„Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Stúlka sem var á meðferðarheimilinu Bjargey í Eyjafirði líkir heimilinu við lúxus neyslurými þar sem engar reglur hafi gilt. Við ræðum við stúlkuna í kvöldfréttum en hún segist hafa upplifað mikið öryggisleysi eftir íkveikju vistmanna. 7.11.2025 18:23
Grafalvarleg staða Grafalvarleg staða er að teiknast upp vegna bilunarinnar hjá Norðuráli, segir formaður Verkalýðsfélags Akraness. Samkvæmt nýjustu áætlunum fyrirtækisins er ekki gert ráð fyrir að framleiðsla verði komin í fullan gang fyrr en eftir ár. 7.11.2025 13:06
Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Fleiri eru grunaðir í fjársvikamáli gagnvart íslenskum bönkum en þeir fimm sem handteknir voru um helgina og málið teygir anga sína út fyrir landsteinana. Meðal þess sem fjármunabrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu rannsakar er hvort svikin hafi verið skipulögð og hvort þau hafi staðið yfir í lengri tíma en fyrst var talið. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum á Sýn. 5.11.2025 18:01
Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Atvinnuvegaráðherra deilir áhyggjum áhrifafólks í ferðaþjónustunni af stöðu greinarinnar. Þrátt fyrir erfiðleika til skemmri tíma sé þó bjart fram undan og bæta þurfi í markaðssetningu. Forstjóri Icelandair hvatti stjórnvöld til þess að taka U-beygju í áformum sínum um skattheimtu á greinina í kjölfar uppsagna og afkomuviðvörunar. 5.11.2025 13:06
Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Í könnuninni var annars vegar mælt hversu mikið traust fólk ber til tiltekinna ráðherra og hins vegar hversu lítið. Vantraust til flestra ráðherra eykst talsvert á milli kannana. 4.11.2025 20:01
Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Mennirnir sem eru grunaðir um að hafa stolið hundruðum milljóna af íslenskum bönkum nýttu kerfisvillu til að margfalda upphæðir við millifærslur. Í kvöldfréttum Sýnar verður greint frá nýjum upplýsingum í málinu og farið yfir hvernig verknaðurinn átti sér stað. 4.11.2025 18:07
Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Kauphegðun landsmanna virðist hafa tekið breytingum og forstjóri Haga segir fólk fresta matarinnkaupum fram yfir mánaðamót í auknum mæli. Breytingin bendi til þess að buddur séu teknar að tæmast í lok mánaðar. 4.11.2025 13:01
Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Tveir reyndir lögreglumenn hafa verið ákærðir fyrir brot í starfi. Formaður Landssambands lögreglumanna segir miður að málin séu komin á svo alvarlegt stig en þau komi honum verulega á óvart. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Sýnar. 3.11.2025 18:08
Verðbólguþróunin áhyggjuefni Aukin verðbólga milli mánaða er áhyggjuefni að mati hagfræðings hjá Íslandsbanka. Peningastefnunefnd Seðlabankans horfi til nýrrar mælingar og haldi vöxtum líklega óbreyttum í nóvember. 30.10.2025 12:00
Snjókomumet og umferðaröngþveiti Veðurfræðingur Vegagerðarinnar segir verstu mögulegu spá vera að rætast en appelsínugul veðurviðvörun tekur gildi á suðvesturhluta landsins seinna í dag. Snjókomumet á höfuðborgarsvæðinu fyrir október er nú þegar hríðfallið en meira en þúsund farþegar hafa setið klukkutímum saman fastir í flugvél á flugbrautinni í Keflavík. Við fjöllum ítarlega um veðrið í hádegisfréttum Bylgjunnar og heyrum í fólki sem sat fast í umferðinni í morgun. 28.10.2025 11:50