Slök byrjun með stjörnurnar í straffi Frakklandsmeistarar Paris Saint-Germain fara ekki vel af stað í frönsku úrvalsdeildinni. Markalaust jafntefli niðurstaðan í leik þar sem leikmenn utan liðsins vekja meiri athygli en þeir innan hans. 12.8.2023 20:55
Kane enn titlalaus vegna ótrúlegs Olmo Dani Olmo stal fyrirsögnunum í fyrsta leik Harry Kane fyrir Bayern München í kvöld. Hann skoraði öll þrjú mörk RB Leipzig í 3-0 sigri sem tryggði liðinu í leiðinni þýska ofurbikarinn. 12.8.2023 20:40
Grill og heitur pottur í kvöld en Mahomes-hugarfarið á morgun Hlynur Geir Hjartarson, kylfingur úr Golfklúbbi Selfoss, er með fjögurra högga forystu fyrir lokahringinn á Íslandsmótinu í golfi sem fram fer á Urriðavelli um helgina. Hann ætlar að njóta á morgun og sækir síðu í bók ruðningskappans Patrick Mahomes í aðdragandanum. 12.8.2023 20:00
Þróttur úr fallsæti eftir sjö marka leik Þróttur fór upp úr fallsæti Lengjudeildar karla með 4-3 sigri á Selfossi í Laugardal. Fallbaráttan harðnar fyrir vikið. 12.8.2023 19:24
Stórtap í Tyrklandi Íslenska karlalandsliðið í körfubolta átti ekki roð í það tyrkneska í fyrsta leik liðsins í forkeppni fyrir Ólympíuleikana í Istanbúl í dag. Tyrkir unnu 17 stiga sigur. 12.8.2023 18:47
Þrjú víti er Jón Dagur skoraði í tapi Jón Dagur Þorsteinsson var á skotskónum í liði OH Leuven sem tapaði 5-1 fyrir toppliði Union St. Gilloise í belgísku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Leuven leitar enn fyrsta sigurs leiktíðarinnar. 12.8.2023 18:30
Hlynur efstur eftir hrun Guðmundar og Andra Hlynur Geir Hjartarson er með fjögurra högga forystu í karlaflokki á Íslandsmótinu í golfi sem fram fer á Urriðavelli. Andra Þór Björnssyni og Guðmundi Ágústi Kristjánssyni fataðist hressilega flugið. 12.8.2023 18:19
Hulda á miklu flugi en Ragnhildur áfram efst Hulda Clara Gestsdóttir spilaði best allra kvenna á Íslandsmótinu í golfi á Urriðavelli í dag. Ragnhildur Kristinsdóttir heldur þó tveggja högga forystu sinni. 12.8.2023 17:36
Viktor tekur við í Vesturbæ Viktor Bjarki Arnarsson er nýr þjálfari Knattspyrnufélags Vesturbæjar og freistar þess að bjarga liðinu frá falli úr 2. deild. 12.8.2023 17:00
Ekki heyrt frá Fram: „Kjaftasaga sem ég veit ekki hvaðan kemur“ Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fráfarandi þjálfari Keflavíkur, kveður niður orðróma þess efnis að hann sé að taka við Fram. Hann var leystur undan störfum hjá Keflavíkurliðinu í gær. 11.8.2023 16:20