Sjö KR-ingar heiðraðir á Anfield Sjö leikmenn úr liði KR sem mætti Liverpool í Evrópukeppni meistaraliða árið 1964 sneru aftur á Anfield, heimavöll enska liðsins, í dag. Þeir voru heiðraðir fyrir leik Liverpool við Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni. 21.9.2024 14:19
Sló 24 ára gamalt met Kára Steins, aftur Sindri Karl Sigurjónsson, 15 ára hlaupari úr Borgarfirði, sló 24 ára gamalt aldurflokkamet Kára Steins Reynissonar í 10 kílómetra götuhlaupi í dag. Þetta er í annað sinn sem hann slær metið, en í fyrra skiptið var það ekki gilt. 21.9.2024 13:30
„Er ekki bara kominn tími til að breyta þessu?“ Annað árið í röð er KA komið í bikarúrslit karla í fótbolta og reynir að fella bikarmeistara Víkings. Þjálfari KA-manna segir menn ekki endilega í hefndarhug, en njóti góðs af reynslu síðasta árs og ákveðnir í að vinna loks bikarinn. 21.9.2024 11:31
UEFA sé að missa þolinmæðina gagnvart Íslandi Eftir langt ferli liggur nú fyrir að Evrópuleikir Víkings fara fram hér á landi í vetur. Fara þarf í vissar aðgerðir áður en að Evrópuboltinn fer að rúlla. 21.9.2024 08:00
„Ætlum að taka bikarinn norður, það er bara staðan“ KA reynir annað árið í röð að fella bikarveldi Víkings á Laugardalsvelli. Félögin mætast í bikarúrslitum karla í fótbolta á morgun. 20.9.2024 19:02
„Held að þetta verði mjög erfiður leikur“ „Allir í liðinu eru mjög spenntir fyrir leiknum og vilja halda áfram góðri leiktíð,“ segir Nikolaj Hansen, fyrirliði Víkings, um bikarúrslitaleik morgundagsins í fótbolta þar sem Víkingur mætir KA. 20.9.2024 16:47
Óttast um öryggi fjölskyldunnar og neyðist til að flytja Dan Campbell, þjálfari Detroit Lions í NFL-deildinni, er að selja hús sitt í Detroit vegna ótta um öryggi fjölskyldu sinnar. Það er í kjölfar þess að stuðningsmenn liðsins fundu út hvar þjálfarinn á heima. 20.9.2024 13:01
Ósætti við úrelta löggjöf: „Sennilega eina þjóðin eftir í heiminum“ Frumvarp hefur verið lagt fyrir Alþingi um að lögleiða atvinnuhnefaleika hérlendis en stundun íþróttarinnar var hér ólögleg með öllu í tæpa hálfa öld. Landsliðsþjálfari Íslands segir bannið byggt á mýtu og að heimilun atvinnumennsku myndi í raun auka öryggi keppenda. 20.9.2024 07:33
Hafi snúist hugur og vilji nú fara til Liverpool Martin Zubimendi, miðjumaður Real Sociedad og spænska landsliðsins í fótbolta, er sagður vilja fara til Liverpool á Englandi. Örfáar vikur eru síðan hann hafnaði félaginu. 19.9.2024 10:32
Sjáðu öll mörkin og ævintýralegt klúður Gazzaniga Mörkin létu á sér standa framan af Meistaradeildarkvöldi gærdagsins en urðu að endingu 13 talsins. Tveimur leikjum lauk með markalausu jafntefli. 19.9.2024 09:31