Umsjónarmaður

Oddur Ævar Gunnarsson

Oddur Ævar er umsjónarmaður Lífsins á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck

Bandaríska söngkonan Jennifer Lopez er æf yfir myndum sem birst hafa í bandarískum miðlum af fyrrverandi eiginmanni hennar Ben Affleck með fyrrverandi eiginkonu hans Jennifer Garner. Hún upplifir myndirnar sem salt í sárin eftir erfiðan skilnað.

Pamela Bach-Hasselhof látin

Bandaríska leikkonan Pamela Bach-Hasselhof er látin. Hún fannst látin á heimili sínu í Los Angeles sínu fyrr í dag. Hún var 62 ára gömul.

Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur

Brynjar Karl Sigurðsson körfuknattleiksþjálfari segist hafa verið hugrakkt kvíðabarn í æsku. Hann segir baráttu sína snúast um stelpurnar sem hann þjálfi, þeirri baráttu sé ekki lokið þó hún hafi haft sín áhrif á hann og hans fjölskyldu.

Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur

Öskudagur er orðinn einn af stærstu dögum Domino's veitingastaðanna. Ástæðan er sú að undanfarin ár hefur sú hefð skapast hjá grunnskólum landsins að panta pizzur í tonnavís en forsvarsmenn skyndibitakeðjunnar gera ráð fyrir að rúmlega fimmtán þúsund grunnskólanemar hafi gætt sér á Domino's í dag.

Stór­myndir í út­rýmingar­hættu

Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi segir risabreytingar á sjónvarps- og kvikmyndamarkaði útskýra hvers vegna færri kannast við þær kvikmyndir sem tilnefndar voru til Óskarsverðlauna í ár heldur en tíðkaðist á árum áður þegar stórmyndir voru gjarnan tilnefndar. Hann segir alveg ljóst að stórmyndin sem slík, blockbuster myndin, sé í útrýmingarhættu.

Einn látinn í Mann­heim eftir að bíl var ekið á fólk

Einn er látinn og nokkrir eru slasaðir eftir að bíl var ekið á hóp fólks í miðborg Mannheim á Paradeplatz. Einn hefur verið handtekinn á vettvangi. Þetta staðfestir lögreglan í borginni. Áður hafði verið greint frá því að lögregluyfirvöld hefðu mikinn viðbúnað á svæðinu. 

Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávar­botn

Atvinnurekendur, eigendur og leigjendur rýma í atvinnuhúsnæði að Fiskislóð úti á Granda í vesturbæ Reykjavíkur urðu fyrir milljónatjóni í nótt þegar sjór flæddi inn fyrir brimgarða í Reykjavíkurhöfn. Einn eigenda segir að Faxaflóahöfnum hafi ítrekað verið bent á veikleika í brimgarðinum, um tímaspursmál hafi verið að ræða.

„Auð­vitað hefur þetta á­hrif á formannskjörið“

Formaður Sjálfstæðisfélagsins í Eyjum segir það gefa augaleið að það hafi haft áhrif á formannskjör í flokknum að helmingur fulltrúa úr Eyjum hafi setið eftir heima vegna veðurs. Hann segir málið sýna svart á hvítu við hvaða veruleika Eyjamenn búi á veturna.

Bein út­sending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis heldur í dag opinn fund þar sem fjallað verður um ákvörðun Daða Más Kristóferssonar fjármála- og efnahagsráðherra um að krefjast ekki endurgreiðslu framlaga til stjórnmálasamtaka. Daði Már mætir sjálfur og situr fyrir svörum hjá nefndinni.

Sjá meira