Þýskaland

Fréttamynd

Segir engar breytingar hafa verið gerðar á upp­skrift SS pylsna

Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands, SS, segir fyrirtækið taka það mjög alvarlega ef fólk upplifi einhver frávik í vörum fyrirtækisins. Þónokkrir hringdu inn í Bítið á Bylgjunni í gær til að ræða breytt bragð af pylsunum. Þáttastjórnendur sögðust sjálfir hafa upplifað það líka. 

Neytendur
Fréttamynd

Verður kanslara­efni Kristi­legra demó­krata

Kristilegir demókratar í Þýskalandi hafa ákveðið að Friedrich Merz, formaður CDU, verði kanslaraefni flokkanna í þingkosningum sem fram fram í Þýskalandi á næsta ári. Líklegt þykir að hann muni þar keppast um kanslaraembættið við núverandi kanslara, Olaf Scholz.

Erlent
Fréttamynd

Rússar vísa breskum erind­rekum úr landi

Ráðamenn í Rússlandi hafa sakað sex starfsmenn sendiráðs Bretlands í Rússlandi um njósnir og ætla að vísa þeim úr landi. Ríkismiðlar í Rússlandi vísa í embættismenn hjá FSB (áður KGB) og hafa eftir þeim að erindrekunum verði vikið úr landi en það er í kjölfar þess að fregnir hafa borist af því að Bretar og Frakkar ætli að leyfa Úkraínumönnum að nota stýriflaugar frá þeim til árása í Rússlandi.

Erlent
Fréttamynd

Skutu vopnaðan mann til bana í München

Karlmaður var skotinn til bana eftir skotbardaga við lögreglu í München í morgun. Lögreglan segir hættuna liðna hjá eftir að maðurinn var skotinn til bana en lögregluþjónar særðust í skotbardaganum.

Erlent
Fréttamynd

Undrast klappstýrur nas­ista í um­ræðunni

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson undrast þróun umræðunnar á samfélagsmiðlum, ekki síst í Bandaríkjunum. Óhugnanlegt sé að sjá fólk upphefja nasista og mála bandamenn upp sem illmenni Seinni heimsstyrjaldarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Adele trú­lofuð

Breska tónlistarkonan Adele er trúlofuð. Hún greindi sjálf frá þessu á tónleikum í Munchen í Þýskalandi.

Lífið
Fréttamynd

Um­fangs­mikil fanga­skipti gætu verið á næsta leiti

Merki eru um umfangsmikil fangaskipti á milli Rússlands og Hvíta-Rússlands annars vegar og Bandaríkjanna, Þýskalands og Slóveníu hins vegar. Hermt er að blaðamaður Wall Street Journal sem Rússar handtóku í fyrra verði hluti af skiptunum.

Erlent
Fréttamynd

Rússar reyndu að ráða for­stjóra Rheinmetall af dögum

Bandarísk yfirvöld komust að því í upphafi árs að rússnesk stjórnvöld hefðu áform um að drepa Armin Papperger, forstjóra þýska fyrirtækisins Rheinmetall. Fyrirtækið er einn stærsti vopnaframleiðandi Evrópu og hefur sent hergögn í gífurlegu magni til Úkraínu. Þýskum yfirvöldum tókst að koma í veg fyrir tilræðið, eftir að hafa verið vöruð við af bandarísku leyniþjónustunni.

Erlent
Fréttamynd

Merktir Ís­landi og Grinda­vík á stóra sviðinu í Frankfurt

Full­trúar Ís­lands á Heims­bikar­mótinu í Pílu­kasti stíga á stóra sviðið í Frankfurt á föstu­daginn kemur. Þeir Pétur Rúð­rik Guð­munds­son og Arn­grímur Anton Ólafs­son mynda lands­lið Ís­lands á mótinu en þetta er í annað sinn sem Ís­land er með þátt­töku­rétt á mótinu sem fram fer í Frankfurt í Þýska­landi.

Sport
Fréttamynd

Með­limur úr öryggissveit Orbáns lést í bíl­slysi

Lögreglumaður sem var í öryggissveit Viktors Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, lést í bílslysi í þýsku borginni Stuttgart í gær. Þar var Orban staddur ásamt föruneyti sínu til að fylgjast með leik Ungverja á EM í knattspyrnu.

Erlent
Fréttamynd

Fann fyrir nær­veru hinna látnu í Auschwitz

„Það tók virkilega á að sjá þennan stað og upplifa þá skelfilegu sögu sem þarna fór fram,“ segir ljósmyndarinn Hilmar Þór Norðfjörð. Hann heimsótti á dögunum útrýmingarbúðir nasista í Auschwitz með myndavélina við höndina.

Lífið