Fréttir

Atlantic Petroleum féll um tæp tuttugu prósent
Gengi bréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum féll um nítján prósent í Kauphöllinni í dag, sem er langmesta lækkun dagsins. Á sama tíma féllu bréf Atorku Group um 7,69 prósent og Century Aluminum um 7,06 prósent.

Atorka rýkur upp í agnarsmáum viðskiptum
Gengi hlutabréfa í Atorku Group hækkaði um 7,69 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni í dag. Þetta er mesta hækkun dagsins þótt ein viðskipti upp á 56 krónur standi á bak við þau.

Miklar sveiflur á bandarískum fjármálamörkuðum
Gengi hlutabréfa féll talsvert eftir sveiflukenndan dag á bandarískum fjármálamörkuðum í dag.

Össur og Marel hækka í byrjun dags
Gengi hlutabréfa í Össur og Marel Food Systems er það eina sem hefur hækkað í Kauphöllinni frá því viðskipti hófust á hlutabréfamarkaði í dag.

Gengi Bakkavarar aldrei lægra
Gengi hlutabréfa í Bakkvör féll um 6,41 prósent í Kauphöllinni í dag. Bréfin enduðu í 3,65 krónum á hlut og hafa aldrei verið lægri. Til viðmiðunar fóru þau lægst í 4,5 krónur á hlut eftir skráningu fyrir átta árum.

Icelandair Group hækkar mest í byrjun dags
Gengi hlutabréfa í Icelandair Group hækkaði um 0,9 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni. Þetta er sömuleiðis mesta hækkunin. Á eftir fylgdu Marel, sem fór upp um 0,5 prósent og Færeyjabanki, sem hækkaði um 0,36 prósent.

Gengi Google ekki lægra í þrjú ár
Gengi hlutabréfa í bandaríska netleitarrisanum Google fór niður um 300 bandaríkjadala markið á þarlendum hlutabréfamarkaði í dag en það hefur ekki verið lægra síðan síðla árs 2005.

Talsvert verðfall á Wall Street
Helstu hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum féllu verulega á hlutabréfamörkuðum í dag. Fjárfestar þykja afar svartsýnir um horfur í efnahagsmálum auk þess sem ákvörðun stjórnvalda að kaupa ekki verðbréf og aðra vafninga sem hafa brennt stórt gat í efnahagsreikning banka og fjármálafyrirtækja olli miklum vonbrigðum.

Marel Food Systems toppaði daginn
Gengi hlutabréfa í Marel Food Systems hækkaði mest í Kauphöllinni í dag, eða um 5,09 prósent. Á eftir kom Össur, sem hækkaði um 3,81 prósent, og Icelandair Group, en gengi bréfa í félaginu fór upp um 0,75 prósent.

Enn hækkar Össur
Gengi hlutabréfa í stoðtækjafyrirtækinu Össur hækkaði um 5,82 prósent í Kauphöllinni í byrjun dags. Líkt og fram kom í Markaðnum í morgun eru hlutabréf Össurar þau einu sem hafa hækkað á árinu af þeim fyrirtækjum sem teljast til Úrvalsvísitölu-fyrirtækja.

Einfaldur meirihluti dugir
Tuttugu og fjórir fulltrúar sitja í stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins IMF). Þeir eru ýmist fulltrúar einstakra ríkja eða hópa ríkja. Atkvæði hvers um sig hefur mismikið vægi. Bandaríkjamenn ráða langmestu um afdrif umsókna, en í tilviki Íslands ræður einfaldur meirihluti hvort umsókn verður samþykkt eða felld.

Fleiri leiðir kunna að vera til
„Í tillögum mínum er ekki gert ráð fyrir aðstoð sjóðsins. Fyrstu tveir liðirnir eru beinlínis í andstöðu við þær ráðstafanir sem þegar hafa verið kynntar á grundvelli áætlunar sjóðsins," segir Lilja Mósesdóttir hagfræðingur. Hún hefur lagt til áætlun í sjö liðum, meðal annars til að vekja athygli á því að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn leiði Íslendinga til að fara aðrar leiðir til að kljást við alþjóðlegu fjármálakreppuna en mörg önnur ríki geri, til að mynda Bandaríkjamenn og margar Evrópuþjóðir.

Össur einn á uppleið í Kauphöllinni
Gengi bréfa í stoðtækjaframleiðandanum Össur hækkaði um 0,91 prósent í dag. Þetta er eina hækkunin dagsins.

Bakkavör lækkar um tæpt prósent
Gengi hlutabréfa í Bakkavör hefur lækkað um 0,95 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni. Gengi bréfa í fyrirtækinu stendur nú í 4,17 krónum á hlut og hefur aldrei verið lægra.

Fjárfestar áhyggjufullir í Bandaríkjunum
Gengi hlutabréfa lækkaði á bandarískum hlutabréfamörkuðum í dag eftir nokkuð jákvæða byrjun. Fjármálaskýrendur eru nokkuð sammála um að mikil hækkun á hlutabréfaverði í Asíu og í Evrópu í dag í kjölfar efnahagsaðgerða kínverskra stjórnvalda hafi hleypt mönnum kapp í kinn fyrstu metrana. Þegar á leið og uppgjör bandarískra stórfyrirtækja tók að skila sér í hús gerðust þeir hins vegar á ný uggandi um horfurnar í þarlendu efnahagslífi til skamms tíma litið.

Össur hækkaði mest í Kauphöllinni
Gengi hlutabréfa í stoðtækjafyrirtækinu toppaði daginn með hækkun upp á 6,24 prósent í Kauphöllinni. Á eftir fylgdi Century Aluminum, móðurfélag álversins á Grundartanga, sem hækkaði um 2,58 prósent, og Marel Food Systems, sem hækkaði um 1,44 prósent.

Össur hækkar einn í Kauphöllinni
Gengi hlutabréfa í stoðtækjafyrirtækinu Össuri hefur hækkað um 0,97 prósent í sex viðskiptum upp á 38 milljónir króna í Kauphöllinni í dag. Þetta er eina hreyfingin á íslenskum hlutabréfamarkaði frá því viðskipti hófust fyrir tæpum tuttugu mínútum.

Evrópskir markaðir smitast af uppsveiflu í Asíu
Hlutabréfamarkaðir víða um heim tóku vel við sér í kjölfar ákvörðunar kínverskra stjórnvalda að setja jafnvirði 586 milljarða Bandaríkjadala inn í hagkerfið til að sporna við áhrifum fjármálakreppunnar næst tvö ár. Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, og fleiri telja aðgerðirnar geta haft jákvæð áhrif víða um heim.

Fjárfestar kátir í Asíu
Gengi hlutabréfa hækkaði talsvert í Asíu í nótt eftir að kínversk stjórnvöld ákváðu að dæla fé inn í efnahagslífið með það fyrir augum að blása lífi í hagkerfið.

Obama gladdi bandaríska fjárfesta
Fjárfestar fóru væntanlega margir hverjir glaðir inn í helgina í Bandaríkjunum í dag eftir hækkun á þarlendum hlutabréfamarkaði í kjölfar verðfalls síðustu tvo daga á undan.

Össur steig hæst í Kauphöllinni í dag
Gengi hlutabréfa í stoðtækjafyrirtækinu Össuri hækkaði um 3,56 prósent í Kauphöllinni í dag. Þetta er mesta hækkun dagsins. Þá hækkaði gengi bréfa í Atorku um 1,82 prósent, Eimskipafélagsins um 1,5 prósent og Marel Food Systems um 1,33.

Össur og Marel hækka í morgunsárið
Gengi hlutabréfa í Össuri hækkaði um 0,85 prósent í Kauphöllinni dag og í Marel Food Systems um 0,8 prósent. Þetta eru einu hækkanir dagsins.

Atorka og Össur hækkuðu ein í dag
Gengi hlutabréfa í Atorku Group hækkaði um tíu prósent í dag og í Össuri um 0,34 prósent. Þetta er eina hækkun dagsins á annars rauðum degi.

Seðlabanki Sviss lækkar stýrivexti
Svissneski seðlabankinn lækkaði stýrivexti um hálft prósentustig í dag og fara vextir við það í tvö prósent. Vaxtaákvörðunin er í beinu framhaldi af vaxtalækkun evrópska seðlabankans, að sögn Associated Press-fréttastofunnar.

Englandsbanki lækkar stýrivexti um 1,5 prósent
Englandsbanki lækkaði stýrivexti um 1,5 prósent prósent fyrir stundu og fara vextirnir við það í þrjú prósent. Þetta er talsvert meira en reiknað var með en líkt og greint var frá í morgun spáðu því flestir að vextirnir færu niður um eitt prósent í mesta lagi.

Century Aluminum fellur um sex prósent
Gengi hlutabréfa í Century Aluminum hefur fallið um 6,38 prósent frá því viðskipti hófust á hlutabréfamarkaði í Kauphöllinni í dag. Þá hefur gengi bréfa í Marel Food Systems lækkað um 0,65 prósent. Aðrar hreyfingar eru ekki í Kauphöllinni.

Fall á evrópskum hlutabréfamörkuðum
Gengi hlutabréfa hefur almennt lækkað mikið í evrópskum fjármálamörkuðum í dag. Virðist sem ótti bandarískra fjárfesta og fall vestanhafs í gær um óburðugt alþjóðlegt hagkerfi og hugsanlegt samdráttarskeið víða hafi smitað út frá sér heiminn á enda.

Líkur á mikilli stýrivaxtalækkun í Evrópu
Greinendur og fjármálasérfræðingar reikna flestir með mikilli lækkun stýrivaxta í Evrópu í dag. Vaxtaákvörðunardagur er víðar en hér á landi, svo sem hjá evrópska seðlabankanum og Englandsbanka í Bretlandi.

Marel og Bakkavör hækka í byrjun dags
Gengi hlutabréfa í Marel Food Systems, sem skilaði góðu uppgjöri í gær, hækkaði talsvert í Kauphöllinni í byrjun dags, eða um 3,45 prósent. Þá hækkaði gengi bréfa í Bakkavör um 0,88 prósent á fyrsta stundarfjórðungi dagsins eftir tólf prósenta fall í gær.

Kosningagleði á bandarískum hlutabréfamarkaði
Kosningagleði smitaði út frá sér inn á hlutabréfamarkaði víða um heim í dag, ekki síst í Bandaríkjunum, og enduðu vísitölur víðast hvar í góðum plús