Hin látnu tengd fjölskylduböndum og vopn á vettvangi Lögreglan í Noregi rannsakar dauða fjögurra manna fjölskyldu sem fannst látin í íbúð í bænum Ål í Noregi í gærkvöldi. Á blaðamannafundi kom fram að vopn hafi fundist á vettvangi. 24.3.2024 10:36
Hætta flugi til Húsavíkur og Vestmannaeyja Vegagerðin hefur ákveðið að framlengja ekki samning við flugfélögin Mýflug og Eagle Air um flug frá Reykjavík til Húsavíkur og Vestmannaeyja. Síðasta áætlunarflug félaganna milli staðanna verður því flogið um mánaðamótin. 24.3.2024 09:38
Búvörulög, orkumál og réttindi fatlaðra í Sprengisandi Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er í beinni útsendingu á Bylgjunni og á Vísi frá klukkan tíu til tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem eru efst á baugi í samfélaginu hverju sinni. 24.3.2024 09:08
Sakar Úkraínu um að hafa hjálpað árásarmönnunum Valdimír Pútín Rússlandsforseti hefur ávarpað rússnesku þjóðina í fyrsta skipti frá því að hryðjuverkamenn gerðu árás á tónleikahöll í nágrenni Moskvu. Fleiri en hundrað manns létu lífið. Í ávarpinu sakar hann Úkraínumenn um að hafa hjálpað árásarmönnunum að komast yfir landamæri Rússlands og Úkraínu að árásinni lokinni. 23.3.2024 16:53
Cameron Diaz eignaðist son Stórleikkonan Cameron Diaz og Benjamin Madden tónlistarmaður hafa eignast sitt annað barn saman. 23.3.2024 14:53
Alvarlegt mál þegar TikTok-stjarna kyssti skjólstæðing Stjórnendur heilsusetursins Sóltúns í Hafnarfirði líta mál sem kom upp síðustu helgi á setrinu þegar TikTok stjarna tók upp myndband af skjólstæðingi heimilisins alvarlegum augum. Forstjóri segir verkferla hafa verið virkjaða og að málinu sé lokið. 23.3.2024 14:25
Bjarnheiður hættir sem formaður SAF Bjarnheiður Hallsdóttir mun láta af störfum sem formaður Samtaka ferðaþjónustunnar eftir sex ára setu. Félagsmenn samtakanna kusu nýja stjórn á aðalfundi á fimmtudaginn. 23.3.2024 11:43
Svandís enn í leyfi þrátt fyrir tilkynningu um annað Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra er enn í veikindaleyfi þrátt fyrir að fram komi á vef Alþingis að hún taki sæti á þinginu á ný í dag. 23.3.2024 11:26
Seinka atkvæðagreiðslu um nýja vopnahlésályktun Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun kjósa um nýja vopnahlésályktun á mánudag, en ekki í dag, eins og lagt var upp með. Atkvæðagreiðslunni er seinkað til þess að ráðið geti rætt tillöguna betur um helgina. 23.3.2024 10:29
Minnst 133 látnir og fjórir grunaðir handteknir Lögreglan í Rússlandi hefur handtekið ellefu í kjölfar skotárásarinnar sem gerð var í tónleikahöll í Moskvu í gærkvöldi. Fjórir þeirra handteknu eru grunaðir um aðild að árásinni, en í henni létust að minnsta kosti 133. 23.3.2024 09:43