Hryðjuverk í London Vottar fjölskyldum látinna samúð Elísabet önnur Bretadrottning sendi frá sér tilkynningu í kjölfar hryðjuverkaárásanna í gærmorgun. Erlent 13.10.2005 19:28 Beita skal öllum ráðum Jacques Chirac Frakklandsforseti og Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, voru sammála um að berjast yrði gegn hryðjuverkum með öllum tiltækum ráðum þegar þeir fordæmdu árásirnar í samtölum við fjölmiðla í gær. Þeir vottuðu bresku þjóðinni samúð sína. Erlent 13.10.2005 19:28 Aukafréttatími á Stöð 2 í hádeginu Aukafréttatími verður á Stöð 2 í hádeginu vegna sprenginganna í Lundúnum í morgun. Fréttatíminn hefst klukkan 12. Erlent 13.10.2005 19:28 Handahófskennt fjöldamorð Ken Livingstone, borgarstjóri Lundúnaborgar, segir árásirnar í Lundúnum handahófskennt fjöldamorð hryðjuverkamanna. Erlent 13.10.2005 19:28 Fordæma árásirnar Hamid Karzai, forseti Afganistans, segir hryðjuverkin í Lundúnum viðurstyggileg og hneykslanleg. Hann segir það liggja fyrir að tilgangurinn hafi verið að myrða saklausa borgara og fordæmir árásirnar harðlega. Erlent 13.10.2005 19:28 Skýrar andstæður George W. Bush Bandaríkjaforseti telur að andstæðurnar á milli þjóðarleiðtoganna í Gleneagles í Skotlandi og tilræðismannanna í New York gætu ekki verið skarpari. Erlent 13.10.2005 19:28 Talað um fjórar sprengingar Samkvæmt nýjustu fréttaskeytum voru sprengingarnar í London fjórar en fyrr í dag var talið að þær hefðu ekki verið færri en sex. Breska útvarpið greinir frá skelfilegum aðstæðum á vettvangi: fólk sem misst hefur útlimi og er mjög illa leikið. Erlent 13.10.2005 19:28 Sjónarvottar segja fleiri látna Breska útvarpið, BBC, segir að árás hafi verið gerð á Lundúnir. Yfirvöld vilja ekki segja neitt um hvað kann að hafa gerst en engir aðrir velkjast í vafa um að hryðjuverkaárásir hafi verið gerðar. Fjöldi fólks hefur slasast og og staðfestu hefur verið að tveir féllu. Sjónarvottar sem breskir fjölmiðlar ræða við greina frá mun fleiri föllnum. Erlent 13.10.2005 19:28 Hið minnsta 37 látnir Þrjátíu og sjö hið minnsta voru myrtir í hryðjuverkaárásunum í Lundúnum í dag. Tala þeirra sem fórust hefur verið mjög á reiki í dag. Reuters-fréttaþjónustan hefur heimildir fyrir því að fjörutíu og fimm hafi farist. Erlent 13.10.2005 19:28 Tíu létust við King´s Cross CNN greindi rétt í þessu frá því að tíu hefðu farist í árásinni við King´s Cross stöðina. Ferðir Eurostar-lesta um Ermasundsgöngin hafa verið felldar niður í kjölfar árásanna. Víðar í Evrópu berast fregnir sem ýta undir óttann: tvær stórar verslunarmiðstöðvar hafa til að mynda verið rýmdar í Búdapest og í Varsjá varð mikið uppnám vegna bruna í megin stjórnarbyggingunni þar. Erlent 13.10.2005 19:28 37 látnir; al-Qaida ábyrg Þrjátíu og sjö hið minnsta voru myrtir í hryðjuverkaárásum í Lundúnum í dag. Hópur tengdur al-Qaida kveðst bera ábyrgð á sjö sprengingum á fjórum stöðum í borginni. Erlent 13.10.2005 19:28 « ‹ 6 7 8 9 ›
Vottar fjölskyldum látinna samúð Elísabet önnur Bretadrottning sendi frá sér tilkynningu í kjölfar hryðjuverkaárásanna í gærmorgun. Erlent 13.10.2005 19:28
Beita skal öllum ráðum Jacques Chirac Frakklandsforseti og Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, voru sammála um að berjast yrði gegn hryðjuverkum með öllum tiltækum ráðum þegar þeir fordæmdu árásirnar í samtölum við fjölmiðla í gær. Þeir vottuðu bresku þjóðinni samúð sína. Erlent 13.10.2005 19:28
Aukafréttatími á Stöð 2 í hádeginu Aukafréttatími verður á Stöð 2 í hádeginu vegna sprenginganna í Lundúnum í morgun. Fréttatíminn hefst klukkan 12. Erlent 13.10.2005 19:28
Handahófskennt fjöldamorð Ken Livingstone, borgarstjóri Lundúnaborgar, segir árásirnar í Lundúnum handahófskennt fjöldamorð hryðjuverkamanna. Erlent 13.10.2005 19:28
Fordæma árásirnar Hamid Karzai, forseti Afganistans, segir hryðjuverkin í Lundúnum viðurstyggileg og hneykslanleg. Hann segir það liggja fyrir að tilgangurinn hafi verið að myrða saklausa borgara og fordæmir árásirnar harðlega. Erlent 13.10.2005 19:28
Skýrar andstæður George W. Bush Bandaríkjaforseti telur að andstæðurnar á milli þjóðarleiðtoganna í Gleneagles í Skotlandi og tilræðismannanna í New York gætu ekki verið skarpari. Erlent 13.10.2005 19:28
Talað um fjórar sprengingar Samkvæmt nýjustu fréttaskeytum voru sprengingarnar í London fjórar en fyrr í dag var talið að þær hefðu ekki verið færri en sex. Breska útvarpið greinir frá skelfilegum aðstæðum á vettvangi: fólk sem misst hefur útlimi og er mjög illa leikið. Erlent 13.10.2005 19:28
Sjónarvottar segja fleiri látna Breska útvarpið, BBC, segir að árás hafi verið gerð á Lundúnir. Yfirvöld vilja ekki segja neitt um hvað kann að hafa gerst en engir aðrir velkjast í vafa um að hryðjuverkaárásir hafi verið gerðar. Fjöldi fólks hefur slasast og og staðfestu hefur verið að tveir féllu. Sjónarvottar sem breskir fjölmiðlar ræða við greina frá mun fleiri föllnum. Erlent 13.10.2005 19:28
Hið minnsta 37 látnir Þrjátíu og sjö hið minnsta voru myrtir í hryðjuverkaárásunum í Lundúnum í dag. Tala þeirra sem fórust hefur verið mjög á reiki í dag. Reuters-fréttaþjónustan hefur heimildir fyrir því að fjörutíu og fimm hafi farist. Erlent 13.10.2005 19:28
Tíu létust við King´s Cross CNN greindi rétt í þessu frá því að tíu hefðu farist í árásinni við King´s Cross stöðina. Ferðir Eurostar-lesta um Ermasundsgöngin hafa verið felldar niður í kjölfar árásanna. Víðar í Evrópu berast fregnir sem ýta undir óttann: tvær stórar verslunarmiðstöðvar hafa til að mynda verið rýmdar í Búdapest og í Varsjá varð mikið uppnám vegna bruna í megin stjórnarbyggingunni þar. Erlent 13.10.2005 19:28
37 látnir; al-Qaida ábyrg Þrjátíu og sjö hið minnsta voru myrtir í hryðjuverkaárásum í Lundúnum í dag. Hópur tengdur al-Qaida kveðst bera ábyrgð á sjö sprengingum á fjórum stöðum í borginni. Erlent 13.10.2005 19:28
Sigurjón minnist David Lynch: Prívat maður sem þoldi ekki neikvæðni og vildi hjálpa Íslendingum eftir hrunið Bíó og sjónvarp