„Rosalega íslensk umræða“ Allt stefnir í stærsta landsfund í sögu Sjálfstæðisflokksins ef marka má skráningu á fundin sem hófst í morgun. Mikil spenna ríkir í búðum Sjálfstæðismanna en á sunnudaginn lýkur baráttu Áslaugar Örnu og Guðrúnar Hafsteinsdóttur um formannsembættið sem hafi verið drengileg þar til á loka metrunum. 28.2.2025 12:10
Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Nýr kjarasamningur kennara gæti leitt til aukinnar verðbólgu og vaxtahækkunar að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka sem óttast launaskrið vegna samninganna. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar segir ríkið þurfa að koma til móts við sveitarfélög til að standa undir auknum kostnaði. 27.2.2025 19:02
„Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Forseti Alþýðusambands Íslands segir nýgerðan kjarasamning Kennarasambands Íslands hafa komið sér í opna skjöldu. Samningurinn skjóti skökku við og það sé áhyggjuefni hvernig hann verði fjármagnaður. Bæjarstjóri sveitarfélags sem er nú þegar í erfiðri fjárhagsstöðu segir að um krefjandi verkefni verði að ræða. 27.2.2025 12:19
Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Donald Trump, nýkjörin forseti Bandaríkjanna, kvartaði yfir því á föstudaginn að enn þá verði flaggað í hálfa stöng við Hvíta húsið til heiðurs Jimmy Carter, fyrrverandi forseta, daginn sem innsetningarathöfn Trumps í embætti fer fram 20. janúar. 5.1.2025 16:54
Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Mikill stjörnufans var á 80 ára afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar, eins ástsælasta tónlistarmanns þjóðarinnar, sem fóru fram í gær við góðar undirtektir. 5.1.2025 15:56
Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Úkraínski herinn hóf í dag skyndilega gagnsókn enn lengra inn í Kúrskhérað í Rússlandi sem kom rússneskum yfirvöldum í opna skjöldu samkvæmt talsmönnum stjórnvalda í Úkraínu og rússneskum stríðsbloggurum. 5.1.2025 15:10
Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand Tveir voru fluttir með sjúkrabíl á slysadeild eftir tveggja bíla árekstur við gatnamót Bústaðarvegar og Reykjanesbrautar í Reykjavík. 5.1.2025 13:59
„Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Jónas Björn Sigurgeirsson, bókaútgefandi og eiginmaður Rósu Guðbjartsdóttur þingmanns Sjálfstæðisflokksins, segir Edward Pettifer sem lést í hryðjuverkaárásinni í New Orleans á nýársdag hafa verið einstaklega skemmtilegan mann með frábært skopskyn. 5.1.2025 13:32
Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Prófessor í hagfræði leggur til fyrir nýja ríkisstjórn að veita fólki sem vill hafa vaðið fyrir neðan sig og vertakafyrirtækjum í byggingargeiranum skattalegar ívilnanir til að ná enn frekari tökum á verðbólgunni og vöxtum. 5.1.2025 12:00
Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Stærðarinnar glitský blöstu við borgarbúum á himni er þeir nudduðu stýrurnar úr augunum í morgunsárið. Ljósmyndari Vísis lét ekki spyrja sig tvisvar heldur nældi sér í nokkrar frábærar myndir af þessari fögru sjón. 5.1.2025 11:40