Slökkvilið

Fréttamynd

Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldu­dal

Slökkvilið Vesturbyggðar sinnti útkalli í nótt vegna mengunarslyss þegar þúsund lítrar af maurasýru láku úr bamba á iðnaðarsvæði á Bíldudal. Engan sakaði en maurasýra er gríðarlega ertandi, bæði við snertingu og innöndun.

Innlent
Fréttamynd

Ingvar ráðinn slökkvi­liðs­stjóri

Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn slökkviliðsstjóri Slökkviliðs Fjarðabyggðar. Ráðning Ingvars var staðfest á fundi bæjarráðs Fjarðabyggðar þann 28. október síðastliðinn.

Innlent
Fréttamynd

Fækka áramótabrennum í Reykja­vík um fjórar

Fækka á áramótabrennum í Reykjavík úr tíu í sex. Erindi þess efnis var samþykkt á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í gær. Þær brennur sem lagt er til að verði lagðar af eru þær sem haldnar hafa verið við Rauðavatn, í Suðurfelli , Laugardal og Skerjafirði.

Innlent
Fréttamynd

Allt á floti á Auto í nótt

Vatnsúðakerfi skemmtistaðarins Auto fór í gang í nótt og vatn flæddi um allt gólfið. Dælubíll frá slökkviliðinu var sendur á staðinn og hreinsunarstarf tók um klukkutíma.

Innlent
Fréttamynd

Eldur í skor­steini í Máva­hlíð

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var með mikinn viðbúnað í Hlíðunum vegna elds sem kviknaði í skorsteini. Engin slys urðu á fólki og tókst að slökkva eldinn nokkuð auðveldlega.

Innlent
Fréttamynd

Bilun í bruna­boða á Kefla­víkur­flug­velli

Bilun var í brunaboða á Keflavíkurflugvelli í morgun og þurfi að rýma hluta flugvallarins í stutta stund. Samkvæmt upplýsingum frá Davíð Heimissyni varðstjóra hjá Brunavörnum Suðurnesja varði hún í aðeins stutta stund.

Innlent
Fréttamynd

Tveir á slysa­deild í kjöl­far bruna á Stuðlum

Tveir voru fluttir á slysadeild í kjölfar bruna á meðferðarheimilinu Stuðlum í Grafarvogi. Samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi varðstjóra hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu er búið að slökkva eldinn og verið að byrja reykræstingu.

Innlent
Fréttamynd

Vatnsleki í Skeifunni

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins aðstoðar nú Veitur við að dæla upp vatni sem lekur í Skeifunni í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Mikið tjón eftir að her­bergið fylltist af vatni

Umtalsvert tjón varð í kjallara fjölbýlishúss í Maríubakka í Breiðholti í síðustu viku þegar vatn flæddi upp að hurðarhún í lagnarými hússins. Lekinn varð þegar starfsmenn Veitna skiptu um inntaksloku í kaldavatnslögin í Maríubakkanum. Lögnin er frá árinu 1968 og er samkvæmt upplýsingum frá Veitum „ekki komin á tíma“.

Innlent
Fréttamynd

Þorði ekki að hringja í lög­regluna eftir að hafa kveikt í sumar­bú­stað

Tveir táningspiltar voru á rúntinum skammt frá Hvaleyrarvatni í febrúarmánuði árið 2020. Ökumaðurinn var búinn að drekka nokkra bjóra og klessti bílinn. Það var skítakuldi úti og piltarnir fóru inn um glugga á sumarbústað skammt frá. Þar fóru þeir að brjóta og bramla. Annar þeirra, sá sem hafði ekið bílnum, kveikti í pappír, setti inn í skáp og lokaði. Síðan gengu þeir á brott, en á meðan brann bústaðurinn til kaldra kola.

Innlent
Fréttamynd

Á­rekstur á Eyrarbakkavegi

Tveggja bíla árekstur varð á Eyrarbakkavegi í Árnessýslu um hálfþrjúleytið í dag. Svo virðist sem engin alvarleg slys hafi orðið á fólki.

Innlent
Fréttamynd

„Hann hverfur ofan í jörðina“

Aðstandendur tveggja ára drengs sem datt ofan í meira en tveggja metra djúpa holu í gær segjast enn vera að jafna sig. Mikil heppni sé að drengurinn hafi ekki slasast og ljóst að aðbúnaður sé ekki samkvæmt lögum.

Innlent