Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Lækka trygginguna meðan Trump á­frýjar

Tryggingin sem Trump þarf að greiða vegna 454 milljóna dala sektar sem honum hefur verið gert að greiða í New York í 175 milljónir. Trump þarf þó að leggja fram trygginguna innan tíu daga og hún gildir eingöngu meðan hann áfrýjar sektarúrskurðinum.

ISIS lýsir yfir á­byrgð á á­rásinni í Moskvu

Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni í Moskvu í kvöld. Níutíu og þrír eru sagðir látnir og rúmlega hundrað eru særðir, eftir að hópur þungvopnaðra manna gekk inn í Crocus-tónleikahöllina og skaut þar á fólk af handahófi.

Aukin hætta vegna gasmengunar

Aukin hætta er vegna gasmengunar á öllum svæðum við eldstöðvarnar við Sundhnúk. Hætt er við því að gasmengun muni berast yfir Grindavík og önnur nærliggjandi svæði um helgina.

„Við höfum ekki séð svona áður“

Ísak Finnbogason hefur á undanförnum árum verið iðinn við að sýna frá eldgosum á Íslandi í beinni útsendingu með drónum. Í gær fangaði hann hraun flæða inn í Melhólsnámu og fylgdust þúsundir með útsendingunni.

Hafna til­lögu um „brýnt vopna­hlé“

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur hafnað ályktun um vopnahlés á Gasaströndinni. Sendiherrar Rússlands og Kína beittu neitunarvaldi ríkjanna til að koma í veg fyrir samþykkt ályktunarinnar, sem lögð var fram af sendiherra Bandaríkjanna.

Um­fangs­miklar á­rásir á Úkraínu

Rafmagnsleysi hefur orðið víða í Úkraínu eftir umfangsmikla árás Rússa á orkuinnviði landsins í nótt og í morgun. Úkraínumenn segja Rússa hafa notað rúmlega sextíu Shahed-sjálfsprengidróna frá Íran og tæplega níutíu eld- og stýriflaugar.

Landsnefndin notuð til að borga lögfræðikostnað

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, hefur gert nýtt fjáröflunarsamkomulag við Landsnefnd Repúblikanaflokksins (RNC). Það samkomulag felur í sér að fjármunir sem RNC safnar fara í pólitískan aðgerðasjóð Trumps til að borga lögfræðikostnað hans.

Rise of the Ronin: Kunnug­legur leikur frá Team Ninja

Framleiðendur Rise of the Ronin hjá Team Ninja virðast við fyrstu sýn hafa hent haug af leikjum eins og Nioh, Dark souls og jafnvel smá dass af Assassins Creed. Leikurinn gerist í Japan á seinni hluta nítjándu aldarinnar, þegar þriggja alda einangrun eyríkisins var að ljúka, með tilheyrandi óreiðu.

Banda­ríkin höfða mál gegn Apple vegna ein­okunar

Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur höfðað mál gegn Apple. Tæknirisinn er sakaður um að beita einokunarstöðu sinni á markaði snjallsíma til að koma í veg fyrir samkeppni. Þá hafi staða fyrirtækisins verði notuð til að halda aftur af samkeppni á hugbúnaðarmarkaði og draga úr notagildi annarra síma í samkeppni við iPhone.

Báðar fylkingar House of the Dragon fá sína stiklu

HBO hefur birt tvær stiklur fyrir aðra þáttaröð hinna vinsælu þátta House of the Dragon, sem frumsýnd verður í júní. Báðar fylkingar í borgarastyrjöldinni í Westeros fá sína stiklu.

Sjá meira