Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Tilkynnt var um eld sem komið hafði upp í verslunarhúsnæði á horni Laugavegs og Ingólfsstrætis á tólfta tímanum í dag. Um var ræða minniháttar eld og hann hefur þegar verið slökktur. 22.7.2025 11:44
Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Sýrlendingar búsettir hér á landi segja þjóðernishreinsun eiga sér stað í borginni Sweida. Ríkisstjórn landsins ætli að útrýma minnihlutahópum og hafi brotið gegn vopnahléi í gær. 20.7.2025 23:44
Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Einn fjögurra katta sem leitað hefur verið að í dag er fundinn. Fjórir kettir týndust eftir bruna í íbúðahúsnæði í Tryggvagötu í morgun. Það er í lagi með köttinn. 20.7.2025 23:31
Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Sérsveit ríkislögreglustjóra hafði afskipti af útilegu nemenda við Menntaskólann í Reykjavík við Laugarvatn. Óboðnir gestir höfðu látið sjá sig og neitað að fara. Þeir sögðust vera vopnaðir hnífum. 20.7.2025 22:14
Kviknaði í haug af timburkurli Brunavarnir Árnessýslu eru við slökkvistörf á athafnasvæði Íslenska Gámafélagsins á Selfossi. Þar kviknaði eldur í stórum haug af timburkurli. 20.7.2025 21:33
„Lífið er miklu meira en peningar“ Jón Pétur Zimsen þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur vakið mikla athygli, annaðhvort fyrir vasklegan framgang í þágu hagsmuna almennings eða þá hagsmuna kvótakónga og stórútgerðarinnar. Það fer eftir því hvernig litið er á umtalaða hækkun veiðigjalda. Hann kemur úr auðugri fjölskyldu, hefur verið virkur á hlutabréfamarkaði og meðal annars fjárfest í sjávarútvegsfyrirtækjum. Hann segir ástríðuna alltaf þá sömu, að hjálpa börnum og unglingum. Lífið sé svo miklu meira en peningar. 20.7.2025 19:06
Drúsar mótmæla við sendiráðið Drúsar búsettir á Íslandi mótmæla nú fyrir utan bandaríska sendiráðið við Engjateig. Mótmælin hafa farið friðsamlega fram en mikil átök hafa geisað á heimaslóðum drúsa í Sýrlandi sem hafa kostað marga lífið. 20.7.2025 17:49
Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Karlmaður var handtekinn í Hlíðahverfi fyrir að stinga öryggisvörð í brjóstið. 20.7.2025 17:19
Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Í sínu fyrsta útgefna verki kafar unga skáldið Fríða Þorkelsdóttir ofan í hugarfylgsni æskunnar og tekst á við tímamót, breytingar og sorg eins og fáum er lagið. Bókin ber nafnið Fjölskyldusaga og óhætt er að segja að um sé að ræða stóra sögu í litlum umbúðum, enda kemst bókin öll fyrir í meðalstóran brjóstvasa. 20.7.2025 09:03
Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Virkni eldgossins á Reykjanesskaga er mjög stöðug og búin að vera það frá í gærmorgun. Gosmóðan liggur þétt yfir suðvesturhorninu um þessar mundir og kemur hún ofan í þegar hlýtt og rakt loft. 19.7.2025 23:43