari útfærsla liggur þó ekki fyrir. Grindvíkingur segir mikilvægt að íbúar fái val um hvort þeir fari heim til Grindavíkur eða ekki. Íbúar séu vongóðir en lifi enn í óvissu og því þurfi ríkisstjórnin að vinna hratt og örugglega.

Raf­magn komið á Grinda­vík um loft­línu í kvöld

Búið er að koma rafmagni til Grindavíkur um loftlínu sem reist var yfir hraunið sem rann yfir Grindavíkurveg og olli því að stofnstrengir Grindavíkur skemmdust. Rafmagn var komið á línuna klukkan átta í kvöld og í kjölfarið var slökkt á varavélum Landsnets.

Tíðindin breyti ekki af­stöðu þing­manna til málsins

Formaður Flokks fólksins segir ekkert annað hafa komið til greina en að draga til baka vantraust en hvalveiðimálið vofi þó enn yfir. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir flokkinn ekki hafa verið búinn að komast að afstöðu til vantrausts þegar tíðindi af veikindum ráðherra bárust. Tíðindin breyti þó ekki óánægju flokksins með málið.

„Tökum ekki að okkur að semja um launask­rið hærri launaðra hópa“

Breiðfylking stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði og Samtök atvinnulífsins funduðu í Karphúsinu í dag vegna kjaraviðræðna. Formaður Eflingar segir breiðfylkinguna vilja semja um flata krónutöluhækkun og hún taki ekki að sér að semja um launaskrið hærri launaðra hópa.

Sjá meira