Ók á þrjár kyrrstæðar bifreiðar Klukkan hálf tólf í gærkvöldi var Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynnt um umferðaróhapp í hverfi 108 en ökumaður hafði þá ekið á 2-3 kyrrstæðar bifreiðar. Ökumaðurinn sem olli tjóninu var handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum vímuefna. Hann var vistaður í fangageymslu lögreglu fyrir rannsókn málsins. 17.3.2019 08:23
Fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Nýja-Sjálandi fimmtíu talsins Fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Nýja-Sjálandi eru nú orðin fimmtíu talsins. 17.3.2019 07:36
Fagnaðarlæti brutust út þegar liðsmenn Íslensku þjóðfylkingarinnar höfðu sig á brott Mikil fagnaðarlæti brutust út á Austurvelli laust eftir klukkan tvö þegar liðsmenn Íslensku þjóðfylkingarinnar höfðu sig á brott. 16.3.2019 14:37
Barst stefnuyfirlýsing hryðjuverkamannsins í tölvupósti Nokkrum mínútum áður en hryðjuverkamaðurinn Brenton Tarrant lét til skarar skríða og myrti 49 manns í tveimur moskum í borginni Christchuch í Nýja-Sjálandi sendi hann tölvupóst til Jacindu Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, með stefnuyfirlýsingu (e. manifesto) sinni. 16.3.2019 14:13
Ísland þurfi ekki á stöðugleika Sjálfstæðisflokksins að halda sem byggi á að örfáir hafi þorra gæðanna Logi segir að afleiðingar vanrækslu síðustu ára hafi leitt til félagslegs óstöðugleika og bætir við að "fullkomin afneitun“ núverandi ríkisstjórnar gæti hugsanlega leitt til þess að atvinnulífið taki skellinn til að brúa það sem ríkisstjórnin hafi hunsað. 16.3.2019 11:59
Þingmaðurinn sem kenndi múslimum um hryðjuverkaárásina fékk egg í höfuðið Fraser Anning, ástralski öldungadeildarþingmaðurinn umdeildi, sem í gær kenndi múslimum sjálfum og innflytjendastefnu Nýja-Sjálands um hryðjuverkin var á blaðamannafundi í dag grýttur eggi þegar hann hafði í frammi frekari áróður gegn múslimum. 16.3.2019 10:30
Ungmenni réðust á ölvaðan mann í verslunarmiðstöð Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var á sjöunda tímanum í gærkvöldi tilkynnt um ungmenni sem hefðu ráðist á ölvaðan mann í verslunarmiðstöð í hverfi 109. 16.3.2019 08:22
Hryðjuverkamaðurinn leiddur fyrir dómara Hægri öfgamaðurinn sem myrti að minnsta kosti 49 manns í tveimur moskum í borginni Christchurch í Nýja-Sjálandi var að morgni laugardags að staðartíma leiddur fyrir dómara þar sem honum var gerð grein fyrir ákærum á hendur honum. 15.3.2019 23:45
Forsætisráðherra Nýja-Sjálands: „Eitt er víst að byssulöggjöfin okkar mun taka breytingum“ Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, sagði á blaðamannafundi í Wellington í kvöld að það væri alveg á hreinu að byssulöggjöf landsins myndi taka breytingum eftir að versta fjöldamorð í sögu Nýja-Sjálands átti sér stað í dag. 15.3.2019 22:54
„Við töldum augljóst að þessi túlkun gæti ekki staðist“ Félagsdómur komst að þeirri niðurstöðu að fjögur af þeim sjö verkföllum sem félagsmenn Eflingar greiddu atkvæði um og hafði verið boðað til. Hið fyrsta átti að koma til framkvæmda á mánudag. Um eru að ræða svokölluð örverkföll. 15.3.2019 20:51