Fréttir Ísland miðstöð um þróun hreinnar orku Ísland getur orðið miðstöð alþjóðlegs samstarfs um þróun hreinnar orku að mati Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands. Í nýársávarpi sínu í dag sagði forsetinn að hann ætlaði að beita sér fyrir stofnun slíkrar miðstöðvar. Innlent 1.1.2007 18:23 Kárahnjúkavirkjun mótmælt í Lundúnum í dag Kárahnjúkavirkjun var mótmælt með sérstökum hætti í Lundúnum í dag. Mótmælendur frá ýmsum löndum klifruðu upp á Sánkti Pálskirkju þar í borg og Tate Modern listasafnið til að vekja athygli á framkvæmdum á Íslandi. Erlent 1.1.2007 18:20 Loftárás í Írak Bandarískar orustuþotur gerðu snemma í morgun loftárás á húsaþyrpingu nærri skrifstofu háttsetts stjórnmálamanns súnnía vestur af Bagdad, höfuðborg Íraks. Vitni segja hermenn síðan hafa myrt meðlimi súnní-fjölskyldu í nálægu húsi. Árásin eykur enn á spennu sem hefur magnast í landinu frá aftöku Saddams Hússeins, fyrrverandi forseta, í fyrradag. Erlent 1.1.2007 18:18 Nýju ári og ESB aðild fagnað Flugeldar lýstu upp nýársnóttina víðar en á Íslandi. Skoteldar tóku á móti nýju ári í Lundúnum, Berlín og Búkarest. Á síðastnefnda staðnum var þó einnig verið að fagna inngöngu í Evrópusambandið en á miðnætti urðu Búlgarar og Rúmenar aðilar að bandalaginu og sambandsríkin eru því orðin 27. Erlent 1.1.2007 18:15 Í "neðanjarðarbyrgi" um áramótin Maður slasaðist alvarlega á höndum af völdum flugelda um áramótin, sem annars gengu yfirleitt friðsamlega í garð. Landsmenn heilsuðu nýju ári með óvenju mikilli sprengigleði og flugeldasala jókst um tuttugu prósent frá því í fyrra en mengun af völdum flugelda sprengdi mælistaðla í höfuðborginni. Hjón á níræðisaldri útbjuggu loftvarnarbyrgi á baðherberginu til að losna við ágang hávaða og mengunar. Innlent 1.1.2007 18:16 Nýju ári fagnað víða um heim Sinn er siður í hverju landi þegar kemur að því að fagna nýju ári. Í New York var ekki brugðið út af hefðinni og tímamótunum fagnað á Times-torgi. Erlent 1.1.2007 11:51 Uppreisnarmenn hraktir á flótta Íslamskir uppreisnarmenn hörkust í morgun frá hafnabroginni Kismayo í suðurhluta Sómalíu. Borgin var síðasta vígi uppreisnarmanna eftir að þeir hröktust frá höfuðborginni Mogadishu fyrir helgi. Forsætisráðherra í bráðabirgðastjórn Sómalíu hefur gefið uppreisnarmönnum þriggja daga frest til að leggja niður vopn. Þeim verði gefnar upp sakir geri þeir það ellegar afvopnaðir með valdi. Erlent 1.1.2007 11:45 Samið um gassölu til Hvíta-Rússlands Stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi og fulltrúar frá rússneska orkurisanum Gazprom gerðu snemma í morgun samning sem tryggir Hvít-Rússum gas frá fyrirtækinu næstu fimm árin. Samningurinn var undirritaður örfáum klukkustundum áður en Rússar ætluðu að loka fyrir gas til Hvíta-Rússlands. Erlent 1.1.2007 10:17 Gefinn frestur til að leggja niður vopn Stjórnvöld í Sómalíu hafa heitið því að gefa þeim íslömsku uppreisnarmönnum upp sakir sem leggi niður vopn og hætti bardögum við sómalskar og eþíópískar hersveitir. Ali Mohamed Gedi, forsætisráðherra í bráðabirgðastjórn Sómalíu, hefur gefið þeim þriggja daga frest til að afhenda vopn sín ellegar verði þeir afvopnaðir með valdi. Erlent 1.1.2007 10:12 Stjórnarandstæðingum kennt um Þrír týndu lífi og tæplega fjörutíu særðust þegar átta sprengjur sprungu í Bangkok, höfuðborg Taílands, síðdegis í gær. Hinir látnu voru allir Taílendingar en sex úr hópi særðra voru erlendir ferðamenn frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Ungverjalandi og Serbíu. Enginn hefur lýst árásunum á hendur sér en forsætisráðherra landsins telur víst að þar hafi andstæðingar stjórnvalda verið að verki. Erlent 1.1.2007 10:04 Fjölgar í ESB Búlgarar og Rúmenar gengu í Evrópusambandið á miðnætti nótt og var áfanganum fangnað kröftuglega í höfuðborgunum Búkarest og Sófíu. Þar með eiga 27 ríki aðild að sambandinu eða um hálfur milljarður manna. Erlent 1.1.2007 09:59 Nýju ári fagnað Nýju ári var fagnað víða um heim og gerði hver þjóð það með sínum hætti. Fjölmennt var á Times Sqare í New York og þar sem rúmlega milljón manns tóku á móti árinu 2007. Á Copacabana strönd í Brasilíu fögnuðu innfæddir sem og aðkomumenn með söng og dansi. Erlent 1.1.2007 09:56 Kóngurinn í Marokkó í hátíðarskapi Konungurinn í Marokkó fagnaði Eid al-Adha í dag með því að náða eða stytta dóm 585 fanga sem sátu í fangelsi fyrir hina ýmsu glæpi. Sjö þeirra sátu inni fyrir lífstíð en munu aðeins sitja inni í nokkur ár í viðbót eftir þetta hátíðabragð kóngsins. Erlent 30.12.2006 20:46 Borgarstjóri leitar svara vegna spilasalar í Mjóddinni Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri Reykjavíkur sendi í kvöld frá sér yfirlýsingu þar sem hann segir að hann hafi óskað eftir fundi með eigendum Háspennu, stjórnar Happadrættis Háskóla Íslands og rektor Háskóla Íslands til þess að ræða fyrirhugaðan spilasal í verslunarkjarnanum í Mjóddinni. Innlent 30.12.2006 20:21 Lík Saddams afhent ættingjum hans Lögfræðingar Saddams Hússeins hafa skýrt frá því að ættbálkaleiðtogum í heimbæ hans, Tikrít, hafi verið afhent lík hans til greftrunar. Bandarísk herflugvél var notuð til flutninganna. Erlent 30.12.2006 19:49 Gas-stríðinu nánast lokið Hvíta-Rússland hefur samþykkt að greiða mun hærra verð fyrir gas frá olíu- og gasrisanum Gazprom, sem er í eigu rússneska ríkisins, en það gerði áður eða um 100 dollara fyrir þúsund rúmmetra í stað 46 áður. Erlent 30.12.2006 19:37 Réttaróvissa en ekki skattsvik Jón Karl Ólafsson forstjóri Icelandair þvertekur fyrir að félagið hafi svikist um að standa skil á sköttum vegna leigu á flugvélum. Hann segir að félagið hafi haft frumkvæði að því að benda á þá réttaróvissu sem var um skattgreiðsluna og beðið um skýrar línur frá yfirvöldum. Skatturinn verður aflagður um áramót, meðal annars með vísan til þess að hann hafi engu skilað í ríkissjóð. Innlent 30.12.2006 17:48 Útvarpsstöð Kántríbæjar hættir útsendingum á morgun Loka þarf útvarpsstöðinni Kántríbæ um óákveðin tíma vegna fjárhagserfiðleika. Miklar bilanir hafa hrjáð stöðina að undanförnu og þurfti meðal annars að endurnýja endurvarpsendi á Sauðarkróki og reyndist það dýrara en áætlað var í upphafi. Kostnaður vegna væntanlegra stefgjalda knýr Hallbjörn þess vegna til þess að loka stöðinni um óákveðinn tíma. Innlent 30.12.2006 18:35 Dauðarefsing andstæð íslenskri stefnu Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra segir að Saddam Hussein hafi svo sannarlega átt skilið refsingu en dauðarefsing sé þó andstæð stefnu íslenskra stjórnvalda. Íslandsdeild Amnesty International fordæmir þessa aftöku og segir einnig að réttarhöldin yfir Saddam hafi verið meingölluð. Innlent 30.12.2006 17:44 Skotið á bíl lögreglumanns Skotið var á bíl lögreglumanns á Blönduósi í nótt en enginn var í bílnum þegar skotárásin átti sér stað. Lögreglan á Blönduósi verst allra frétta af málinu en nær allt starfslið lögreglunnar á Blönduósi starfar við málið. Innlent 30.12.2006 17:42 Íslandsdeild Amnesty International fordæmir aftöku á Saddam Hússein Íslandsdeild Amnesty International sendi frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem aftakan á Saddam Hússein er fordæmd og sagt að réttlætið hafi þar lútað í lægri hald fyrir hefndarþorstanum. Segir í henni að þar sem Saddam hafi verið tekinn af lífi glatist mikilvægt tækifæri til þess að komast að sannleikanum. Innlent 30.12.2006 17:09 67 ára og nýbökuð móðir 67 ára gömul spænsk kona varð í dag elsta konan til þess að eignast börn í fyrsta sinn en hún eignaðist tvíbura. Konan varð ólétt eftir tæknifrjóvgun í Suður-Ameríku og voru tvíburarnir teknir með keisaraskurði. Bæði móður og börnum heilsaðist vel samkvæmt fregnum frá spítalanum sem þau eru á. Erlent 30.12.2006 17:01 Mikið tjón þegar hundruð fiskikara brunnu í Grindavík Mikið tjón varð á athafnasvæði fiskvinnslustöðvarinnar Þróttar í Grindavík seint í gærkvöldi þegar eldur kom upp í stæðu af fiskikörum á lóð fyrirtækisins. Um 1000 kör voru í stæðunni og var mikill eldur þegar Slökkvilið Grindavíkur kom á svæðið. Rýma þurfti hús í Grindavík þar sem eitraður reykurinn stóð yfir hluta byggðarinnar. Innlent 30.12.2006 16:44 Ögurstund nálgast í Sómalíu Yfirmaður íslamska dómstólaráðsins, Sheik Sharif Sheik Ahmed, sagði íbúum í hafnarborginni Kismayo, þar sem herafli þess er, að þeir hefðu ákveðið að berjast við óvininn. Stjórnarherinn, styrktur af eþíópískum hersveitum, streymir nú frá Mogadishu til Kismayo og er búist við lokabardaga á milli herjanna tveggja á næstu dögum. Erlent 30.12.2006 16:38 32% aukning á framlagi til foreldra með börn hjá dagforeldrum Þann 1. janúar 2007 eykst framlag Leikskólasviðs Reykjavíkurborgar með börnum hjá dagforeldrum um 32%. Markmiðið með því að auka framlag til dagforeldra er fyrst og fremst að lækka kostnað foreldra sem nýta sér þjónustu dagforeldra en einnig að tryggja grundvöll fyrir þjónustunni. Innlent 30.12.2006 16:15 Sádi-Arabía gagnrýnir Íraka Stærsta ríki súnní múslima gagnrýndi í dag stjórnvöld í Írak fyrir að hafa tekið Saddam Hússein af lífi við upphaf helgustu hátíðar múslima, Eid al-Adha, en sjíar ráða ríkjum í Írak. „Við erum mjög hissa og vonsviknir yfir því að úrskurði dómstóla hafi verið framfylgt á þessum heilaga tíma, þessum fyrstu dögum Eid al-Adha,“ sagði kynnir á ríkissjónvarpsstöðinni í ríkinu þegar gert var hlé á dagskránni til þess að lesa upp tilkynninguna. Erlent 30.12.2006 15:37 Nýr sæstrengur væntanlegur Ríkisstjórnin hefur samþykkt að tillögu Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra að hefja undirbúning að lagningu nýs sæstrengs milli Íslands og Evrópu. Samgönguráðherra mun fyrstu dagana í janúar ræða við þá sem málið snertir, fulltrúa fjarskiptafyrirtækjanna, stjórn Farice og aðra hagsmunaaðila. Innlent 30.12.2006 14:46 Skotbardagar geisa enn í Rio de Janeiro Ofbeldi er enn útbreitt í Ríó de Janeiro í Brasilíu þrátt fyrir hertar aðgerðir lögreglu vegna stærsta áramótapartýs í heimi. Lögreglan drap fimm grunaða meðlimi eiturlyfjagengis í skotbardaga í gær og lenti síðan í skotbardaga við eiturlyfjasala sem réðust á lögreglustöð í morgun. Erlent 30.12.2006 14:20 Mannfólkið getur víst flogið Mannskepnuna hefur frá örófi alda dreymt um að geta flogið um loftin blá og það er akkúrat það sem einum svissneskum manni hefur tekist að gera. Hann smíðaði sér vængi, setti á þá hreyfla og hoppar svo úr flugvélum og flýgur uns eldsneytið klárast. Lendir hann þá mjúklega með aðstoð fallhlífar. Erlent 30.12.2006 15:03 Herinn á Sri Lanka gerir árásir á búðir Tamíltígra Herflugvélar stjórnarhers Sri Lanka gerðu í morgun sprengjuárásir á búðir Tamíltígra á austurhluta eyjunnar en árásin var gerð á einn síðasta griðastað þeirra á ströndinni. Önnur árás var síðan gerð á búðir sjóhers Tamíltígra. Erlent 30.12.2006 13:50 « ‹ 264 265 266 267 268 269 270 271 272 … 334 ›
Ísland miðstöð um þróun hreinnar orku Ísland getur orðið miðstöð alþjóðlegs samstarfs um þróun hreinnar orku að mati Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands. Í nýársávarpi sínu í dag sagði forsetinn að hann ætlaði að beita sér fyrir stofnun slíkrar miðstöðvar. Innlent 1.1.2007 18:23
Kárahnjúkavirkjun mótmælt í Lundúnum í dag Kárahnjúkavirkjun var mótmælt með sérstökum hætti í Lundúnum í dag. Mótmælendur frá ýmsum löndum klifruðu upp á Sánkti Pálskirkju þar í borg og Tate Modern listasafnið til að vekja athygli á framkvæmdum á Íslandi. Erlent 1.1.2007 18:20
Loftárás í Írak Bandarískar orustuþotur gerðu snemma í morgun loftárás á húsaþyrpingu nærri skrifstofu háttsetts stjórnmálamanns súnnía vestur af Bagdad, höfuðborg Íraks. Vitni segja hermenn síðan hafa myrt meðlimi súnní-fjölskyldu í nálægu húsi. Árásin eykur enn á spennu sem hefur magnast í landinu frá aftöku Saddams Hússeins, fyrrverandi forseta, í fyrradag. Erlent 1.1.2007 18:18
Nýju ári og ESB aðild fagnað Flugeldar lýstu upp nýársnóttina víðar en á Íslandi. Skoteldar tóku á móti nýju ári í Lundúnum, Berlín og Búkarest. Á síðastnefnda staðnum var þó einnig verið að fagna inngöngu í Evrópusambandið en á miðnætti urðu Búlgarar og Rúmenar aðilar að bandalaginu og sambandsríkin eru því orðin 27. Erlent 1.1.2007 18:15
Í "neðanjarðarbyrgi" um áramótin Maður slasaðist alvarlega á höndum af völdum flugelda um áramótin, sem annars gengu yfirleitt friðsamlega í garð. Landsmenn heilsuðu nýju ári með óvenju mikilli sprengigleði og flugeldasala jókst um tuttugu prósent frá því í fyrra en mengun af völdum flugelda sprengdi mælistaðla í höfuðborginni. Hjón á níræðisaldri útbjuggu loftvarnarbyrgi á baðherberginu til að losna við ágang hávaða og mengunar. Innlent 1.1.2007 18:16
Nýju ári fagnað víða um heim Sinn er siður í hverju landi þegar kemur að því að fagna nýju ári. Í New York var ekki brugðið út af hefðinni og tímamótunum fagnað á Times-torgi. Erlent 1.1.2007 11:51
Uppreisnarmenn hraktir á flótta Íslamskir uppreisnarmenn hörkust í morgun frá hafnabroginni Kismayo í suðurhluta Sómalíu. Borgin var síðasta vígi uppreisnarmanna eftir að þeir hröktust frá höfuðborginni Mogadishu fyrir helgi. Forsætisráðherra í bráðabirgðastjórn Sómalíu hefur gefið uppreisnarmönnum þriggja daga frest til að leggja niður vopn. Þeim verði gefnar upp sakir geri þeir það ellegar afvopnaðir með valdi. Erlent 1.1.2007 11:45
Samið um gassölu til Hvíta-Rússlands Stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi og fulltrúar frá rússneska orkurisanum Gazprom gerðu snemma í morgun samning sem tryggir Hvít-Rússum gas frá fyrirtækinu næstu fimm árin. Samningurinn var undirritaður örfáum klukkustundum áður en Rússar ætluðu að loka fyrir gas til Hvíta-Rússlands. Erlent 1.1.2007 10:17
Gefinn frestur til að leggja niður vopn Stjórnvöld í Sómalíu hafa heitið því að gefa þeim íslömsku uppreisnarmönnum upp sakir sem leggi niður vopn og hætti bardögum við sómalskar og eþíópískar hersveitir. Ali Mohamed Gedi, forsætisráðherra í bráðabirgðastjórn Sómalíu, hefur gefið þeim þriggja daga frest til að afhenda vopn sín ellegar verði þeir afvopnaðir með valdi. Erlent 1.1.2007 10:12
Stjórnarandstæðingum kennt um Þrír týndu lífi og tæplega fjörutíu særðust þegar átta sprengjur sprungu í Bangkok, höfuðborg Taílands, síðdegis í gær. Hinir látnu voru allir Taílendingar en sex úr hópi særðra voru erlendir ferðamenn frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Ungverjalandi og Serbíu. Enginn hefur lýst árásunum á hendur sér en forsætisráðherra landsins telur víst að þar hafi andstæðingar stjórnvalda verið að verki. Erlent 1.1.2007 10:04
Fjölgar í ESB Búlgarar og Rúmenar gengu í Evrópusambandið á miðnætti nótt og var áfanganum fangnað kröftuglega í höfuðborgunum Búkarest og Sófíu. Þar með eiga 27 ríki aðild að sambandinu eða um hálfur milljarður manna. Erlent 1.1.2007 09:59
Nýju ári fagnað Nýju ári var fagnað víða um heim og gerði hver þjóð það með sínum hætti. Fjölmennt var á Times Sqare í New York og þar sem rúmlega milljón manns tóku á móti árinu 2007. Á Copacabana strönd í Brasilíu fögnuðu innfæddir sem og aðkomumenn með söng og dansi. Erlent 1.1.2007 09:56
Kóngurinn í Marokkó í hátíðarskapi Konungurinn í Marokkó fagnaði Eid al-Adha í dag með því að náða eða stytta dóm 585 fanga sem sátu í fangelsi fyrir hina ýmsu glæpi. Sjö þeirra sátu inni fyrir lífstíð en munu aðeins sitja inni í nokkur ár í viðbót eftir þetta hátíðabragð kóngsins. Erlent 30.12.2006 20:46
Borgarstjóri leitar svara vegna spilasalar í Mjóddinni Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri Reykjavíkur sendi í kvöld frá sér yfirlýsingu þar sem hann segir að hann hafi óskað eftir fundi með eigendum Háspennu, stjórnar Happadrættis Háskóla Íslands og rektor Háskóla Íslands til þess að ræða fyrirhugaðan spilasal í verslunarkjarnanum í Mjóddinni. Innlent 30.12.2006 20:21
Lík Saddams afhent ættingjum hans Lögfræðingar Saddams Hússeins hafa skýrt frá því að ættbálkaleiðtogum í heimbæ hans, Tikrít, hafi verið afhent lík hans til greftrunar. Bandarísk herflugvél var notuð til flutninganna. Erlent 30.12.2006 19:49
Gas-stríðinu nánast lokið Hvíta-Rússland hefur samþykkt að greiða mun hærra verð fyrir gas frá olíu- og gasrisanum Gazprom, sem er í eigu rússneska ríkisins, en það gerði áður eða um 100 dollara fyrir þúsund rúmmetra í stað 46 áður. Erlent 30.12.2006 19:37
Réttaróvissa en ekki skattsvik Jón Karl Ólafsson forstjóri Icelandair þvertekur fyrir að félagið hafi svikist um að standa skil á sköttum vegna leigu á flugvélum. Hann segir að félagið hafi haft frumkvæði að því að benda á þá réttaróvissu sem var um skattgreiðsluna og beðið um skýrar línur frá yfirvöldum. Skatturinn verður aflagður um áramót, meðal annars með vísan til þess að hann hafi engu skilað í ríkissjóð. Innlent 30.12.2006 17:48
Útvarpsstöð Kántríbæjar hættir útsendingum á morgun Loka þarf útvarpsstöðinni Kántríbæ um óákveðin tíma vegna fjárhagserfiðleika. Miklar bilanir hafa hrjáð stöðina að undanförnu og þurfti meðal annars að endurnýja endurvarpsendi á Sauðarkróki og reyndist það dýrara en áætlað var í upphafi. Kostnaður vegna væntanlegra stefgjalda knýr Hallbjörn þess vegna til þess að loka stöðinni um óákveðinn tíma. Innlent 30.12.2006 18:35
Dauðarefsing andstæð íslenskri stefnu Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra segir að Saddam Hussein hafi svo sannarlega átt skilið refsingu en dauðarefsing sé þó andstæð stefnu íslenskra stjórnvalda. Íslandsdeild Amnesty International fordæmir þessa aftöku og segir einnig að réttarhöldin yfir Saddam hafi verið meingölluð. Innlent 30.12.2006 17:44
Skotið á bíl lögreglumanns Skotið var á bíl lögreglumanns á Blönduósi í nótt en enginn var í bílnum þegar skotárásin átti sér stað. Lögreglan á Blönduósi verst allra frétta af málinu en nær allt starfslið lögreglunnar á Blönduósi starfar við málið. Innlent 30.12.2006 17:42
Íslandsdeild Amnesty International fordæmir aftöku á Saddam Hússein Íslandsdeild Amnesty International sendi frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem aftakan á Saddam Hússein er fordæmd og sagt að réttlætið hafi þar lútað í lægri hald fyrir hefndarþorstanum. Segir í henni að þar sem Saddam hafi verið tekinn af lífi glatist mikilvægt tækifæri til þess að komast að sannleikanum. Innlent 30.12.2006 17:09
67 ára og nýbökuð móðir 67 ára gömul spænsk kona varð í dag elsta konan til þess að eignast börn í fyrsta sinn en hún eignaðist tvíbura. Konan varð ólétt eftir tæknifrjóvgun í Suður-Ameríku og voru tvíburarnir teknir með keisaraskurði. Bæði móður og börnum heilsaðist vel samkvæmt fregnum frá spítalanum sem þau eru á. Erlent 30.12.2006 17:01
Mikið tjón þegar hundruð fiskikara brunnu í Grindavík Mikið tjón varð á athafnasvæði fiskvinnslustöðvarinnar Þróttar í Grindavík seint í gærkvöldi þegar eldur kom upp í stæðu af fiskikörum á lóð fyrirtækisins. Um 1000 kör voru í stæðunni og var mikill eldur þegar Slökkvilið Grindavíkur kom á svæðið. Rýma þurfti hús í Grindavík þar sem eitraður reykurinn stóð yfir hluta byggðarinnar. Innlent 30.12.2006 16:44
Ögurstund nálgast í Sómalíu Yfirmaður íslamska dómstólaráðsins, Sheik Sharif Sheik Ahmed, sagði íbúum í hafnarborginni Kismayo, þar sem herafli þess er, að þeir hefðu ákveðið að berjast við óvininn. Stjórnarherinn, styrktur af eþíópískum hersveitum, streymir nú frá Mogadishu til Kismayo og er búist við lokabardaga á milli herjanna tveggja á næstu dögum. Erlent 30.12.2006 16:38
32% aukning á framlagi til foreldra með börn hjá dagforeldrum Þann 1. janúar 2007 eykst framlag Leikskólasviðs Reykjavíkurborgar með börnum hjá dagforeldrum um 32%. Markmiðið með því að auka framlag til dagforeldra er fyrst og fremst að lækka kostnað foreldra sem nýta sér þjónustu dagforeldra en einnig að tryggja grundvöll fyrir þjónustunni. Innlent 30.12.2006 16:15
Sádi-Arabía gagnrýnir Íraka Stærsta ríki súnní múslima gagnrýndi í dag stjórnvöld í Írak fyrir að hafa tekið Saddam Hússein af lífi við upphaf helgustu hátíðar múslima, Eid al-Adha, en sjíar ráða ríkjum í Írak. „Við erum mjög hissa og vonsviknir yfir því að úrskurði dómstóla hafi verið framfylgt á þessum heilaga tíma, þessum fyrstu dögum Eid al-Adha,“ sagði kynnir á ríkissjónvarpsstöðinni í ríkinu þegar gert var hlé á dagskránni til þess að lesa upp tilkynninguna. Erlent 30.12.2006 15:37
Nýr sæstrengur væntanlegur Ríkisstjórnin hefur samþykkt að tillögu Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra að hefja undirbúning að lagningu nýs sæstrengs milli Íslands og Evrópu. Samgönguráðherra mun fyrstu dagana í janúar ræða við þá sem málið snertir, fulltrúa fjarskiptafyrirtækjanna, stjórn Farice og aðra hagsmunaaðila. Innlent 30.12.2006 14:46
Skotbardagar geisa enn í Rio de Janeiro Ofbeldi er enn útbreitt í Ríó de Janeiro í Brasilíu þrátt fyrir hertar aðgerðir lögreglu vegna stærsta áramótapartýs í heimi. Lögreglan drap fimm grunaða meðlimi eiturlyfjagengis í skotbardaga í gær og lenti síðan í skotbardaga við eiturlyfjasala sem réðust á lögreglustöð í morgun. Erlent 30.12.2006 14:20
Mannfólkið getur víst flogið Mannskepnuna hefur frá örófi alda dreymt um að geta flogið um loftin blá og það er akkúrat það sem einum svissneskum manni hefur tekist að gera. Hann smíðaði sér vængi, setti á þá hreyfla og hoppar svo úr flugvélum og flýgur uns eldsneytið klárast. Lendir hann þá mjúklega með aðstoð fallhlífar. Erlent 30.12.2006 15:03
Herinn á Sri Lanka gerir árásir á búðir Tamíltígra Herflugvélar stjórnarhers Sri Lanka gerðu í morgun sprengjuárásir á búðir Tamíltígra á austurhluta eyjunnar en árásin var gerð á einn síðasta griðastað þeirra á ströndinni. Önnur árás var síðan gerð á búðir sjóhers Tamíltígra. Erlent 30.12.2006 13:50
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent