Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra sækir óformlegan fund orkumálaráðherra Evrópusambandsríkja og EFTA-ríkja í Varsjá í Póllandi. Hann segir stuðning við orkuöryggi í Úkraínu vera fjárfesting í framtíð frjálslynds lýðræðis. 13.5.2025 17:30
Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Rússneska pönkhljómsveitin Pussy Riot og Páll Óskar eru meðal þeirra sem troða upp í Iðnó 11. júlí á svokallaðri Hátíð gegn landamærum. Auk þeirra koma fram fjöldi tónlistamanna á hátíðinni sem haldinn er á vegum samtakanna No Borders. 13.5.2025 00:03
Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Væbbræður, þeir Matthías og Hálfdán, eru að eigin sögn sjúklega spenntir fyrir morgundeginum þegar þeir stíga fyrstir allra á stokk í fyrri undankeppni Eurovision. Þeir eru hæstánægðir með að vera fyrstir og lofa veislu. 12.5.2025 23:07
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir mikilvægt að Norður-Atlantshafsþjóðirnar sýni sterka forystu. Allir sem horfi á sjónvarp horfi upp á breytta heimsmynd. Mikilvægt sé að viðhalda og bæta samstarf Íslands og Færeyja. 12.5.2025 22:25
Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lögreglan í Svíþjóð leiddi alþjóðlega lögregluaðgerð þar sem 57 voru handteknir í tengslum við skipulagða glæpastarfsemi. Lögreglan á Austurlandi kom að aðgerðinni. 12.5.2025 20:58
Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Fjármálaráðherra segist ekki geta lýst því hvers vegna ríkið gerði kröfu um að Heimaklettur og hlíðar Herjólfsdals, ásamt úteyjum og skerjum við Heimaey, yrðu þjóðlendur. 12.5.2025 20:18
Ógnaði ungmennum með hníf Tveir voru handteknir þegar tilkynnt var um mann með hníf á lofti í miðborg Reykjavíkur. Maður var sagður hafa ógnað ungmennum með hnífnum. Hinir handteknu eru vistaðir í fangaklefa þar til ástand þeirra leyfir að við þá sé rætt. 12.5.2025 19:13
Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Karl Emil Wernersson, einn umfangsmesti fjárfestir landsins fyrir hrun, sonur hans og sambýliskona hafa verið ákærð fyrir skilasvik og peningaþvætti. Karl fyrir skilasvikin og sonurinn og sambýliskonan fyrir þvættið. Karl er sagður hafa reynt að koma undan verðmætum listaverkum sem fundust svo við húsleit. 12.5.2025 18:42
Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi varar foreldra við því að stofna framtíðarreikninga í nafni barnsins síns. Vilji foreldrar safna fyrir til dæmis fasteignakaupum lumar Björn á annarri aðferð. 12.5.2025 17:44
Láta bandarískan gísl lausan Hamasliðar tilkynntu í dag að þeir hygðust leysa Bandaríkjamanninn Edan Alexander úr haldi. Hann er síðasti eftirlifandi gíslinn í þeirra haldi með bandarískt ríkisfang en hann er búinn að vera í gíslingu á Gasaströndinni frá sjöunda október 2023. 11.5.2025 23:55