Næturlíf

Fréttamynd

Hringt á lög­reglu vegna starfs­manna veitinga­staðar

Í gærkvöldi barst Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um yfirstandandi innbrot á veitingastaði í miðborginni. Þegar lögreglu bar að garði kom í ljós að um misskilning var að ræða, þar voru starfsmenn veitingastaðarins að þrífa staðinn.

Innlent
Fréttamynd

Varð fyrir ælu á Bagga­lút

Jólatónleikatímabilið er farið af stað með allri sinni gleði og einstaka uppkasti eins og gestur á tónleikum Baggalúts í Háskólabíó fékk að kynnast í gærkvöldi. Víða var tekið á því á köldu föstudagskvöldi.

Lífið
Fréttamynd

Segist hafa drukkið of mikið: „Ég var dóna­leg“

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, segist hafa beðist afsökunar á framkomu sinni á skemmtistaðnum Kíkí síðastliðið föstudagskvöld. Hún viðurkennir að hafa drukkið of mikið umrætt kvöld og verið dónaleg.

Innlent
Fréttamynd

Segir at­vik aug­ljós í undar­legu máli

Björn Leví Gunnarsson, varaþingflokksformaður Pírata, segir mál Arndísar Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur þingmanns flokksins, sem var handtekin á skemmtistaðnum Kíki við Klapparstíg um helgina, vera sérstakt. Hennar hafi ekki verið getið í dagbók lögreglunnar um ofurölvi einstakling umrædda nótt.

Innlent
Fréttamynd

Þing­maður Pírata hand­tekinn á skemmti­stað

Arn­dís Anna Krist­ín­ar­dótt­ir Gunn­ars­dótt­ir, þingmaður Pírata, var hand­tek­in síðasta föstu­dag á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur. Hún segir ástæðuna vera að hún hafi verið of lengi inn á salerni staðarins.

Innlent
Fréttamynd

Horfði 10 ára á Exorcist

„Ég hef alltaf verið aðdáandi hryllingsmynda síðan ég var lítill. Ég er fæddur og uppalinn í Venesúela og man eftir að hafa leigt Exorcist myndirnar á VHS og ég var aðeins 10 ára. Einmitt vegna þessarar ástríðu fyrir hryllingsmyndum fór ég í ár að sjá The Nun II í bíó og hugsaði: í ár gæti ég endurskapað The Nun,“ segir Junior Sanchez Montes, sigurvegari búningakeppninnar í Halloween partýi FM957 og LÚX nightclub sem fram fór helgina fyrir Hrekkjavöku.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Ók ölvaður á gangandi veg­faranda

Einn var handtekinn og vistaður í fangaklefa eftir að hafa ekið ölvaður á gangandi vegfaranda í miðbæ Reykjavíkur. Vegfarandinn hlaut minniháttar meiðsl en ekki er nánar greint frá áverkum hans.

Innlent
Fréttamynd

Snjórinn fallinn

J-dagurinn, svonefndi, er haldinn hátíðlegur í dag um allan heim til að fagna því að jólabjórinn sé mættur. Dagskrá hófst á Dönsku kránni klukkan 12:00 í dag og „snjórinn féll“ klukkan 20:59.

Lífið
Fréttamynd

Ó­hæfir em­bættis­menn valdi skatt­greið­endum fjár­hags­tjóni

Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Sverris Einars Eiríkssonar, annars eiganda skemmtistaðarins B, telur lögreglu hafa farið algjöru offari þegar kom að eftirliti á staðnum og sakar hana um valdníðslu. Þá telur hann að sýslumaður hafi brotið meginreglur stjórnsýslulaga með þeirri ákvörðun að svipta staðinn tímabundnu rekstrarleyfi. 

Innlent
Fréttamynd

Starfs­­­leyfi skemmti­staðarins B aftur­­­kallað

Skemmtistaðnum B verður lokað tímabundið, frá og með deginum í dag. Lokunin stendur yfir í sex vikur. Sýslumaður afturkallaði starfsleyfi staðarins vegna tilkynninga frá lögreglu um að á staðnum hafi á tilteknum dögum verið of margir gestir. Þá hafi ungmenni undir aldri verið meðal gesta. Eigendur ætla í skaðabótamál.

Innlent
Fréttamynd

Gömlu húsa­kynni Húrra glædd nýju lífi

Skemmtistaðurinn Húrra fær endurnýjun lífdaga von bráðar en rekstrarstjóri skemmtistaðarins Bravó hyggst opna þar nýjan stað, sem ber nafnið Radar. Áhersla verður lögð á raftónlist og þá tekur Bravó einnig breytingum. Nýi staðurinn opnar í nóvember.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skrúfa niður í djamminu á Prikinu

Mikið stendur til á veitingahúsinu Prikinu í hjarta miðbæjar Reykjavíkur þessa dagana. Staðurinn gengur í gengum endurnýjun lífdaga og verður hér eftir aðeins á einni hæð. Skrúfað verður niður í djamminu sem hefur einkennt starfsemina síðusta áratug.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þegar Þórscafé var heitasti skemmtistaðurinn í Reykjavík

Veitinga- og skemmtistaðurinn Þórscafé er á meðal langlífustu og vinsælustu skemmtistaða sem hér hafa starfað en saga hans spannaði ríflega hálfa öld. Á tímabili var Þórscafé eini staðurinn í Reykjavík þar sem lifandi tónlist var leikin að staðaldri og flestir af þekktustu tónlistarmönnum og hljómsveitum þjóðarinnar komu þar fram.

Lífið
Fréttamynd

Átök ókunnugra kvenna við Petersen-svítuna enduðu fyrir dómi

Ung kona var í dag dæmd í þrjátíu daga fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir líkamsárás sem átti sér stað á djamminu í miðbæ Reykjavíkur í júní 2021, nánar tiltekið fyrir framan Petersen-svítuna. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness.

Innlent
Fréttamynd

Hefur sent lögreglustjóra formlega kvörtun

Sverrir Einar Eiríksson, eigandi skemmtistaðarins B, hefur sent Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu formlega kvörtun vegna framgöngu lögregluþjóns sem handtók hann á skemmtistaðnum á laugardag.

Innlent
Fréttamynd

Skemmtistaðnum B lokað og eigandinn leiddur út í járnum

Skemmtistaðnum B við Bankastræti 5 í Reykjavík var lokað á laugardagskvöld vegna þess að of margir gestir voru á staðnum og einhverjir gestir reyndust undir lögaldri. Sverrir Einar Eiríksson, eigandi staðarins, var handtekinn og leiddur út af staðnum í járnum.

Innlent
Fréttamynd

Fannst rænulítill við hlið rafhlaupahjóls

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning um mann sem lá með skerta meðvitund við hlið rafhlaupahjóls í miðbænum. Sá var fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Alls voru 82 mál skráð hjá lögreglu í gærkvöldi og í nótt en í dagbók lögreglunnar segir að þar hafi mest verið um að ræða aðstoðarbeiðnir, tilkynningar um fólk í annarlegu ástandi og hávaðakvartanir.

Innlent
Fréttamynd

Var rændur og þurfti á slysadeild

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í nótt tilkynning um rán í Austurbæ. Gerendur höfðu ekkert upp úr krafsinu flytja þurfti þolanda ránsins á slysadeild. Að öðru leyti mun hafa verið rólegt í miðborginni í nótt en þó voru rúmlega sextíu mál skráð í bækur lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Sér­sveit send á skemmti­stað vegna hnífa­burðar

Talsverður erill var hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Sérsveit Ríkislögreglustjóra var til að mynda tvívegis kölluð út, annars vegar vegna tilkynningar um mann með skammbyssu og hins vegar vegna manns sem sagður var hóta fólki með hníf á skemmtistað.

Innlent