Hera komst ekki áfram Framlag Íslands í Eurovision, lagið Scared of Heights í flutningi Heru Bjarkar Þórhallsdóttur, komst ekki upp úr fyrri undanúrslitariðli Eurovision sem fór fram í Malmö í kvöld. 7.5.2024 21:18
Eurovision-vaktin: Vonbrigði á fyrra undankvöldi Eurovision Fyrra undankvöld Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva verður haldið í tónleikahöllinni í Malmö í svíþjóð í kvöld. Eurovisionvaktin á Vísi mun fylgjast náið með frá upphafi til enda. 7.5.2024 18:00
Tillagan „langt frá“ grundvallarkröfum Ísraela Ísraelsher hóf loftárásir á Rafah-borg á Gasa stuttu eftir að í ljós kom að Ísraelar kæmu ekki til með að samþykkja þá vopnahléstillögu sem Hamas-samtökin samþykktu fyrr í dag. 6.5.2024 23:26
Ballið búið fyrir fullt og allt á B5 Dyrunum að skemmtistaðnum B5 hefur verið skellt í lás í hinsta sinn. Eigandi segist nú beina sjónum alfarið að rekstri skemmtistaðarins Exit, og fjörið haldi áfram þar. 6.5.2024 21:55
Stóra stundin að renna upp: Bjartsýn en með báða fætur á jörðinni Eftir hádegi á morgun kemur í ljós hver fimmtándi biskup Íslands verður. Valið stendur milli Guðrúnar Karls Helgudóttur og Guðmundar Karls Brynjarssonar. Í samtali við fréttastofu segja þau tilfinninguna góða en þora ekki að spá fyrir um hver fari með sigur úr býtum. 6.5.2024 20:44
Flugfélögin grípa til ráðstafana vegna verkfallsaðgerða Íslensku flugfélögin ætla að grípa til ráðstafana vegna verkfallsaðgerða starfsmanna á Keflavíkurflugvelli sem að óbreyttu hefjast á fimmtudag og föstudag. Ótímabundið yfirvinnu- og þjálfunarbann hefst seinnipartinn á fimmtudag. 6.5.2024 18:52
Skjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu Jarðskjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu klukkan korter í sex í dag. Hann mældist 3,3 að stærð. 6.5.2024 17:44
Ákall frá föður látins fanga og beinagrindur á Bessastöðum Faðir manns sem fannst látinn í fangaklefa á Litla-Hrauni um liðna helgi vill í minningu sona sinna bæta aðstæður og líf fólks með vímuefnavanda. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við hann og formann Afstöðu um aðstæður fanga. 6.5.2024 17:39
Yfir milljón farþegar fyrstu fjóra mánuði ársins Heildarfjöldi farþega Icelandair var 307 þúsund í apríl, fjórum prósentum fleiri en í apríl 2023. Það sem af er ári hefur félagið flutt meira en eina milljón farþega. 6.5.2024 17:36
Viðræður „á viðkvæmu stigi“ og fundi frestað til morguns Fundi stéttarfélaga starfsmanna á Keflavíkurflugvelli og Samtaka atvinnulífsins með ríkissáttasemjara hefur verið frestað til morguns. 5.5.2024 22:41