Ingibjörg leiði Miðflokkinn í Norðvesturkjördæmi Uppstillinganefnd Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi hefur lagt til að Ingibjörg Davíðsdóttir leiði lista flokksins í kosningunum í næsta mánuði. Ingibjörg er 53 ára Borgfirðingur, frá Arnbjargarlæk í Þverárhlíð. Hún er stjórnmálafræðingur (BA) frá HÍ og með MA í alþjóðasamskiptum frá Háskólanum í Kantaraborg í Bretlandi. 26.10.2024 08:53
Fjórtán ára undir stýri Lögregluþjónar stoppuðu í gærkvöldi bíl við hefðbundið eftirlit, þar sem fjórtán ára barn reyndist undir stýri. Jafnaldri ökumannsins var svo farþegi í bílnum en haft var samband við foreldra þeirra og voru börnin sótt á lögreglustöð. 26.10.2024 08:43
Íranar segja skaðann „takmarkaðan“ eftir árásir næturinnar Klerkastjórn Íran er þegar byrjuð að gera lítið úr árásum Ísrael á landið í nótt. Þær eru sagðar hafa beinst gegn hernaðarskotmörkum í landinu og segja ráðamenn í Íran að skaðinn hafi verið „takmarkaður“. Ísraelar segja árásunum lokið og að þær hafi verið gerðar á loftvarnarkerfi, eldflaugaverksmiðjur og önnur skotmörk. 26.10.2024 07:29
Enn allt í járnum skömmu fyrir kjördag Kamala Harris og Donald Trump mælast enn hnífjöfn í könnunum en einungis ein og hálf vika er í forsetakosningarnar vestanhafs. Viðleitni Harris til að ná til kjósenda á hægri væng bandarískra stjórnmála er sögð fara í taugarnar á hluta stuðningsmanna hennar. 25.10.2024 15:06
Stýrivextir ná sögulegu hámarki í Rússlandi Stjórn seðlabanka Rússlands ákvað í morgun að hækka stýrivexti þar í landi um tvö prósentustig, eða úr nítján prósentum í 21 prósent. Líklegt er að þeir verði hækkaðir meira í desember. 25.10.2024 11:53
Óvinsæll Trudeau ætlar ekki að víkja Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segist ekki ætla að stíga til hliðar sem leiðtogi Frjálslynda flokksins þó að 24 þingmenn úr flokknum hafi kallað eftir því. Flokkurinn hefur misst mikið fylgi samkvæmt könnunum og óttast þingmenn Trudeau að óvinsældir forsætisráðherrans séu að koma niður á flokknum. 25.10.2024 11:23
Bíó Paradís heiðrað af blindum Stjórn Blindrafélagsins veitti Bíó Paradís Samfélagslampann svokallaða á alþjóðlegum degi hvíta stafsins, þann 15. október. Var fyrirtækið heiðrað fyrir „brautryðjendastarf í aðgengi fatlaðra að menningarviðburðum og að opna aðgang blindra og sjónskertra að sjónlýstum kvikmyndum“. 25.10.2024 10:05
Musk sagður í reglulegum samskiptum við Pútín Elon Musk, auðugasti maður heims, hefur átt í reglulegum samskiptum við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, á undanförnum árum. Þeir eru meðal annars sagðir hafa rætt um persónuleg málefni, viðskiptatengd mál og alþjóðleg deilumál. 25.10.2024 09:44
Íslendingar berjast hjá GameTíví Það verður sannkallaður Íslendingaslagur í Warzone í kvöld. Þeir Árni Torfason og Þórarinn Hjálmarsson ætla að leiða slaginn á streymi GameTíví og verða þeir með opna leiki fyrir alla sem vilja vera með. 24.10.2024 19:03
Gerðu loftárásir á Kúrda í Írak og Sýrlandi Tyrkneski herinn hefur gert loftárásir á meintar stöðva Verkamannaflokks Kúrda í Sýrlandi og Írak eftir að fimm létu lífið í hryðjuverkaárás í Ankara, höfuðborg Tyrklands, í gær. Ráðamenn segja tugi vígamanna hafa verið fellda. 24.10.2024 16:40
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent