Fólk slökkvi á rafmagnsofnum meðan önnur orkufrek raftæki eru notuð Vonast er til þess að rafmagn og heitt vatn verði komið aftur á öll Suðurnes eftir viku. Unnið er að því að byggja nýja heitavatnslögn eftir að hraun flæddi yfir hjáveitulögn í núliðnu eldgosi. 10.2.2024 18:16
Rafmagn komið aftur á í Kópavogi Rafmagn er nú komið aftur á í Kópavogi. Rafmagnslaust var í hluta bæjarins á sjötta tímanum vegna bilunar. 10.2.2024 17:36
Almannavarnir boða til upplýsingafundar Almannavarnir hafa boðað til upplýsingafundar klukkan 17. Á fundinum verður farið yfir atburði síðustu daga á Reykjanesskaganum. Fundinn má sjá í beinni útsendingu hér á Vísi. 10.2.2024 14:50
Hafnar kröfum um vopnahlé og spáir fullnaðarsigri Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael hafnaði í dag vopnahléstillögu Hamas. Þá sagði hann fullnaðarsigur á Gasa væntanlegan á næstu mánuðum. 7.2.2024 23:08
Segir alþjóðasamfélagið gleyma Súdan og vill 570 milljarða í aðstoð Yfirmaður hjálparsamtaka sameinuðu þjóðanna biðlaði í dag til a að gleyma ekki því neyðarástandi sem nú stendur yfir í Súdan, en þar hefur stríð geisað í landinu í tíu mánuði. 7.2.2024 19:29
Seðlabankinn hækkar raunvexti Seðlabankinn tók meðvitaða ákvörðun um það í morgun að hækka raunvexti með því að halda meginvöxtum sínum óbreyttum á sama tíma og verðbólga er að minnka. Seðlabankastjóri segir þetta til marks um að aðgerðir hans gegn verðbólgu hafi skilað árangri. 7.2.2024 19:21
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Seðlabankinn tók meðvitaða ákvörðun um að hækka raunvexti með því að halda meginvöxtum sínum óbreyttum á sama tíma og verðbólga minnkar. Í kvöldfréttum verður farið yfir hvaða áhrif þetta hefur á heimilin og Finnbjörn Hermannsson forseti ASÍ bregst við í beinni útsendingu. 7.2.2024 18:00
Sár árásarmannsins gætu reynst banvæn Maðurinn sem skvetti sýru framan í 31 árs gamla konu og tvær dætur hennar í Lundúnum síðasta miðvikudag áður en hann lagði á flótta, er enn ófundinn. Sár hans gætu að sögn lögreglu reynst banvæn komist hann ekki undir læknishendur. 7.2.2024 17:59
Fyrrverandi forseti Síle lést í þyrluslysi Sebastian Pinera, fyrrverandi forseti Síle, lést í dag þegar þyrla sem hann ferðaðist með féll ofan í stöðuvatn í suðurhluta Síle. Pinera var 74 ára gamall. 6.2.2024 23:55
Landhelgisgæslan greiddi Sportbátum tæpar þrjár milljónir Landhelgisgæslan greiddi fyrirtækinu Sportbátum tæpar þrjár milljónir inn á Zodiak-bát fyrir sjómælingaskipið Baldur í nóvember í fyrra. Fyrirtækið er sagt hafa snuðað björgunarsveitina Skagfirðingasveit um níu milljónir. 6.2.2024 22:48