Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Kash Patel, umdeildur yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI), hefur aftur vakið hneykslan vestanhafs eftir að hann sendi sérsveit lögreglumanna til að vernda kærustu sína. Hann hefur einnig verið gagnrýndur fyrir að nota einkaþotu FBI til að heimsækja hana og fara á tónleika með henni. 23.11.2025 14:50
Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erindrekar og embættismenn frá Bandaríkjunum, Úkraínu og öðrum ríkjum Evrópu koma saman í Genf í Sviss í dag þar sem ræða á umdeildar friðartillögur sem eiga að koma frá Bandaríkjamönnum, varðandi stríðið í Úkraínu. Úkraínskir og evrópskir erindrekar eru sagðir tilbúnir til að samþykkja þó nokkra af liðum ætlunarinnar en ætla að krefjast töluverðra breytinga. 23.11.2025 13:09
Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Eldur kviknaði í sendiferðabíl við Setbergsskóla í Hafnarfirði í nótt. Þegar slökkviliðsmenn bar að garði, um klukkan tvö, var bíllinn alelda en vel gekk að slökkva eldinn. 23.11.2025 10:24
Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Sprengisandur er á sínum stað á Bylgjunni í dag en þar fær Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi til sín góða gesti og ræðir við þá samfélagsmálin sem brenna á þjóðinni. 23.11.2025 09:25
Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Bandarískir þingmenn sögðust í gærkvöldi hafa rætt við Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og að hann hefði sagt þeim að friðartillögur sem Bandaríkjamenn væru að reyna að fá Úkraínumenn til að samþykkja væru „óskalisti“ Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Þingmennirnir höfðu eftir Rubio að tillögurnar mörkuðu ekki raunverulega afstöðu Bandaríkjanna. 23.11.2025 08:46
Stakk af eftir harðan árekstur Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning um harðan árekstur þar sem tveir bílar skullu saman. Ökumaður annars bílsins stakk þó af á hlaupum áður en lögregluþjóna bar að garði. 23.11.2025 07:34
Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Hildigunnur Svavarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri, segir stöðuna á sjúkrahúsinu alvarlega eftir að þrír læknar sögðu upp vegna álags. Það sé ákveðin áskorun í læknamönnun á sjúkrahúsinu og hún sé sérstaklega erfið á lyflæknadeildinni. 22.11.2025 14:38
Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Ráðamenn og embættismenn í Evrópu eru verulega ósáttir við ætlanir Bandaríkjamanna um að hagnast á frystum sjóðum Rússa í Evrópu og enduruppbyggingu í Úkraínu. Þær ætlanir eru sagðar geta komið niður á tilraunum Evrópumanna til að hjálpa Úkraínumönnum að komast gegnum stríðið við Rússland. 22.11.2025 11:23
Hættir á þingi vegna deilna við Trump Marjorie Taylor Greene, bandarísk þingkona sem lengi var ötull stuðningsmaður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að hún ætli að láta af störfum. Er það í kjölfar þess að Trump fordæmdi hana og kallaði hana svikara vegna krafna hennar um birtingu Epstein-skjalanna svokölluðu. 22.11.2025 10:15
Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að friðaráætlun sem kynnt var fyrir ráðamönnum í Úkraínu á dögunum, gæti verið grunnur að friðarsamkomulagi milli Rússlands og Úkraínu. Á fundi þjóðaröryggisráðs Rússlands í gærkvöldi hótaði Pútín að leggja undir sig enn meira landsvæði í Úkraínu, verði áætlunin ekki samþykkt. 22.11.2025 08:32