
Hádegisfréttir Bylgjunnar
Neyðaraðstoð var hleypt inn á Gasasvæðið í morgun í fyrsta sinn frá því stríð Ísraelsmanna og Hamas hófst fyrir sléttum tveimur vikum. Birgðirnar eru þó aðeins dropi í hafið, að sögn framkvæmdastjóra Rauðakrossins á Íslandi. Tímamót urðu í gær þegar Hamas sleppti fyrstu gíslum sínum úr haldi frá upphafi innrásar.