Ólympíuleikar

Ákvað að hætta eftir margar svefnlausar nætur
Bandaríska skíðakonan Lindsey Vonn mun leggja keppnisskíðin sín á hilluna eftir heimsmeistaramótið í Are í Svíþjóð.

Eitt af markmiðunum að gera fullt af mistökum
Guðlaug Edda Hannesdóttir er fremsta þríþrautarkona Íslands og er að vinna að því að tryggja sér farseðilinn á Ólympíuleikana í Tókýó á næsta ári.

Fremsta skíðakona heims sendi lesendum karlablaðsins skýr skilaboð
Bandaríska skíðakonan Mikaela Shiffrin er að margra mati fremsta skíðakona heims í dag en hún fór óvenjulega leið í samskiptum sínum við eitt frægasta karlablað heims sem sóttist eftir þokkafullum myndum af henni.

Norska stelpan fékk sama vaxtarhormón og Lionel Messi
Lionel Messi er fyrir löngu búinn að tryggja sér sæti í fámennum hópi bestu knattspyrnumanna sögunnar. Honum var gefið vaxtarhormón þegar hann var ungur og hafði án þeirra aldrei náð þangað sem hann er kominn í dag.

Gáfu framtíðarstjörnu Norðmanna vaxtarhormón í þrjú ár
Norðmenn binda miklar væntingar til hinnar sautján ára gömlu Helene Marie Fossesholm og margir hafa gengið svo langt að kalla hana næstu Marit Björgen í skíðagöngu kvenna.

25 ár liðin frá árásinni á Nancy Kerrigan
Í janúarmánuði 1994 varð fólskuleg árás á bandarísku skautadrottinuna Nancy Kerrigan umsvifalaust að stærstu frétt íþróttaheimsins og um leið breyttist Tonya Harding í enn mesta skúrk íþróttasögunnar.

Edda: Hefði átt að vera hugrökk og hlusta meira á líkamann minn
Íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir ætlar að einblína á andlega heilsu á nýju ári og þar spilar hvíldin mikilvægan sess.

Fimmfaldur Ólympíumeistari hættir 23 ára: „Tilbúin að sleppa við sársauka á hverjum degi“
Sundkonan Missy Franklin hefur synt sitt síðasta keppnissund þrátt fyrir að vera ekki búin að halda upp á 24 ára afmælisdaginn sinn.

„Efaðist um það hvort mér myndi einhvern tímann líða vel aftur“
Íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir hefur glímt við miklar afleiðingar heilahristings sem hún varð fyrir í sumar eftir fall í keppni. Hún segist hafa farið alltof fljótt af stað aftur og ráðleggur öðrum að læra af sinni reynslu.

Ólympíumeistari rekinn úr keppni fyrir drykkjuskap í miðju móti
Kandadíski krullukappinn Ryan Fry setti stóran smánarblett á glæsilegan feril sinn á dögunum þegar hann var rekinn úr heimsbikarmóti ásamt þremur félögum sínum.

Yfirmaður tölvuöryggismála á ÓL hefur aldrei notað tölvu
Nýr ráðherra Japan í tölvuöryggismálum kom þjóð sinni á verulega óvart er hann viðurkenndi að hafa aldrei notaö tölvu.

Níu íslensk ungmenni keppa á Ólympíuleikum ungmenna
Ólympíuleikar ungmenna voru settir í gærkvöldi í Buenos Aires í Argentínu. Níu íslensk ungmenni taka þátt á leikunum.

Fékk Ólympíubronsið sitt tíu árum of seint
Sjöþrautarkonan Kelly Sotherton stóð aldrei á verðlaunapallinum í Fuglahreiðrinu í Peking 16. ágúst 2008 eins og hún átti að gera. Nú tíu árum síðar hefur hún loksins fengið bronsið sitt.

Ætlar sér á ÓL í Tókýó 2020 en greindist með iðraólgu: Lætur „Neikvæða Jón“ ekki stoppa sig
Þetta sumar hefur reynt mikið á íslensku þrautarkonuna Guðlaugu Eddu Hannesdóttur sem ætlar sér að komast á ÓL 2020 en hún fékk heilahristing í byrjun sumar og greindist svo með iðraólgu og mögulega sáraristilbólgu á dögunum.

Gleypa tölvupillu til að undirbúa sig fyrir Ólympíuleikana í Tókýó 2020
Kanadískir Ólymíufarar gleypa ekki bara vítamín þessa dagana heldur líka nýju tölvupillu til að hjálpa við að undirbúa sig fyrir hitan á Ólympíuleikana í Tókýó sem fara fram eftir rétt tæp tvö ár.

Indónesía vill halda Ólympíuleikana árið 2032
Forseti Indónesíu, Joko Widodo hefur tilkynnt að þjóð hans, muni sækjast eftir því að halda Ólympíuleikana, sem og Ólympíuleika fatlaðra árið 2032.

Gullstelpurnar báru kistu Vibeke Skofterud til grafar
Norska skíðagöngukonan Vibeke Skofterud var jörðuð í Eidsberg kirkju í dag en hún lést af slysförum á dögunum aðeins 38 ára gömul.

Norskur Ólympíu- og heimsmeistari lést í skelfilegu slysi
Norðmenn misstu um helgina eina af afreksíþróttakonum sínum í hræðilegu slysi.

Tókýó og París ætla að hjálpast að við undirbúning ÓL 2020 og 2024
Undirbúningsnefndir næstu tveggja Sumarólympíuleika í Tókýó 2020 og París 2024 ætla að fara í náið samstarf á meðan þau undirbúa borgirnar sínar fyrir að halda stærstu íþróttahátíð heims.

Þríþrautakona og lyftingakona meðal íslenskra keppenda á ÓL í Tókýó 2020?
Ísland gæti átt bæði þríþrautakonu og lyftingakonu á næstu Ólympíuleikum sem fara fram í Tókýó í Japan eftir tvö ár. Þetta má lesa út úr nýjum samningum Ólympíusamhjálparinnar við sérsambönd ÍSÍ og íþróttafólks þeirra vegna undirbúnings fyrir Ólympíuleikana í Tókýó 2020.

Vann ÓL-gull en lenti í Nassar: „Velti því fyrir mér hvort að þetta hafi verið þess virði“
McKayla Maroney vann til margra eftirsóttra verðlauna á glæsilegum fimleikaferli sínum en hún var líka eitt af fórnarlömbum læknisins Larry Nassar.

Vann Ólympíusilfur þrátt fyrir að vera með heilaæxli
Zoe de Toledo vann silfurverðlaun í róðri á Ólympíuleikunum í Ríó fyrir að verða tveimur árum síðan. Það sem hún vissi ekki er að hún náði þessum árangri þrátt fyrir að vera með heilaæxli.

Ólympíufarar goð í Bandaríkjunum
Freydís Halla Einarsdóttir var fánaberi Íslands á Vetrarólympíuleikunum en hún var fyrsti þátttakandi leikanna í sögu Plymouth State háskólans sem hún er nemandi við og æfir með. Frestanir vegna veðurs trufluðu undirbúninginn en hún horfir stolt til baka á leikana.

Misstu fæturna í sama slysinu og berjast nú um gull í Suður-Kóreu
Bandaríkjamennirnir Nikko Landeros og Tyler Carron eru blóðbræður sem berjast um gull á vetrar-Paralympics í PyeongChang.

Hilmar Snær í tuttugasta sæti í PyeongChang
Hilmar Snær Örvarsson hefur lokið sinni fyrri grein á Vetrar-Paralympics í PyeongChang en hann tók þá þátt í stórsvigskeppninni.

Krabbameinsaðgerð í janúar en gull á ÓL í mars
Hin hollenska Bibian Mentel-Spee var greind með krabbamein í júlí, fór í aðgerð í janúar en var að vinna gull á Vetrarólympíuleikum fatlaðra í gær. Ótrúleg saga.

Datt á 115 km/h en ætlar sér gull á ÓL í PyeongChang
Hin 19 ára gamla breska skíðakona Millie Knight er ansi mögnuð. Þessi óttalausa, blinda stúlka er mætt á sína aðra Vetrarólympíuleika í Suður-Koreu og ætlar sér stóra hluti.

Gáfu borgarstjóranum Ísland
Íslenski keppnishópurinn á Vetrarólympíumóti fatlaðra var í dag boðinn velkominn í Ólympíuþorpið.

Stóra leyndarmál Rússa á ÓL 2018 er nú komið fram í dagsljósið
Rússar máttu ekki keppa undir fána þjóðar sinnar á Ólympíuleikunum í Pyeongchang og þeir keppendur frá Rússlandi sem fengu yfir höfuð grænt ljós frá Alþjóðaólympíunefndinni urðu að keppa undir merkjum hennar.

Rússar aftur með á Ólympíuleikunum
Rússar hafa ekki fengið að keppa undir fána Rússlands á síðustu tveimur Ólympíuleikum en nú segjast Rússar hafa fengið aftur fullt keppnisleyfi á Ólympíuleikunum.