

Magnús Bjarki Snæbjörnsson smiður leitar nú logandi ljósi að kofa sem hann keypti af sveitarfélaginu Bláskógabyggð og ætlaði að flytja að sumarhúsi frændfólks síns og gera upp. Kofann keypti hann síðustu mánaðamót af Bláskógabyggð, en þegar hann fór að sækja hann í dag var hann horfinn.
Slitlag er nú komið á veginn allan hringinn í kringum Þingvallavatn og markar það lok 25 ára vegferðar sem hófst í tengslum við Kristnihátíðina á Þingvöllum árið 2000. Áfanganum verður fagnað sérstaklega á sunnudaginn, að viðstöddum bæði innviðaráðherra og vegamálastjóra.
Björgunarsveitir í uppsveitum Árnessýslu voru boðaðar út vegna ferðamanns sem talinn var í vændræðum í nágrenni við Hagavatn upp úr klukkan 20 í gærkvöldi.
Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á banaslysi í Brúará í júní er svo til lokið að sögn yfirlögregluþjóns.
Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á banaslysi sem varð á Breiðamerkurjökli í fyrra er lokið. Engar kærur eða ákærur verða gefnar út í málinu.
Engin nóróveira greindist í sýnum sem tekin voru úr Laugarvatni. Keppendur í þríþraut í Laugarvatni í upphafi mánaðarins fengu margir magapest eftir viðburðinn og alls tilkynntu 22 veikindi til sóttvarnalæknis eftir keppnina.
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á fyrsta forgangi vegna alvarlegs slyss í Silfru á Þingvöllum um tíuleytið. Um meðvitundarlausan einstakling var að ræða sem búið er að flytja á sjúkrahús.
Brosið fer ekki af organista Skálholtskirkjuna þessa dagana því fyrsti konsertflygil kirkjunnar er komin í hús og spilar organistinn á flygilinn meira og minna allan daginn. Flygilinn kostaði sextán milljónir króna og var sá peningur fengin í gegnum sérstaka söfnun.
Landshitamet hefur ekki fallið í dag en hitamet hafa fallið á nokkrum stöðvum á landinu. Til dæmis í Hjarðarlandi í Biskupstungum þar sem hiti mældist 29,2 í dag. Hitametið var þar 28,8 gráður.
Nóróveira hefur greinst í öllum fimm sýnum sem bárust frá einstaklingum sem veiktust af magakveisu eftir þríþraut á Laugarvatni 5. júlí síðastliðinn. Á fjórða tug hafa lýst því að hafa veikst á samfélagsmiðlum og 22 tilkynnt veikindin til sóttvarnalæknis.
Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir enn ekki liggja fyrir hvað orsakaði veikindi keppenda í þríþraut við Laugarvatn um helgina. Búið er að safna sýnum frá fólki sem veiktist og eru þau enn í greiningu.
Margir keppendur sem tóku þátt í þríþraut við Laugarvatn á laugardag fengu í magann að keppninni lokinni.
Sögulegt skákmót fór fram í gær sunnudaginn 29. júní í Laugarvatnshellum. Mótið var framkvæmt í samstarfi milli Vignirvatnar.is, Laugarvatnshella og heilsulindarinnar Fontana. 48 keppendur mættu til leiks, skákmenn á efri árum sem eru kunnugir öllum hnútum í skákheiminum og ungir og efnilegir.
„í góðu lagi“ er nýtt vottunarkerfi, sem tók formlega í gildi í dag en kerfið sýnir að vinnustaðir fari eftir kjarasamningum og reglum vinnumarkaðarins. Garðyrkjubændur ríða á vaðið með nýja kerfið í samvinnu við Báruna stéttarfélag, Framsýn stéttarfélag og Sölufélag garðyrkjumanna.
Dvalarheimili fyrir aldraða er klappað og klárt á Laugarvatni í húsnæði frá ríkinu en þar geta 30 manns verið í eins manns herbergjum eða 60 manns og þá tveir í herbergi. Stórt eldhús og mötuneyti er í húsinu. Einnig er sundlaug og íþróttahús við húsið, sjúkraþjálfun, verslun, veitingastaðir og góðar gönguleiðir.
Brunavarnir Árnessýslu slökktu sinueld við Apavatn upp úr hádegi í dag. Ábúandi var þar að brenna rusl á miðri sinubeðju þegar eldurinn breiddist svo út. Slökkviliðsmönnum var alls ekki skemmt enda ekki fyrsta sinn sem þeir hafa þurft að sinna slíku útkalli.
Rannsókn á banaslysi við Brúará miðar ágætlega að sögn yfirlögregluþjóns. Ferðamaður lést er hún féll í ána á föstudag síðastliðinn.
Mikil spenna er nú á Laugarvatni því þar fer fram norðurlandamót í Bridges og verða Norðurlandameistarar krýndir þar á morgun. Spilað er í menntaskólanum og allt mótið er í beinni útsendingu á netinu.
Erlendur ferðamaður, kona á fertugsaldri, sem féll í Brúará í gær var úrskurðuð látin á vettvangi. Um er að ræða þriðja banaslysið í Brúará á aðeins nokkrum árum. Sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir þetta mikið áhyggjuefni, mikilvægt sé að yfirfara öryggismál við ána sem sé á landi í einkaeigu.
Erlendi ferðamaðurinn sem féll í Brúará í gær er látinn. Um er að ræða konu á fertugsaldri sem var úrskurðuð látin á staðnum.
Það skemmtilegasta, sem þrjár systur á Geysi í Haukadal í Bláskógabyggð gera er að leika við geiturnar í garðinum heima hjá sér og leyfa þeim að snusast í kringum sig. Geiturnar elska að éta laufblöð úr lófa systranna og að hoppa og skoppa í kringum þær.
Fjölmennt lið frá björgunarsveitum auk þyrlu Landhelgisgæslunnar var kallað út á fimmta tímanum í dag vegna einstaklings sem féll í ána Brúará við Hlauptungufoss. Einstaklingurinn er fundinn en lögregla hefur ekki veitt neinar upplýsingar um líðan hans. Um er að ræða erlendan ferðamann.
Töfrandi sumarstemning ríkti á Hótel Geysi í Haukadal um síðustu helgi þegar ný lúxuslína hótelsins og Sóley Organics var kynnt í glæsilegum miðsumarsfögnuði. Margar af stjörnum landsins lögðu leið sína í sveitina þar sem íslenska sumarnóttin tók á móti þeim í sinni fegurstu mynd.
Banaslysið í Breiðamerkurjökli á síðasta ári hefur haft töluverð áhrif á undirbúning fyrir tvo manngerða íshella sem fyrirhugaðir eru í Langjökli. Sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir að tekið verði tillit til allra athugasemda forsætisráðuneytisins.
Nefnd um eftirlit með lögreglu tekur fyrir í júní mál fjölskyldu sem hefur kvartað til nefndarinnar vegna framkomu lögreglumanns þegar þeir var tilkynnt um andlát sonar síns. Samkvæmt svörum frá nefndinni eru þau að bíða frekari gagna og stefni svo að því að taka málið fyrir í júní.
Gerð var tilraun til að nota stolin greiðslukort í verslun í miðbæ Reykjavíkur síðdegis í gær. Þeim hafði fyrr um daginn verið stolið af ferðamanni sem beið eftir því að Strokkur sýndi listir sínar í Haukadal. Myndband náðist af stuldinum.
Um þúsund tonn af seyru frá sveitarfélögum og sumarbústöðum í uppsveitum Árnessýslu er nýtt til uppgræðslustarfa með góðum árangri. Á sama tíma er fólk hvatt til að henda alls ekki blauttuskum, tannþráðum eða munnpúðum í salerni.
Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á frelsissviptingu í Reykholti í Biskupstungum í apríl í fyrra er lokið. Það kemur í hlut héraðssaksóknara að gefa út ákæru í málinu.
Byggðaþróunarfulltrúi uppsveita Árnessýslu segir að eitthvað stórt eigi eftir að gerast í umferðinni á sínu atvinnusvæði vegna lélegra vega og samgangna. Fulltrúinn, sem býr í Þorlákshöfn taldi 150 holur í veginum á leið sinni í Aratungu í Bláskógabyggð en gafst þá upp að telja en þá átti viðkomandi samt eftir hálftíma í Aratungu
Í sumar verður nýtt baðlón opnað í uppsveitum Árnsessýslu undir nafninu Laugarás lagoon. Lónið verður við brúna sem liggur yfir Hvítá við byggðina í Laugarási. Ásamt baðlóninu verður veitingastaður opnaður, sem Gísli Matthías Auðunsson fer fyrir.