Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hæstiréttur hefur samþykkt áfrýjunarbeiðni foreldra sem krefja Brim hf. og TM hf. um miskabætur vegna andláts sonar þeirra sem féll fyrir borð af netabáti þegar hann starfaði hjá Brimi í maí 2020. Dómurinn byggði ákvörðun sína á því að annmarkar kunni að hafa verið á málsmeðferð Landsréttar í málinu. 24.12.2025 09:27
Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Þrír létust, þar á meðal tveir umferðarlögreglumenn, eftir að sprenging varð í bíl í Moskvu, höfuðborg Rússlands, í morgun. 24.12.2025 08:09
Jólin verða rauð eftir allt saman Sunnan hvassviðri eða stormur er í fullum gangi á landinu í dag. Hvassast er á norðanverðu landinu. Auk þess er spáð talsverðri eða mikilli rigningu á sunnan- og vestanverðu landinu. 24.12.2025 07:33
Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Aðfaranótt aðfangadags jóla virðist hafa farið rólega fram ef marka má dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Fimmtíu og tvö mál voru skráð í kerfi embættisins í gærkvöldi og í nótt og þrír gistu fangageymslur. 24.12.2025 07:15
Auður segir skilið við Gímaldið Auður Jónsdóttir, rithöfundur og blaðamaður, hefur ákveðið að ljúka störfum hjá Gímaldinu, nýstofnuðum menningarfjölmiðli en hún er annar stofnenda miðilsins. Auður hyggst einbeita sér að skrifum en hún er meðal rithöfunda sem fá listamannalaun í hálft ár á næsta ári. 14.12.2025 17:02
Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Íslenskur nemandi við Brown-háskóla hefði mætt í kennslustund í kvöld í sömu skólastofu og mannskæð skotárás var framin í gær, en hún sækir flesta sína tíma í umræddri stofu. Öll kennsla og lokapróf hafa nú verið felld niður vegna árásarinnar. Hún segir samfélagið í Providence í áfalli og lýsir flótta vinar síns af háskólasvæðinu eftir að hafa heyrt skothvelli frá stofunni. 14.12.2025 16:26
Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Einn er í haldi lögreglu í tengslum við rannsókn á skotárás í Brown-háskóla á Rhode eyju í Bandaríkjunum í gær. Tveir eru látnir og níu særðir eftir árásina. 14.12.2025 13:51
Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknar, sakar Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, um lögbrot með því að hafa í nokkrum tilvikum farið út fyrir framkvæmdaheimildir sínar. Hún segir umhugsunarvert að forsætisráðherra verji aðgerðir samráðherra sinna þegar þeir fari út fyrir heimildir sínar. 14.12.2025 12:18
Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Lögreglan í Bæjaralandi í Þýskalandi hefur handtekið fimm menn sem grunaðir eru um að leggja á ráðin um að fremja hryðjuverk á jólamarkaði. 14.12.2025 09:59
Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Bandaríska grínleikkonan Amy Schumer hefur bæst í hóp einhleypra kvenna í Hollywood. Hún tilkynnti á samfélagsmiðlum í gær að leiðir hennar og framleiðandans Chris Fischer hafi skilið. 13.12.2025 16:43