Hviður allt að 35 metrar á sekúndu og hætt við sandfoki Í nótt og framan af morgundeginum má á milli Kirkjubæjarklausturs og Hornafjarðar gera ráð fyrir staðbundnum snörpum strengjum í Norðaustur-átt. 29.3.2024 11:18
Blendnar tilfinningar á frumsýningu Oppenheimer í Japan Stórmyndin Oppenheimer var frumsýnd í Japan í dag, rúmum átta mánuðum eftir að hún var heimsfrumsýnd. Skiptar skoðanir eru meðal japanskra bíógesta á myndinni. 29.3.2024 10:58
Umfangsmikið verkefni að hreinsa til eftir slysið Ríkisstjórn Joe Biden í Bandaríkjunum hefur samþykkt fjárframlög upp á sextíu milljónir Bandaríkjadala til Maryland-ríkis svo hægt verði að hreinsa upp brakið sem varð til þegar brú hrundi í borginni Baltimore fyrr í vikunni. 29.3.2024 09:43
Nærri fjörutíu taldir af eftir loftárásir Ísraela á Sýrland Minnst 38 eru taldir af eftir loftárásir Ísraelshers nærri borginni Aleppo í nótt. Meðlimir Hezbollah og óbreyttir borgarar eru sagði meðal hinna látnu. 29.3.2024 08:20
Hvessir víðast hvar síðdegis Það verður hægt vaxandi norðaustanátt á landinu í dag. Síðdegis nær 10-18 m/s víða. Él verður á Norður- og Austurlandi, en bjart að mestu um landið sunnanvert. Frost mælist 0 til 6 stig í dag en frostlaust verður sunnantil yfir daginn. 29.3.2024 07:36
Ógnaði dyraverði skemmtistaðar með hníf Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um aðila inni á skemmtistað að ógna dyraverði með hníf á þriðja tímanum í nótt. 29.3.2024 07:20
„Hvergi í verklagsreglum að við séum að reka fólk í burtu“ Gosi Ragnarsson framkvæmdastjóri Superjeep harmar að starfsmenn fyrirtækisins séu sakaðir um að hafa hrakið burt fjölskyldu í norðurljósaleiðangri síðasta sunnudag. 28.3.2024 14:36
Hamfaragámur Bónus tryggir kældan mat í neyðarástandi Svokallaður hamfaragámur hefur verið tekinn í gagnið við verslun Bónus í Njarðvík en búnaður í gámnum mun tryggja matvælaöryggi íbúa Suðurnesja ef til vatns- eða rafmagnsleysis kemur vegna eldgosa. 28.3.2024 12:08
Páll Óskar genginn í það heilaga: „Besti dagur lífs okkar“ Söngvarinn Páll Óskar gekk í hjónaband með manni sínum, Edgar Antonio Lucena Angarita, við fallega athöfn heima í stofu í gær. Páll segist aldrei hafa verið jafn hamingjusamur. 28.3.2024 10:59
Sýknaður af ákæru um að hafa tekið í háls barns Maður var í gær sýknaður af ákæru um líkamsárás og barnaverndarlagabrot í Héraðsdómi Reykjaness. Honum var gefið að sök að hafa beitt barn líkamlegum refsingum og sýnt af sér ruddalega háttsemi í garð þess í sameiginlegu húsnæði þeirra að Ásbrú. 28.3.2024 09:51