Íþróttafréttamaður

Valur Páll Eiríksson

Valur Páll er íþróttafréttamaður á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni.

Nýjustu greinar eftir höfund

Mbappé brjálaður vegna kebabs og hótar lög­sókn

Kylian Mbappé hyggst lögsækja eiganda kebabstaðar í Marseille vegna lýsingar á samloku á staðnum sem vísar í nafn hans. Brauðinu í lokunni er sagt líkja til höfuðlags frönsku stjörnunnar.

Gylfi Þór orðinn leik­maður Vals

Gylfi Þór Sigurðsson hefur samið við Val um að leika með félaginu í Bestu deild karla í fótbolta næsta sumar. Gylfi semur til tveggja ára en skrifað var undir í Montecastillo á Spáni nú í morgun.

Þriðju deildarliðið sjokkerar menn í Þýska­landi

Þriðju deildarlið Saarbrücken fer mikinn í þýsku bikarkeppninni og vann enn einn stórsigurinn í gær. Borussia Mönchengladbach er nýjasta fórnarlamb Saarbrücken sem er komið í undanúrslit bikarkeppninnar.

Ó­ljóst hvort Albert megi spila ef niður­felling er kærð

Þorvaldur Örlygsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, hefur staðfest að Åge Hareide, landsliðsþjálfara karla, sé frjálst að velja Albert Guðmundsson í hópinn fyrir komandi verkefni gegn Ísrael. Verði niðurstaða Héraðssaksóknara kærð vandast staðan.

Liðið sem getur ekki unnið vítaspyrnukeppni

Arsenal komst í gærkvöld áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu á kostnað portúgalska liðsins Porto. Það er ekkert nýtt að Porto tapi í vítaspyrnukeppni.

Danir hægja á Ofurdeildinni

Efsta deild karla í Danmörku, Danska ofurdeildin (d. Superligaen), hefur unnið mál gegn Evrópsku ofurdeildinni (e. The Super League), sem lögð hefur verið til. Sú evrópska þarf að líkindum að breyta um nafn, verði hún að veruleika.

Mættur í stærsta fé­lag Ís­lands og vill hjálpa KR að vinna titla

„Að fá að spila fyrir stærsta félag Íslands. Flestir titlar, sagan segir sitt. Ég er mjög sáttur að vera kominn hingað,“ sagði Axel Óskar Andrésson, nýjasti leikmaður KR í Bestu deild karla í knattspyrnu. Hann var eftirsóttur en valdi á endanum KR og stefnir á að sýna landi og þjóð hvað hann getur í sumar.

„Verður ekki aftur snúið“

Stórt skref var stigið í átt að nýrri Þjóðarhöll í dag er verkið var auglýst fyrir samkeppnisútboð. Ráðherra og formaður Þjóðarhallar ehf eru bjartsýnir á framhaldið.

Axel Óskar orðinn leik­maður KR

Varnarmaðurinn Axel Óskar Andrésson hefur samið við KR um að leika með félaginu í Bestu deild karla í sumar. Axel kemur til liðsins frá Örebro í Svíþjóð.

Sjá meira