Fréttir Grundarfjörður fullur af síld Grundarfjörður er fullur af síld og náði Krossey frá Hornafirði að fylla skipið í tveimur köstum þar í dag en síld hefur ekki verið veidd í firðinum í tugi ára. Starfsmenn Hafrannsóknastofnunar rannsaka hvort það var þetta mikla magn síldar sem varð til þess að tuttugu tonn af eldisþorski drapst í firðinum. Innlent 12.1.2007 17:16 Flutningaskip strandar við Noregsstrendur Stórt flutningaskip strandaði rétt í þessu fyrir utan Bergen og hefur norska strandgæslan hafið björgunaraðgerðir til þess að koma skipverjum í land. Skipið var ekki með farm en það var á leið til Murmansk að ná í farm. Einhver hætta er talin á því að olía geti lekið úr vélarrúminu. Leki er þegar kominn að vélarrúmi skipsins en veður er slæmt á strandstað. Erlent 12.1.2007 18:27 Dæmdur fyrir skattsvik Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í dag mann fyrir skattsvik og þarf hann að greiða rúmar átta milljónir í sekt til ríkissjóðs. Hann var einnig dæmdur til þriggja mánaða skilorðsbundins fangelsis. Maðurinn var sakfelldur fyrir að skila virðisaukaskattskýrslum og staðgreiðsluskilagreinum of seint og einnig fyrir vanskil á virðisaukaskatti og staðgreiðslu opinberra gjalda. Innlent 12.1.2007 17:58 Atvinnuleysi jókst lítillega á milli mánaða Atvinnuleysi í desember hækkaði lítillega frá fyrri mánuði eða úr 1,1 prósent í 1,2 prósent, samkvæmt mælingum Vinnumálastofnunar. Í desember voru að meðaltali 1.879 manns á atvinnuleysisskrá sem er fjölgun um 130 manns á milli mánaða. 17.000 erlendir starfsmenn unnu hér á landi í fyrra en reiknað er með að stór hluti þeirra fari aftur til síns heima að stóriðjuframkvæmdum loknum. Viðskipti innlent 12.1.2007 17:20 Lega álvers í Helguvík ákveðin Sveitarfélögin Reykjanesbær og Garður hafa sent frá sér fréttatilkynningu þar sem þau segja frá því að sátt hafi náðst um legu lóðar fyrirhugaðs álvers í Helguvík. Innlent 12.1.2007 17:29 40 milljarða króna jöklabréf gefin út í dag Hollenski bankinn Rabobank hefur gefið út svokölluð jöklabréf fyrir sem nemur 40 milljörðum íslenskra króna. Útgáfan er sú mesta frá upphafi, en þær hafa að jafnaði verið í kring um þrjá milljarða króna. Viðskipti innlent 12.1.2007 16:08 EMI gefur út neikvæða afkomuviðvörun Útgáfufyrirtækið EMI hefur sagt upp forstjóra fyrirtækisins og stjórnarmanni og hefur kynnt ýmsar ráðstafanir til að bæta afkomu fyrirtækisins í kjölfar dræmrar sölu um jólin. Fyrirtækið sendi frá sér neikvæða afkomuviðvörun í dag vegna samdráttar. Gengi félagsins féll um 10 prósent í kauphöll Lúnduna í Bretlandi vegna fréttanna. Viðskipti erlent 12.1.2007 15:14 Al-Kaída-menn sagðir í Pakistan Leiðtogar al-Kaída hryðjuverkanetsins hafast við í Pakistan og þaðan vinna þeir að því að styrkja samtökin um allan heim. Þetta er mat Johns Negroponte, yfirmanns leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna og verðandi aðstoðarutanríkisráðherra. Erlent 12.1.2007 13:07 Flugskeyti skotið að bandarísku sendiráði Talið er að öfgasinnaðir vinstrimenn hafi verið að verki þegar flugskeyti var skotið að sendiráði Bandaríkjanna í Aþenu í Grikklandi í morgun. Enginn særðist í árásinni. Erlent 12.1.2007 13:05 Góð vetrarfærð og greiðfært í borginni Góð vetrarfærð er á landinu og greiðfært um höfuðborgarsvæðið þrátt fyrir snjóinn sem kyngdi niður í nótt. Innlent 12.1.2007 12:10 Ford lokar verksmiðju í Bandaríkjunum Bandaríski bílaframleiðandinn Ford hefur ákveðið að loka einni af verksmiðjum fyrirtækisins í Indianapolis í Bandaríkjunum á næsta ári. Að sögn fyrirtækisins er verksmiðjan úreld. Starfsmönnum verksmiðjunnar, sem eru 1.700 talsins, hefur ýmist verið boðnir starfslokasamningar eða að þeir hefji töku lífeyris fyrr en ella. Viðskipti erlent 12.1.2007 11:36 Íslendingar flytja mikið út til Sádi-Arabíu Vöruútflutningur frá Íslandi til Sádi-Arabíu var þrisvar sinnum meiri en frá Sádi-Arabíu til Íslands árið 2005. Stjórnarformaður verslunarráðs Sádi-Arabíu segir löndin tvö hafa myndað með sér traust viðskiptasamband, að sögn fréttastofunnar Arab News. Viðskipti innlent 12.1.2007 10:20 Minni hagnaður hjá Samsung Hagnaður suður-kóreska tækniframleiðandans Samsung dróst saman um 8,5 prósent á síðasta fjórðungi liðins árs. Helsta ástæðan eru verðlækkanir á minnikortum, farsímum og flatskjássjónvörpum. Viðskipti erlent 12.1.2007 09:39 Verðbólgan mælist 6,9 prósent Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,26 prósent á milli mánaða, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands. Þetta jafngildir því að verðbólgan hafi lækkað úr 7,0 prósentum í 6,9 prósent síðastliðna 12 mánuði. Greiningardeildir viðskiptabankanna voru ekki á einu máli í spám sínum og gerðu ráð fyrir allt frá óbreyttri vísitölu neysluverðs á milli mánaða til 0,2 prósenta hækkunar og að verðbólga gæti farið niður í allt að 6,6 prósent. Viðskipti innlent 11.1.2007 22:11 Bandaríkjamenn handtaka sex Írani Íraski herinn skýrði frá því í kvöld að alþjóðlegt herlið undir forystu Bandaríkjamanna hneppti í dag sex Írana í varðhald eftir að hafa ráðist á ræðismannsskrifstofu Írans í borginni Irbil. Bandaríski herinn sagðist hafa handtekið sex manns á sama svæði en minntist ekkert Írana eða ræðismannsskrifstofu. Erlent 11.1.2007 23:23 Prestur dæmdur til dauða Hæstiréttur í Nígeríu hefur dæmt prest til dauða fyrir að hafa brennt sex konur en ein af þeim lést af sárum sínum á sjúkrahúsi. Presturinn, sem kallaður er séra Kóngur, var fundinn sekur um fimm morðtilraunir og eitt morð. Erlent 11.1.2007 23:14 Bloggarar metnir til jafns við fjölmiðla Réttaryfirvöld í Washington í Bandaríkjunum hafa ákveðið að leyfa bloggurum að fylgjast með réttarhöldunum yfir Lewis Libby, fyrrum aðstoðarmanni Dick Cheney, til jafns við hefðbundna fjölmiðla. Munu þeir fá alls fjögur sæti við réttarhöldin en búist er við því að Cheney eigi eftir að bera vitni við þau. Erlent 11.1.2007 22:52 Samúræji til bjargar! Lögreglan í bænum South Shields í Bretlandi er að reyna að hafa upp á dularfullum samúræja sem birtist upp úr þurru og hjálpaði tveimur lögreglumönnum að verjast þremur vopnuðum glæpamönnum og handtaka þá. Dularfulli samúræjinn hvarf síðan út í næturmyrkrið, sporlaust. Erlent 11.1.2007 22:37 Klósettfiskabúr? Þeir sem ætla sér að endurnýja baðherbergið hjá sér á næstunni gætu haft áhuga á því nýjasta í bransanum, klósett sem er líka fiskabúr. Klósettið, sem á frummálinu er kallað „Fish 'n Flush“, er gegnsætt og samanstendur af vatnskassa og fiskabúri. Erlent 11.1.2007 22:22 Átök í Líbanon Vígamenn múslima og líbanskar hersveitir börðust í dag í suðurhluta Líbanon og þurftu hundruð manna að flýja heimili sín vegna þess. Hefur fólkið meðal annars leitað sér hælis í moskum nálægt heimilum sínum. Samkvæmt heimildum meiddust tveir hermenn þegar á þá var skotið við leit í bíl og varð það upphafið að átökunum. Erlent 11.1.2007 22:05 NATO banar 150 talibönum Norðuratlantshafsbandalagið (NATO) skýrði frá því í dag að það hefði banað allt að 150 vígamönnum talibana í bardögum í austurhluta Afganistan síðastliðna daga. Herlið frá Pakistan hjálpaði til við undirbúning bardagans. Erlent 11.1.2007 21:47 Bangladesh frestar kosningum Yfirvöld í Bangladesh hafa frestað umdeildum kosningum sem áttu að fara fram þann 22. janúar næstkomandi þar sem forseti millibilsstjórnar landsins sagði af sér í dag. Ástæðan fyrir afsögn hans er talin vera mikil gagnrýni á hann fyrir að undirbúa kosningarnar ekki nógu vel en talið er að afsögn hans eigi eftir að draga úr óstöðugleika í landinu. Erlent 11.1.2007 21:11 Refsiaðgerðir hafa ekki áhrif á Íran Yfirmaður leyniþjónustna Bandaríkjanna, John Negroponte, sagði í ræðu í öldungadeild Bandaríska þingsins í kvöld að Íran gæti staðið af sér þær efnhagsþvinganir sem alþjóðasamfélagið hefur sett á landið. Bandaríkjastórn bindur einmitt vonir við hið andstæða, nefnilega að Íran eigi eftir að láta undan þrýstingnum og hætta við kjarnorkuverkefni sín. Erlent 11.1.2007 20:53 Þingið rýmkar lög um stofnfrumurannsóknir Bandaríska þingið, sem nú er undir stjórn demókrata, greiddi í dag atkvæði með þeirri tillögu að aflétta takmörkunum á fjármögnun stofnfrumurannsókna sem George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, hafði áður sett. Erlent 11.1.2007 20:29 Gates segir aukninguna til skamms tíma Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Robert Gates, sagði við fréttamenn í dag að hann búist við því að aukningin á hermönnum í Írak myndi aðeins vara í nokkra mánuði fremur en ár. Erlent 11.1.2007 20:09 Búist við árekstri skips og borpalls í Norðursjó Björgunarsveitir þurfa að sækja starfsmenn olíuborpalls á Norðursjó þar sem stjórnlaust skip er við það rekast á hann samkvæmt fréttum frá strandgæslunni í Bretlandi. Alls voru 30 starfsmenn á borpallinum og er þegar búið að flytja 20 þeirra í land með þyrlum. Erlent 11.1.2007 20:02 Stór skjálftahrina fyrir utan Siglufjörð Stór jarðskjálftahrina fór í gang um 30 kílómetra norður fyrir Siglufirði klukkan hálfsex í kvöld. Entist hún í rúman klukkutíma og urðu skjálftarnir 17 talsins og þar af voru fimm þeirra 3 á Richter. Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur sagði í samtali við fréttamann Vísis að ekki væri óalgengt að svona hrina yrði á nokkura ára fresti á þessum stað. Innlent 11.1.2007 19:29 Fimm ár frá því Guantanamo-búðirnar tóku til starfa Fimm ár eru liðin frá því að fyrstu fangarnir komu til fangabúða Bandaríkjamanna við Guantanamo-flóa á Kúbu vegna gruns um aðild að hryðjuverkum. Af þessu tilefni efndi Íslandsdeild Amnesty International til útifundar á Lækjartorgi nú síðdegis. Innlent 11.1.2007 18:24 Ruddust inn á ræðismannsskrifstofurnar Bandaríska ríkisstjórnin ætlar að fjölga í herliði sínu í Írak um rösklega tuttugu þúsund manns á næstu vikum í þeirri von að þar með dragi úr ofbeldinu í landinu. Hersveitir Bandaríkjamanna réðust inn í ræðismannsskrifstofur Írans í bænum Irbil í Norður-Írak í dag. Erlent 11.1.2007 18:20 Spilaði frá sér fjölskylduna Tæpleg fertugur spilafíkill spilaði frá sér tvær eiginkonur. Hann hætti að spila fyrir fjórum árum en skuldar yfir fimmtán milljónir króna og er með ónýtt nafn í bönkunum. Innlent 11.1.2007 18:11 « ‹ 255 256 257 258 259 260 261 262 263 … 334 ›
Grundarfjörður fullur af síld Grundarfjörður er fullur af síld og náði Krossey frá Hornafirði að fylla skipið í tveimur köstum þar í dag en síld hefur ekki verið veidd í firðinum í tugi ára. Starfsmenn Hafrannsóknastofnunar rannsaka hvort það var þetta mikla magn síldar sem varð til þess að tuttugu tonn af eldisþorski drapst í firðinum. Innlent 12.1.2007 17:16
Flutningaskip strandar við Noregsstrendur Stórt flutningaskip strandaði rétt í þessu fyrir utan Bergen og hefur norska strandgæslan hafið björgunaraðgerðir til þess að koma skipverjum í land. Skipið var ekki með farm en það var á leið til Murmansk að ná í farm. Einhver hætta er talin á því að olía geti lekið úr vélarrúminu. Leki er þegar kominn að vélarrúmi skipsins en veður er slæmt á strandstað. Erlent 12.1.2007 18:27
Dæmdur fyrir skattsvik Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í dag mann fyrir skattsvik og þarf hann að greiða rúmar átta milljónir í sekt til ríkissjóðs. Hann var einnig dæmdur til þriggja mánaða skilorðsbundins fangelsis. Maðurinn var sakfelldur fyrir að skila virðisaukaskattskýrslum og staðgreiðsluskilagreinum of seint og einnig fyrir vanskil á virðisaukaskatti og staðgreiðslu opinberra gjalda. Innlent 12.1.2007 17:58
Atvinnuleysi jókst lítillega á milli mánaða Atvinnuleysi í desember hækkaði lítillega frá fyrri mánuði eða úr 1,1 prósent í 1,2 prósent, samkvæmt mælingum Vinnumálastofnunar. Í desember voru að meðaltali 1.879 manns á atvinnuleysisskrá sem er fjölgun um 130 manns á milli mánaða. 17.000 erlendir starfsmenn unnu hér á landi í fyrra en reiknað er með að stór hluti þeirra fari aftur til síns heima að stóriðjuframkvæmdum loknum. Viðskipti innlent 12.1.2007 17:20
Lega álvers í Helguvík ákveðin Sveitarfélögin Reykjanesbær og Garður hafa sent frá sér fréttatilkynningu þar sem þau segja frá því að sátt hafi náðst um legu lóðar fyrirhugaðs álvers í Helguvík. Innlent 12.1.2007 17:29
40 milljarða króna jöklabréf gefin út í dag Hollenski bankinn Rabobank hefur gefið út svokölluð jöklabréf fyrir sem nemur 40 milljörðum íslenskra króna. Útgáfan er sú mesta frá upphafi, en þær hafa að jafnaði verið í kring um þrjá milljarða króna. Viðskipti innlent 12.1.2007 16:08
EMI gefur út neikvæða afkomuviðvörun Útgáfufyrirtækið EMI hefur sagt upp forstjóra fyrirtækisins og stjórnarmanni og hefur kynnt ýmsar ráðstafanir til að bæta afkomu fyrirtækisins í kjölfar dræmrar sölu um jólin. Fyrirtækið sendi frá sér neikvæða afkomuviðvörun í dag vegna samdráttar. Gengi félagsins féll um 10 prósent í kauphöll Lúnduna í Bretlandi vegna fréttanna. Viðskipti erlent 12.1.2007 15:14
Al-Kaída-menn sagðir í Pakistan Leiðtogar al-Kaída hryðjuverkanetsins hafast við í Pakistan og þaðan vinna þeir að því að styrkja samtökin um allan heim. Þetta er mat Johns Negroponte, yfirmanns leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna og verðandi aðstoðarutanríkisráðherra. Erlent 12.1.2007 13:07
Flugskeyti skotið að bandarísku sendiráði Talið er að öfgasinnaðir vinstrimenn hafi verið að verki þegar flugskeyti var skotið að sendiráði Bandaríkjanna í Aþenu í Grikklandi í morgun. Enginn særðist í árásinni. Erlent 12.1.2007 13:05
Góð vetrarfærð og greiðfært í borginni Góð vetrarfærð er á landinu og greiðfært um höfuðborgarsvæðið þrátt fyrir snjóinn sem kyngdi niður í nótt. Innlent 12.1.2007 12:10
Ford lokar verksmiðju í Bandaríkjunum Bandaríski bílaframleiðandinn Ford hefur ákveðið að loka einni af verksmiðjum fyrirtækisins í Indianapolis í Bandaríkjunum á næsta ári. Að sögn fyrirtækisins er verksmiðjan úreld. Starfsmönnum verksmiðjunnar, sem eru 1.700 talsins, hefur ýmist verið boðnir starfslokasamningar eða að þeir hefji töku lífeyris fyrr en ella. Viðskipti erlent 12.1.2007 11:36
Íslendingar flytja mikið út til Sádi-Arabíu Vöruútflutningur frá Íslandi til Sádi-Arabíu var þrisvar sinnum meiri en frá Sádi-Arabíu til Íslands árið 2005. Stjórnarformaður verslunarráðs Sádi-Arabíu segir löndin tvö hafa myndað með sér traust viðskiptasamband, að sögn fréttastofunnar Arab News. Viðskipti innlent 12.1.2007 10:20
Minni hagnaður hjá Samsung Hagnaður suður-kóreska tækniframleiðandans Samsung dróst saman um 8,5 prósent á síðasta fjórðungi liðins árs. Helsta ástæðan eru verðlækkanir á minnikortum, farsímum og flatskjássjónvörpum. Viðskipti erlent 12.1.2007 09:39
Verðbólgan mælist 6,9 prósent Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,26 prósent á milli mánaða, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands. Þetta jafngildir því að verðbólgan hafi lækkað úr 7,0 prósentum í 6,9 prósent síðastliðna 12 mánuði. Greiningardeildir viðskiptabankanna voru ekki á einu máli í spám sínum og gerðu ráð fyrir allt frá óbreyttri vísitölu neysluverðs á milli mánaða til 0,2 prósenta hækkunar og að verðbólga gæti farið niður í allt að 6,6 prósent. Viðskipti innlent 11.1.2007 22:11
Bandaríkjamenn handtaka sex Írani Íraski herinn skýrði frá því í kvöld að alþjóðlegt herlið undir forystu Bandaríkjamanna hneppti í dag sex Írana í varðhald eftir að hafa ráðist á ræðismannsskrifstofu Írans í borginni Irbil. Bandaríski herinn sagðist hafa handtekið sex manns á sama svæði en minntist ekkert Írana eða ræðismannsskrifstofu. Erlent 11.1.2007 23:23
Prestur dæmdur til dauða Hæstiréttur í Nígeríu hefur dæmt prest til dauða fyrir að hafa brennt sex konur en ein af þeim lést af sárum sínum á sjúkrahúsi. Presturinn, sem kallaður er séra Kóngur, var fundinn sekur um fimm morðtilraunir og eitt morð. Erlent 11.1.2007 23:14
Bloggarar metnir til jafns við fjölmiðla Réttaryfirvöld í Washington í Bandaríkjunum hafa ákveðið að leyfa bloggurum að fylgjast með réttarhöldunum yfir Lewis Libby, fyrrum aðstoðarmanni Dick Cheney, til jafns við hefðbundna fjölmiðla. Munu þeir fá alls fjögur sæti við réttarhöldin en búist er við því að Cheney eigi eftir að bera vitni við þau. Erlent 11.1.2007 22:52
Samúræji til bjargar! Lögreglan í bænum South Shields í Bretlandi er að reyna að hafa upp á dularfullum samúræja sem birtist upp úr þurru og hjálpaði tveimur lögreglumönnum að verjast þremur vopnuðum glæpamönnum og handtaka þá. Dularfulli samúræjinn hvarf síðan út í næturmyrkrið, sporlaust. Erlent 11.1.2007 22:37
Klósettfiskabúr? Þeir sem ætla sér að endurnýja baðherbergið hjá sér á næstunni gætu haft áhuga á því nýjasta í bransanum, klósett sem er líka fiskabúr. Klósettið, sem á frummálinu er kallað „Fish 'n Flush“, er gegnsætt og samanstendur af vatnskassa og fiskabúri. Erlent 11.1.2007 22:22
Átök í Líbanon Vígamenn múslima og líbanskar hersveitir börðust í dag í suðurhluta Líbanon og þurftu hundruð manna að flýja heimili sín vegna þess. Hefur fólkið meðal annars leitað sér hælis í moskum nálægt heimilum sínum. Samkvæmt heimildum meiddust tveir hermenn þegar á þá var skotið við leit í bíl og varð það upphafið að átökunum. Erlent 11.1.2007 22:05
NATO banar 150 talibönum Norðuratlantshafsbandalagið (NATO) skýrði frá því í dag að það hefði banað allt að 150 vígamönnum talibana í bardögum í austurhluta Afganistan síðastliðna daga. Herlið frá Pakistan hjálpaði til við undirbúning bardagans. Erlent 11.1.2007 21:47
Bangladesh frestar kosningum Yfirvöld í Bangladesh hafa frestað umdeildum kosningum sem áttu að fara fram þann 22. janúar næstkomandi þar sem forseti millibilsstjórnar landsins sagði af sér í dag. Ástæðan fyrir afsögn hans er talin vera mikil gagnrýni á hann fyrir að undirbúa kosningarnar ekki nógu vel en talið er að afsögn hans eigi eftir að draga úr óstöðugleika í landinu. Erlent 11.1.2007 21:11
Refsiaðgerðir hafa ekki áhrif á Íran Yfirmaður leyniþjónustna Bandaríkjanna, John Negroponte, sagði í ræðu í öldungadeild Bandaríska þingsins í kvöld að Íran gæti staðið af sér þær efnhagsþvinganir sem alþjóðasamfélagið hefur sett á landið. Bandaríkjastórn bindur einmitt vonir við hið andstæða, nefnilega að Íran eigi eftir að láta undan þrýstingnum og hætta við kjarnorkuverkefni sín. Erlent 11.1.2007 20:53
Þingið rýmkar lög um stofnfrumurannsóknir Bandaríska þingið, sem nú er undir stjórn demókrata, greiddi í dag atkvæði með þeirri tillögu að aflétta takmörkunum á fjármögnun stofnfrumurannsókna sem George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, hafði áður sett. Erlent 11.1.2007 20:29
Gates segir aukninguna til skamms tíma Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Robert Gates, sagði við fréttamenn í dag að hann búist við því að aukningin á hermönnum í Írak myndi aðeins vara í nokkra mánuði fremur en ár. Erlent 11.1.2007 20:09
Búist við árekstri skips og borpalls í Norðursjó Björgunarsveitir þurfa að sækja starfsmenn olíuborpalls á Norðursjó þar sem stjórnlaust skip er við það rekast á hann samkvæmt fréttum frá strandgæslunni í Bretlandi. Alls voru 30 starfsmenn á borpallinum og er þegar búið að flytja 20 þeirra í land með þyrlum. Erlent 11.1.2007 20:02
Stór skjálftahrina fyrir utan Siglufjörð Stór jarðskjálftahrina fór í gang um 30 kílómetra norður fyrir Siglufirði klukkan hálfsex í kvöld. Entist hún í rúman klukkutíma og urðu skjálftarnir 17 talsins og þar af voru fimm þeirra 3 á Richter. Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur sagði í samtali við fréttamann Vísis að ekki væri óalgengt að svona hrina yrði á nokkura ára fresti á þessum stað. Innlent 11.1.2007 19:29
Fimm ár frá því Guantanamo-búðirnar tóku til starfa Fimm ár eru liðin frá því að fyrstu fangarnir komu til fangabúða Bandaríkjamanna við Guantanamo-flóa á Kúbu vegna gruns um aðild að hryðjuverkum. Af þessu tilefni efndi Íslandsdeild Amnesty International til útifundar á Lækjartorgi nú síðdegis. Innlent 11.1.2007 18:24
Ruddust inn á ræðismannsskrifstofurnar Bandaríska ríkisstjórnin ætlar að fjölga í herliði sínu í Írak um rösklega tuttugu þúsund manns á næstu vikum í þeirri von að þar með dragi úr ofbeldinu í landinu. Hersveitir Bandaríkjamanna réðust inn í ræðismannsskrifstofur Írans í bænum Irbil í Norður-Írak í dag. Erlent 11.1.2007 18:20
Spilaði frá sér fjölskylduna Tæpleg fertugur spilafíkill spilaði frá sér tvær eiginkonur. Hann hætti að spila fyrir fjórum árum en skuldar yfir fimmtán milljónir króna og er með ónýtt nafn í bönkunum. Innlent 11.1.2007 18:11
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent