Þýski handboltinn

Níu Íslensk mörk í enn einum sigri Magdeburg | Elvar átti stórleik fyrir Melsungen
Gísli Þorgeir Kristjánsson, Ómar Ingi Magnússon og félagar þeirra í Magdeburg halda áfram á sigurbruat í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta, en liðið vann öruggan 11 marka sigur gegn Göppingen í kvöld. Þá átti Elvar Örn Jónsson stórleik í fjögurra marka sigri Melsungen gegn Minden á sama tíma.

Tumi Steinn hafði betur í Íslendingaslag
Nokkrir íslenskir handboltamenn voru í eldlínunni í evrópskum handbolta í kvöld.

Úrslit dagsins í þýska handboltanum
Öllum fjórum leikjum dagsins í þýska handboltanum er nú lokið eftir að viðureign Lemgo og Stuttgart var frestað.

Melsungen hafði betur í Íslendingaslag | Ýmir og félagar björguðu stigi
Fjórir leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld og það voru Íslendingar í eldlínunni í þeim öllum. Íslendingalið MT Melsungen vann öruggan sjö marka sigur gegn Daníel Þór Ingasyni og félögum hans í HBW Balingen-Weilstetten, 28-21.

Landsliðsmenn fóru mikinn í Frakklandi | Gummersbach heldur toppsætinu þrátt fyrir tap
Kristján Örn Kristjánsson var markahæstur þegar Aix vann Nancy með sex marka mun í frönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Þá er íslendingalið Gummersbach enn á toppi þýsku B-deildarinnar í handbolta þrátt fyrir tveggja marka tap gegn Lübeck-Schwartau á útivelli í kvöld.

Teitur og félagar köstuðu frá sér sigri | Bjarki skoraði þrjú í sigri
Íslendingar voru í eldlínunni í öllum fjórum leikjum þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta sem fram fóru í kvöld.

Tíu íslensk mörk í öruggum sigri Magdeburg | Arnór hafði betur í Íslendingaslag
Nú rétt í þessu lauk þremur leikjum í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta og það voru Íslendingar í eldlínunni í þeim öllum.

Hans Lindberg fór í markið í stuttbuxunum
Íslenski Daninn Hans Lindberg var ekki aðeins markahæstur hjá Füchse Berlin í Evrópudeildinni í handbolta í gærkvöldi því hann fór líka í markið hjá liðinu.

Ómar Ingi hvíldur er Magdeburg flaug áfram | Íslendingaslag frestað
Ómar Ingi Magnússon var hvíldur er Magdeburg pakkaði Minden saman í þýsku bikarkeppninni í handbolta í dag. Þá var Íslendingaslag Lemgo og Melsungen frestað.

Tumi steinn skoraði sjö í sigri Coburg
Tumi Steinn Rúnarsson skoraði sjö mörk fyrir Coburg er liðið vann níu marka sigur gegn Emsdettan í þýsku B-deildinni í handbolta í kvöld, 34-25.

Gummersbach úr leik í þýska bikarnum
Íslendingalið Gummersbach er úr leik í þýsku bikarkeppninni í handbolta eftir tveggja marka tap gegn Erlangen í kvöld, 29-27.

Sveinn sviptur EM-draumnum og nú er ljóst að hann spilar ekki meira í Danmörku
Sveinn Jóhannsson, landsliðsmaður í handbolta, mun ekki spila meira með SönderjyskE í Danmörku áður en hann yfirgefur félagið í sumar til að ganga til liðs við Erlangen.

Ómar Ingi aðeins annar sem verður markakóngur þýsku deildarinnar og EM
Á innan við einu ári varð Ómar Ingi Magnússon, landsliðsmaður í handbolta, markakóngur þýsku úrvalsdeildarinnar og Evrópumótsins.

Ásgeir Örn valdi leiðinlegustu mótherjana á ferlinum
Tveir fyrrverandi landsliðsmenn Þýskalands fóru mjög í taugarnar á Ásgeiri Erni Hallgrímssyni á ferlinum.

Valur selur Tuma Stein til Þýskalands
Íslands- og bikarmeistarar Vals hafa selt leikstjórnandann Tuma Stein Rúnarsson til þýska B-deildarliðsins Coburg 2000 samkvæmt heimildum íþróttadeildar.

„Ekkert leyndarmál að þetta er ofboðslega erfitt andlega“
Sveinn Jóhannsson var sviptur draumnum um að spila á EM í handbolta í næstu viku þegar hann meiddist í hné á landsliðsæfingu. Honum virðist hreinlega ekki hafa verið ætlað að spila á mótinu því áður hafði hann greinst með kórónuveirusmit á aðfangadag.

Bjarki Már fer frá Lemgo eftir tímabilið: „Vil fá nýja áskorun“
Bjarki Már Elísson, landsliðsmaður í handbolta, yfirgefur Lemgo þegar samningur hans við félagið rennur út eftir tímabilið.

Bjarki Már og Ómar Ingi tilnefndir sem handboltamenn ársins í Þýskalandi
Tveir íslenskir handboltamenn eru á 10 manna lista yfir þá leikmenn sem koma til greina sem handboltamenn ársins 2021 í Þýskalandi.

Ómar Ingi íþróttamaður ársins
Selfyssingurinn Ómar Ingi Magnússon er íþróttamaður ársins 2021. Hann varð efstur í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna en litlu munaði á tveimur efstu íþróttamönnunum í ár.

Arnór Þór frábær og íslensk mörk skiluðu Melsungen sigri
Það var nóg um að vera í þýska handboltanum í kvöld. Þá var Ágúst Elí Björgvinsson í eldlínunni í Danmörku.

Bjarki markahæstur er Lemgo tapaði stórt
Lemgo mátti þola stórt tap er liðið heimsótti Kiel í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Bjarki Már Elísson skoraði fimm mörk, lokatölur 32-19.

Janus Daði hafði betur í Íslendingaslag | Gummersbach jók forskot sitt á toppnum
Fimm Íslendingar voru í eldlínunni í tveimur efstu deildum þýska handboltans í tveimur leikjum var rétt í þessu að ljúka.

Teitur og félagar fyrstir til að leggja Magdeburg að velli
Teitur Örn Einarsson og félagar hans í Flensburg urðu í dag fyrsta liðið til að vinna sigur gegn Íslendingaliði Magdeburg í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta á tímabilinu. Lokatölur urðu 30-27, en Magdeburg hafði unnið alla 16 leiki sína til þessa.

Arnór og Bjarki skiptu stigunum á milli sín | Ekkert getur stöðvað Magdeburg
Það voru Íslendingar í eldlínunni í þremur af þeim fjórum leikjum sem spilaðir voru í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta á þessu Þorláksmessukvöldi. Arnór Þór Gunnarsson og félagar hans í Bergischer gerðu jafntefli gegn Bjarka Má Elíssyni og félögum í Lemgo, 27-27.

Teitur Örn hafði betur í Suðurlandsslagnum í Bundesligunni
Sex Íslendingar voru í eldlínunni í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Sjö íslensk mörk er Magdeburg tryggði sér sæti í átta liða úrslitum
Íslendingalið Magdeburg tryggði sér sæti í átta liða úrslitum þýsku bikarkeppninnar í handbolta í kvöld með fimm marka sigri gegn B-deildarliði Hamm-Westfalen, 26-31.

„Ógeðslega pirraður og reiður“
„Það er auðvitað eins leiðinlegt og það verður að lenda í þessu núna,“ segir handboltamaðurinn Hákon Daði Styrmisson sem spilar ekki meira á þessari leiktíð.

Ómar Ingi markahæstur í Íslendingaslag
Ómar Ingi Magnússon hélt uppteknum hætti í markaskorun þegar Magdeburg heimsótti Bergischer í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Bjarki Már markahæstur í miklum markaleik
77 mörk voru skoruð í Íslendingaslag Stuttgart og Lemgo í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Fyrrverandi handboltamarkvörður keppir á HM í pílukasti
Þjóðverjinn Florian Hempel er með annan bakgrunn en aðrir keppendur á heimsmeistaramótinu í pílukasti. Hann er nefnilega fyrrverandi handboltamarkvörður.