Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Írlands í fótbolta, fer ekki leynt með það hve mikilvægur leikur liðsins við Ungverjaland í Dublin á laugardaginn er. Hann hefur sent út ákall til stuðningsmanna og vonast eftir töfrandi kvöldi. 4.9.2025 07:02
Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Það er svo sannarlega glæsileg dagskrá á sportstöðvum Sýnar í dag þar sem meðal annars má sjá titilslag í Bestu deild kvenna, U21-landsleik í fótbolta, Erling Haaland reyna að komast á HM og frábæra þætti í beinni útsendingu. 4.9.2025 06:01
Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Markverðirnir Gianluigi Donnarumma og Gianluigi Buffon eru á meðal þeirra sem sent hafa þrettán ára ítölskum markverði hlýjar kveðjur eftir skelfilegt atvik á leik í yngri flokkum á Ítalíu, þar sem fertugur maður kýldi strákinn unga. 3.9.2025 23:01
Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Það var svo sannarlega skellihlegið þegar fulltrúar Breiðabliks og FH mættust í skemmtilegri blindraþraut á Kópavogsvelli, fyrir rosalegt uppgjör þessara efstu liða Bestu deildar kvenna í fótbolta annað kvöld. 3.9.2025 22:02
Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Federico Chiesa, Gabriel Jesus og Mathys Tel eru á meðal þeirra sem ekki fá að spila með liðum sínum í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í haust, líkt og nýr leikmaður Chelsea. Leikmaður Arsenal gæti slegið aldursmet. 3.9.2025 21:22
Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Úrslitin eru nú ráðin í tveimur af fjórum riðlum á EM karla í körfubolta og ljóst hvaða lið úr A- og B-riðlum mætast í 16-liða úrslitum. Tyrkland og sérstaklega Þýskaland tóku riðlakeppnina með trukki. 3.9.2025 20:50
Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri Ómar Ingi Magnússon skoraði úr öllum átta skotum sínum fyrir Magdeburg í kvöld, í 34-28 sigri á Eisenach. Íslenska tríóið skoraði samtals fimmtán mörk í leiknum fyrir Magdeburg. Íslendingar voru einnig að spila í Danmörku og Portúgal. 3.9.2025 19:57
„Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Óðinn Þór Ríkharðsson var hreint ótrúlegur í grannaslag í svissnesku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. „Taugalausi maðurinn“, eins og hann er kallaður á samfélagsmiðlum Kadetten Schaffhausen, skoraði 13 mörk úr 14 skotum fyrir liðið í kvöld. Í Noregi var ójafn Íslendingaslagur. 3.9.2025 19:24
Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Viggó Kristjánsson og Andri Már Rúnarsson áttu báðir þátt í því að Erlangen skoraði sex síðustu mörkin og tókst að vinna Bergischer, undir stjórn Arnórs Þórs Gunnarssonar, í þýsku 1. deildinni í handbolta í kvöld. 3.9.2025 19:00
Sædís kom að dýrmætu marki Landsliðskonan Sædís Rún Heiðarsdóttir átti sinn þátt í sigurmarkinu þegar Vålerenga náði að kreista út 1-0 útisigur gegn Hönefoss í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 3.9.2025 18:06