Fréttamaður

Magnús Jochum Pálsson

Magnús Jochum er umsjónarmaður Lífsins á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Gefur út bók um reynsluna af því að vera úti­lokuð

Dóra Jóhannsdóttir, leikstjóri og handritshöfundur, er að gefa út bók um reynslu sína af íslenska kvikmyndabransanum í kringum sjónvarpsseríuna Húsó og Áramótaskaupið 2022. Dóra sagði framleiðendur Skaupsins hafa slitið samskiptum við hana þegar hún bað um aðgang að fjárhagsáætlun og telur hún að hvorki höfundaréttur hennar né réttur til nafngreiningar hafi verið virtur í Húsó.

Chanel og Snorri eiga von á syni

Fjölmiðlakonan Chanel Björk Sturludóttir og Snorri Már Arnórsson eiga von á sínu fyrsta barni í apríl á næsta ári. Von er á strák.

Stjórn­mála­menn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austur­bæ

Skinkur, hnakkar og skoðanaglaðir stjórnmálamenn létu sig ekki vanta á lifandi sýningu hlaðvarpsins Komið gott í Austurbæjarbíói í gær. Ef marka má samfélagsmiðla stóð opnunaratriðið upp úr þar sem þær stöllur dönsuðu við Boney M með Magnúsi Ragnarssyni og hinum ýmsu stjórnmálamönnum.

„Það er hægt að búa til al­vöru hasar­myndir á Ís­landi“

Eftir að hafa vakið athygli í Hjartasteini fyrir níu árum síðan dofnaði áhugi Diljár Valsdóttur á leiklist og hætti hún svo að leika. Þegar hún sá tónlistarmyndband sem fyrrverandi mótleikari hennar, Theodór Pálsson, gerði með leikstjóranum Tómasi Nóa Emilssyni heillaðist hún af drifkraftinum og metnaðinum. Hún bað um að fá að vera með næst og úr urðu fallegir endurfundir krakkanna úr Hjartasteini.

„Ég er pínu meyr í dag“

Söngkonan Guðrún Árný Karlsdóttir og eiginmaður hennar, Sveinbjörn Enoksson, fögnuðu í gær 25 ára sambandsafmæli með því að hefja tónleikaferðalag í kringum landið. Guðrún skrifaði fallega færslu í tilefni tímamótanna.

Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár

Árið sem er senn á enda var gróskumikið í tónlist og hlaðvörpum hérlendis enda okkar litla eyja stútfull af hæfileikafólki. Gaman er að skoða hvaða tónlistarmenn Íslendingar hlustuðu mest á og sömuleiðis hvað heimsbyggðin hlustaði á.

Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule

Leikstjórinn Hannes Þór Halldórsson, handritshöfundurinn Björg Magnúsdóttir og glæpasagnahöfundurinn Yrsa Sigurðardóttir vinna nú saman að nýrri spennuþáttaseríu sem gerist á Grænlandi.

„Mig langar að elska þig alla daga, ævi­langt“

„Minn dásamlegi og fallegi eiginmaður á afmæli í dag – mig langar að elska þig alla daga, ævilangt. Lífið með þér er eitt stórt ævintýri þar sem hver og einn kafli er fullur af spennandi verkefnum, gleði, hlátri, óvæntum augnablikum og ómældri ást.“

Tals­maður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk

Poppstjarnan Sabrina Carpenter sagðist ekki vilja að tónlist hennar yrði notuð í „illu og ógeðslegu“ myndbandi innflytjendaeftirlits Bandaríkjanna og var þá svarað fullum hálsi. Talsmaður Hvíta hússins sagði ríkisstjórnina ekki myndu biðjast afsökunar á því að senda hættulega glæpamenn úr landi.

Sjá meira