Íþróttafréttamaður

Sindri Sverrisson

Sindri er íþróttafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mót­herja

Markverðirnir Gianluigi Donnarumma og Gianluigi Buffon eru á meðal þeirra sem sent hafa þrettán ára ítölskum markverði hlýjar kveðjur eftir skelfilegt atvik á leik í yngri flokkum á Ítalíu, þar sem fertugur maður kýldi strákinn unga.

Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri

Ómar Ingi Magnússon skoraði úr öllum átta skotum sínum fyrir Magdeburg í kvöld, í 34-28 sigri á Eisenach. Íslenska tríóið skoraði samtals fimmtán mörk í leiknum fyrir Magdeburg. Íslendingar voru einnig að spila í Danmörku og Portúgal.

„Tauga­laus“ Óðinn með þrettán mörk

Óðinn Þór Ríkharðsson var hreint ótrúlegur í grannaslag í svissnesku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. „Taugalausi maðurinn“, eins og hann er kallaður á samfélagsmiðlum Kadetten Schaffhausen, skoraði 13 mörk úr 14 skotum fyrir liðið í kvöld. Í Noregi var ójafn Íslendingaslagur.

Viggó lék stóra rullu þegar læri­sveinar Arnórs frusu

Viggó Kristjánsson og Andri Már Rúnarsson áttu báðir þátt í því að Erlangen skoraði sex síðustu mörkin og tókst að vinna Bergischer, undir stjórn Arnórs Þórs Gunnarssonar, í þýsku 1. deildinni í handbolta í kvöld.

Sæ­dís kom að dýr­mætu marki

Landsliðskonan Sædís Rún Heiðarsdóttir átti sinn þátt í sigurmarkinu þegar Vålerenga náði að kreista út 1-0 útisigur gegn Hönefoss í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Sjá meira