Veitingastaðir

Veitingastaðir

Fréttir af starfsemi veitingastaða á Íslandi.

Fréttamynd

Tipsý bar valinn besti barinn í Reykja­vík

Kokteilabarinn Tipsý bar og lounge var valinn besti barinn í Reykjavík árið 2025 á Norrænu Barþjóna verðlaununum, Bartenders’ Choice Awards, í Stokkhólmi í Svíþjóð í gærkvöldi. Auk þess var Helga Signý, barþjónn hjá Tipsy, valin rísandi stjarna Íslands.

Lífið

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Kisurnar fögnuðu af­mælinu með stæl

Kattakaffihúsið, fyrsta og eina kattakaffihús landsins, fagnaði sjö ára afmæli rekstursins síðastliðinn laugardag með pomp og prakt. Margt var um bæði köttinn og manninn.

Lífið
Fréttamynd

Hlý­leg stemmning og ein­stök matarupplifun

Í hjarta Reykjavíkur, á horni Skólavörðustígs og Óðinsgötu er að finna veitingastaðinn Sjávargrillið. Staðurinn er þekktur fyrir að bjóða upp á einstaka matarupplifun þar sem ferskasta hráefni er í forgrunni. Sjávargrillið er veitingastaður vikunnar á Vísi.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Vilja hval­kjöt af mat­seðlinum

Fjöldi þjóðþekktra einstaklinga, listamanna og annarra, hafa skrifað undir áskorun sem beinist að veitingamönnum, áskorun þess efnis að þeir taki hvalkjöt af matseðli sínum.

Innlent
Fréttamynd

Bobbingastaður í bobba

Fyrirtækið Hooters of America, sem rekur veitingastaðakeðjuna Hooters, er sagt vinna með lánadrottnum að því að lýsa yfir gjaldþroti á næstu mánuðum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Wok to Walk opnar þrjá staði þar sem áður var Wok On

Alþjóðlega veitingastaðakeðjan Wok to Walk opnaði fyrsta staðinn sinn hér á landi í desember en í dag eru þeir þrír talsins; í Borgartúni í Reykjavík, á Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði og á Smáratorgi. Staðirnir bjóða upp á ferskan asískan götubita sem er eldaður á wok pönnum yfir opnum eldi fyrir framan gestina.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Ofurstinn flytur til Texas

Höfuðstöðvar skyndibitakeðjunnar Kentucky Fried Chicken verða fluttar frá Louisville í Kentucky til Plano í Texas. Þetta tilkynntu forsvarsmenn Yum Brands, móðurfélags KFC, í gær. Fyrirtækið víðfræga var, eins og nafnið gefur til kynna, stofnað í Kentucky.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Eldur í mathöllinni í Hvera­gerði

Eldur kviknaði í morgun í djúpsteikingarpotti á veitingastað Yuzu í Gróðurhúsinu, mathöllinni í Hveragerði. Slökkvilið vinnur nú að því að tryggja vettvanginn og reykræsta. Útkallið barst um klukkan 11.25 til slökkviliðsins.Mathöllin er lokuð en opnar aftur seinnipartinn. 

Innlent
Fréttamynd

Í sam­keppni við Noona með Sinna

Inga Tinna Sigurðardóttir, eigandi Dineout.is, opnaði nýlega nýtt markaðstorg á vefnum sinna.is þar sem hægt er að bóka tíma í hárgreiðslu, á snyrtistofu, heilsulind, nudd og ýmsa þjálfun. Inga Tinna segir þau leggja áherslu á heilsu og vellíðan. Um 60 rekstraraðilar hafa skráð sig á síðuna.

Neytendur
Fréttamynd

Eldur kom upp í matarvagni

Eldur kom upp í matarvagni í Kópavogi. Tilkynning barst slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu fyrir skemmstu og eru slökkviliðsmenn á leiðinni á vettvang.

Innlent
Fréttamynd

Skip­brot meðaltals­stöðug­leika­leiðarinnar

Fjarlægðin gerir fjöllin blá og samningamál ósanngjarnari. Það er einfaldlega niðurstaðan af heildarsamningamálum SA við verkalýðshreyfinguna og tekur SVEIT, Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, heilshugar undir með Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, stjórnarmanni SA, um að óskynsamlegt sé að stilla fyrirtækjum upp við vegg í erfiðum aðstæðum.

Skoðun