Fréttir af flugi

Fréttamynd

Tengiflugskerfið til Bandaríkjanna umbreytir rekstri Play

Flugfélagið Play flutti rúmlega 56.600 farþega í maí sem er 58% aukning frá aprílmánuði. Farþegafjöldinn í maí var jafnmikill og á öllum fyrsta ársfjórðungi. Forstjóri Play segir tengiflugskerfi til Bandaríkjanna umbreyta rekstrinum og að það gangi vel að koma sér fyrir á flugmarkaðnum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ferðaðist þúsundir kílómetra til að ná fyrsta flugi Niceair

Þjóðverjinn Tino Oelker gerði sér ferð alla leið frá München í Þýskalandi til Akur­eyrar í vikunni í þeim eina til­gangi að fljúga með jóm­frúar­ferð Niceair til Kaup­manna­hafnar. Skapti Hallgrímsson hjá Akur­eyri.net tók viðtal við Oelker fyrir flugið á fimmtudaginn þar sem hann greindi frá óhefðbundnum áhugamálum sínum, ferðalaginu til Íslands og öðrum skemmtilegum ferðasögum.

Ferðalög
Fréttamynd

Bandarískur sjóður losar um stóran hluta bréfa sinna í Icelandair

Bandarískur vogunarsjóður, sem hefur verið á meðal stærstu hluthafa Icelandair frá því um mitt árið í fyrra, seldi í flugfélaginu fyrir nærri 200 milljónir króna á seinni helmingi síðasta mánaðar. Frá áramótum hefur sjóðurinn, sem er stýringu hjá Stone Forest Capital, losað um þriðjung bréfa sinna í Icelandair.

Innherji
Fréttamynd

Frum­kvöðlar frá fyrsta degi

Í dag fagnar Icelandair 85 ára afmæli. Við þessi tímamót er gaman að staldra við og í senn líta yfir farinn veg og til framtíðar. Að mínu mati er rauði þráðurinn í gegnum alla söguna einstakur kraftur og ástríða starfsfólks og sá mikli frumkvöðlaandi sem einkennt hefur félagið alla tíð og gerir enn.

Skoðun
Fréttamynd

Tökum flugið með Nice Air!

Nú í morgunsárið tók á loft flugvél flugfélagsins Nice Air frá Akureyrarflugvelli í sína jómfrúarferð og setti stefnuna á Kaupmannahöfn. Þar með er hafið áætlunarflug á milli Norðurlands og áfangastaða í Evrópu.

Skoðun
Fréttamynd

Langar biðraðir á flugvöllum um alla Evrópu

Ferðasumarið er hafið og langar biðraðir hafa myndast á flugvöllum um alla Evrópu. Kerfisbilanir og skortur á starfsfólki spila inn í það, ásamt mikilli aukningu á ferðamönnum eftir tvö sumur í röð með heimsfaraldri.

Erlent
Fréttamynd

Vill dusta rykið af áformum um nýja flugstöð í Reykjavík

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir tímabært að dusta rykið af áformum um nýja flugstöð á Reykjavíkurflugvelli. Nærri tvö ár eru síðan áform um að byggja nýja flugstöð voru kynnt en gert er ráð fyrir að hún verði um sextán hundruð fermetrar að stærð.

Innlent
Fréttamynd

Engin áform uppi um hlutafjáraukningu, segir forstjóri Play

Þrátt fyrir miklar hækkanir á olíuverði eftir innrás Rússa í Úkraínu þá segir forstjóri Play að engar breytingar séu á fyrri rekstraráætlunum flugfélagsins fyrir þetta ár. Enn sé búist við því að einingakostnaður Play, að frátöldum eldsneytiskostnaði, muni minnka jafnt og þétt undir fjögur sent í sumar og að félagið verði farið að skila rekstrarhagnaði á seinni hluta ársins.

Innherji
Fréttamynd

Bein út­sending: Play skýrir 1,4 milljarða tap

Tap flugfélagsins Play nam 11,2 milljónum bandaríkjadala, eða rúmlega 1,4 milljörðum íslenskra króna, á fyrstu þremur mánuðum ársins 2022. Þetta kemur fram í uppgjöri félagsins sem kynnt var í gær en Play mun gera nánar grein fyrir því á opnum kynningarfundi sem hefst klukkan 08:30. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Óðinn snýr aftur í blaða­mennskuna

Óðinn Jónsson, fyrrverandi fréttastjóri RÚV, hefur verið ráðinn blaðamaður hjá ferðamiðlinum Túrista. Óðinn kemur frá samskiptastofunni Aton.JL þar sem hann hefur starfað undanfarin ár sem ráðgjafi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Enginn flug­völlur, enginn flug­rekstur

Ef Reykjavíkurflugvöllur verður eyðilagður án þess að nýr flugvöllur verði byggður og tilbúinn til notkunar, má búast við því að hrun verði í flugrekstri innanlands. Enginn flugvöllur, enginn flugrekstur.

Skoðun
Fréttamynd

Er lífið lotterí?

Það er óskandi að lítið verði um slys eða veikindi á sjó og landi fram undir lok mánaðar, og jafnvel í allt sumar, því staða mönnunar hjá þyrlusveit Landhelgisgæslu Íslands stendur ansi tæp.

Skoðun