Viðskipti Efnahagslífið enn berskjaldað fyrir höggum Davíð Oddsson seðlabankastjóri hótar enn meiri vaxtahækkunum í desember og segir bæði verðbólgu og spennu ennþá mjög mikla. Á fundi hjá Viðskiptaráði Íslands í morgun sagði Davíð íslenskt efnahagslíf enn þá berskjaldað fyrir höggum. Innlent 7.11.2006 12:12 Segja Björgólf standa á bak við kaupin á West Ham Hópur sem Eggert Magnússon, formaður KSÍ, fer fyrir og vill eignast enska úrvalsdeildarfélagið West Ham hefur fengið aðgang að bókhaldi félagsins eftir því sem fram kemur á vef breska blaðsins Daily Telegraph. Þá kemur fram á vef dagblaðsins Independent að talið sé að Björgólfur Guðmundsson, stjórnarformaður Landsbankans, standi á bak við kaupin. Innlent 7.11.2006 11:14 Hagnaður þýsku kauphallarinnar eykst Þýska kauphöllin í Frankfurt, Deutsche Börse, skilaði 175,1 milljón evru í hagnað á þriðja ársfjórðungi. Þetta svarar til 15,1 milljarðs íslenskra króna sem er 58 prósentum meira en á sama tíma fyrir ári. Stærstur hluti hagnaðarins er komin til vegna sölu á eignum í Bandaríkjunum á tímabilinu. Viðskipti erlent 7.11.2006 09:03 Mælir með kaupum á bréfum Mosaic Fashions Greiningardeild Kaupþings banka hefur gefið út verðmat á Mosaic Fashions. Í verðmatinu segir að deildin telji vaxtarmöguleika Mosaic felast fyrst og fremst í opnun nýrra verslana utan Bretlands, sérstaklega á mörkuðum sem hafi reynst félaginu vel. Mælir deildin með kaupum á bréfum Mosaic Fashions. Viðskipti innlent 6.11.2006 16:57 Landsbankinn spáir 7,2 prósenta verðbólgu Greiningardeild Landsbankans segja í endurskoðaðri verðbólguspá fyrir nóvember að verðhjöðnun verði upp á 0,1 prósent á milli mánaða, sem er lækkun frá óbreyttri vísitölu í fyrri. Gangi spáin eftir mun 12 mánaða verðbólga nema 7,2 prósentum. Viðskipti innlent 6.11.2006 16:43 Methagnaður hjá SPRON Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis (SPRON) skilaði 9,8 milljörðum króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Hagnaðurinn nú er orðinn meiri en SPRON skilaði á öllu síðasta ári. Viðskipti innlent 6.11.2006 16:12 Lakshmi Mittal skipaður forstjóri Arcelor Mittal Indverskættaði stálkóngurinn Lakshmi Mittal, einn ríkasti maður sem búsettur er á Bretlandseyjum, hefur tekið við sem forstjóri hins nýsameinaða stálfyrirtækis Arcelor Mittal. Fyrirtæki Mittals, Mittal Steel, keypti stálfyrirtækið Arcelor fyrir fimm mánuðum og hafa fyrirtækið sameinast. Viðskipti erlent 6.11.2006 14:51 Statoil eykur olíuvinnslu við Mexíkóflóa Norski ríkisolíurisinn Statoil greindi frá því í dag að það hefði ætli að kaupa ýmsar eignir og réttindi til olíuvinnslu af bandaríska olíufélaginu Anadarko Petroleum Corp. við Mexíkóflóa. Kaupverð nemur 901 milljón dölum eða ríflega 61,5 milljarða íslenskra króna. Viðskipti erlent 6.11.2006 13:28 Hráolíuverð lækkaði Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði í dag þrátt fyrir að ákvörðun OPEC, samtök olíuútflutningsríkja, um samdrátt í olíuframleiðslu til að sporna gegn frekari verðlækkunum á hráolíu, gekk í gildi á miðvikudag í síðustu viku. Ekki er talið víst að eining sé um ákvörðunina innan aðildarríkja OPEC. Viðskipti erlent 6.11.2006 10:20 LSE og Kauphöllin í Tókýo ræða saman Stjórn kauphallarinnar í Tókýó í Japan, einhver stærsta kauphöllin í Asíu, hefur lýst því yfir að hún eigi í samstarfsviðræðum við kauphöllina í Lundúnum (LSE). Að sögn breska ríkisútvarpsins (BBC) er meðal annars rætt um skráningu fyrirtækja í báðum kauphöllum. Viðskipti erlent 6.11.2006 09:50 Kaupþing eykur hlutafé bankans Kaupþing banki ætlar að bjóða út nýja hluti í bankanum sem nemur allt að 10 prósentum af heildarhlutafé í bankanum. Sótt verður um skráningu á nýju hlutunum, sem gefnir verða út í tengslum við útboðið, á aðallista Kauphallar Íslands og á O-lista Kauphallarinnar í Stokkhólmi. Viðskipti innlent 6.11.2006 09:42 Lætur af stjórnarformennsku FME Stefán Svavarsson lætur af stjórnarformennsku Fjármálaeftirlitsins um áramót þegar skipunartími hans rennur út. Viðskipti innlent 3.11.2006 17:58 Peningaskápurinn ... Viðskipti innlent 3.11.2006 17:58 Ákvörðun áfrýjað Osta og smjörsalan hefur áfrýjað til áfrýjunarnefndar samkepppnismála ákvörðun Samkeppniseftirlitsins frá því 13. október síðast liðinn. Þar var kveðið á um að Osta- og smjörsalan hefði brotið gegn samkeppnislögum með því að mismuna viðskiptaaðilum með ólíkum skilmálum í samskonar viðskiptum með undanrennuduft. Viðskipti innlent 3.11.2006 17:58 Stjórn bíður átekta Stjórn plastframleiðslufyrirtækisins Polimoon ASA getur ekki mælt með því að hluthafar samþykki yfirtökutilboð frá Plast Holding A/S. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem stjórnin sendi frá sér í kjölfar þess að Promens, dótturfélag Atorku, lýsti því yfir að það hygðist gera yfirtökutilboð um kaup á öllu hlutafé fyrirtækisins. Viðskipti innlent 3.11.2006 17:58 Besti fjórðungur í sögu Símans Tap Símans á árinu nemur þremur milljörðum króna vegna gengisáhrifa á fyrri hluta ársins. Afkoman á þriðja ársfjórðungi er 250 prósentum betri en í fyrra. Viðskipti innlent 3.11.2006 17:58 Stofnfé SPH verður aukið Eigendur stofnfjárhluta í SPH samþykktu í vikunni að auka stofnfé tæplega fimmfalt til að mæta skiptihlutföllum vegna fyrirhugaðs samruna við SPV. Viðskipti innlent 3.11.2006 17:57 Time Warner þrefaldar gróða Hagnaður bandaríska fjölmiðla- og útgáfusamsteypunnar Time Warner tæplega þrefaldaðist á þriðja fjórðungi ársins. Mestur hluti hagnaðarins kemur frá auglýsingatekjum nethluta félagsins, American Online (AOL). Hagnaður samsteypunnar nam 2,3 milljörðum Bandaríkjadala, jafnvirði 155,8 milljarða íslenskra króna, en hann nam 853 milljónum dala eða 57,7 milljörðum króna á sama tíma fyrir ári. Viðskipti erlent 3.11.2006 17:58 Verðbólgan er næstmest hér Verðbólga innan Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) mældist 2,1 prósent á ársgrundvelli í september, samanborið við 3 prósent mánuðinn á undan. Verðbólgan er líkt og fyrri mánuði næstmest hér á landi. Viðskipti innlent 3.11.2006 17:58 Íslandspóstur innleiðir handtölvulausn fyrir útkeyrslur Íslandspóstur og handPoint ehf. hafa samið um innleiðingu allt að 40 greiðsluhandtölva sem verða meðal annars notaðar við útkeyrslu- og afhendingu pakka sem er dreift af Íslandspósti. Viðskipti innlent 3.11.2006 17:59 Kaupþing spáir 7,4 prósenta verðbólgu Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,23 prósent á milli mánaða í október en greiningaraðilar höfðu spáð 0,4 prósentustiga hækkun milli mánaða. Verðbólga mælist nú 7,2 prósent en greiningardeild Kaupþing spáir að hún muni hækka og verða 7,4 prósent í næstu mælingu. Viðskipti innlent 3.11.2006 17:12 Seðlabankinn undirbýr lántöku til styrkingar á gjaldeyrisforða Fjármálaráðherra og bankastjórn Seðlabanka Íslands hafa undanfarna mánuði átt viðræður um styrkingu á gjaldeyrisforða bankans. Seðlabankinn hefur í umboði fjármálaráðherra falið Barclays Capital, Citigroup and Dresdner Kleinwort að hefja undirbúning að lántöku á evrumarkaði til styrkingar á gjaldeyrisforða bankans. Viðskipti innlent 3.11.2006 15:07 Danskur lögfræðingur og rússneskur ráðherra í umfjöllun Ekstra Bladet Hjálparhella íslenskra kaupsýslumanna í Danmörku, danski lögmaðurinn Jeff Galmond, og rússneski fjarskiptaráðherrann eru í aðalhlutverki fréttaskýringar Ekstra-blaðsins danska í dag um íslensku útrásina. Innlent 3.11.2006 12:21 Hagnaður Whole Foods Market eykst Bandaríska matvöruverslanakeðjan Whole Foods Market skilaði 319 milljóna dala hagnaði á síðasta rekstrarári, sem lauk í september. Þetta svarar til ríflega 21,6 milljarða íslenskra króna og er 39 prósenta aukning frá síðasta ári. Keðjan selur íslenskar landbúnaðarvörur í búðum sínum, þar á meðal skyr. Viðskipti erlent 3.11.2006 11:54 Óbreytt atvinnuleysi á evrusvæðinu Atvinnuleysi mældist 7,8 prósent á evrusvæðinu í september en það er óbreytt frá mánuðinum á undan, samkvæmt upplýsingum frá Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Viðskipti erlent 3.11.2006 11:33 Hagnaður Eyris rúmir 1,5 milljarðar króna Fjárfestingafélagið Eyrir Invest hagnaðist um rúma 1,5 milljarða krónur á fyrstu mánuðum ársins. Hlutafé hefur verið aukið um 10 prósent. Í tilkynningu frá Eyri segir að fjárhagslegur styrkleiki aukist í hlutafjáraukningarinnar og innkomu nýrra fjárfesta. Nýtt hlutafé verður að fullu innborgað í lok ársins. Viðskipti innlent 3.11.2006 11:15 Landsbankinn mælir með kaupum í Bakkavör Greiningardeild Landsbankans segir rekstur Bakkavarar hafa gengið vel á árinu og félagið vaxið umfram markaðinn. Deildin segir í nýju mati á félaginu að verðmatsgengi gefi 62,5 og verði vænt verð eftir 12 mánuði 69,4 krónur á hlut. Deildin mælir því með kaupum á bréfum í Bakkavör. Viðskipti innlent 3.11.2006 10:41 Síminn hagnast um 3 milljarða Síminn skilaði 3.264 milljóna króna hagnaði á þriðja ársfjórðungi samanborið við 929 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Þetta er 250 prósenta aukning. Tekjur félagsins voru 6,2 milljarðar króna og jukust um 19 prósent á milli ára. Viðskipti innlent 3.11.2006 09:39 Hluturinn í Glitni metinn á tæpa 100 milljarða. Verðmæti hlutabréfa FL Group í Glitni eru metin á 97 milljarða króna eftir að FL jók hlut sinn í bankanum í vikunni. Nemur eignarhluturinn nú um 29 prósentum en var um tíu prósent í ársbyrjun. Viðskipti innlent 2.11.2006 18:27 Óbreyttur hagnaður Storebrands Norska fjármálafyrirtækið Storebrand hagnaðist um nærri 3,3 milljarða króna fyrir skatta á þriðja ársfjórðungi og stóð hagnaður í stað á milli ára. Fyrir fyrstu níu mánuði ársins hagnaðist Storebrand um 11,7 milljarða króna fyrir skatta sem er um tíu prósenta aukning frá 2005. Viðskipti erlent 2.11.2006 18:27 « ‹ 108 109 110 111 112 113 114 115 116 … 223 ›
Efnahagslífið enn berskjaldað fyrir höggum Davíð Oddsson seðlabankastjóri hótar enn meiri vaxtahækkunum í desember og segir bæði verðbólgu og spennu ennþá mjög mikla. Á fundi hjá Viðskiptaráði Íslands í morgun sagði Davíð íslenskt efnahagslíf enn þá berskjaldað fyrir höggum. Innlent 7.11.2006 12:12
Segja Björgólf standa á bak við kaupin á West Ham Hópur sem Eggert Magnússon, formaður KSÍ, fer fyrir og vill eignast enska úrvalsdeildarfélagið West Ham hefur fengið aðgang að bókhaldi félagsins eftir því sem fram kemur á vef breska blaðsins Daily Telegraph. Þá kemur fram á vef dagblaðsins Independent að talið sé að Björgólfur Guðmundsson, stjórnarformaður Landsbankans, standi á bak við kaupin. Innlent 7.11.2006 11:14
Hagnaður þýsku kauphallarinnar eykst Þýska kauphöllin í Frankfurt, Deutsche Börse, skilaði 175,1 milljón evru í hagnað á þriðja ársfjórðungi. Þetta svarar til 15,1 milljarðs íslenskra króna sem er 58 prósentum meira en á sama tíma fyrir ári. Stærstur hluti hagnaðarins er komin til vegna sölu á eignum í Bandaríkjunum á tímabilinu. Viðskipti erlent 7.11.2006 09:03
Mælir með kaupum á bréfum Mosaic Fashions Greiningardeild Kaupþings banka hefur gefið út verðmat á Mosaic Fashions. Í verðmatinu segir að deildin telji vaxtarmöguleika Mosaic felast fyrst og fremst í opnun nýrra verslana utan Bretlands, sérstaklega á mörkuðum sem hafi reynst félaginu vel. Mælir deildin með kaupum á bréfum Mosaic Fashions. Viðskipti innlent 6.11.2006 16:57
Landsbankinn spáir 7,2 prósenta verðbólgu Greiningardeild Landsbankans segja í endurskoðaðri verðbólguspá fyrir nóvember að verðhjöðnun verði upp á 0,1 prósent á milli mánaða, sem er lækkun frá óbreyttri vísitölu í fyrri. Gangi spáin eftir mun 12 mánaða verðbólga nema 7,2 prósentum. Viðskipti innlent 6.11.2006 16:43
Methagnaður hjá SPRON Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis (SPRON) skilaði 9,8 milljörðum króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Hagnaðurinn nú er orðinn meiri en SPRON skilaði á öllu síðasta ári. Viðskipti innlent 6.11.2006 16:12
Lakshmi Mittal skipaður forstjóri Arcelor Mittal Indverskættaði stálkóngurinn Lakshmi Mittal, einn ríkasti maður sem búsettur er á Bretlandseyjum, hefur tekið við sem forstjóri hins nýsameinaða stálfyrirtækis Arcelor Mittal. Fyrirtæki Mittals, Mittal Steel, keypti stálfyrirtækið Arcelor fyrir fimm mánuðum og hafa fyrirtækið sameinast. Viðskipti erlent 6.11.2006 14:51
Statoil eykur olíuvinnslu við Mexíkóflóa Norski ríkisolíurisinn Statoil greindi frá því í dag að það hefði ætli að kaupa ýmsar eignir og réttindi til olíuvinnslu af bandaríska olíufélaginu Anadarko Petroleum Corp. við Mexíkóflóa. Kaupverð nemur 901 milljón dölum eða ríflega 61,5 milljarða íslenskra króna. Viðskipti erlent 6.11.2006 13:28
Hráolíuverð lækkaði Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði í dag þrátt fyrir að ákvörðun OPEC, samtök olíuútflutningsríkja, um samdrátt í olíuframleiðslu til að sporna gegn frekari verðlækkunum á hráolíu, gekk í gildi á miðvikudag í síðustu viku. Ekki er talið víst að eining sé um ákvörðunina innan aðildarríkja OPEC. Viðskipti erlent 6.11.2006 10:20
LSE og Kauphöllin í Tókýo ræða saman Stjórn kauphallarinnar í Tókýó í Japan, einhver stærsta kauphöllin í Asíu, hefur lýst því yfir að hún eigi í samstarfsviðræðum við kauphöllina í Lundúnum (LSE). Að sögn breska ríkisútvarpsins (BBC) er meðal annars rætt um skráningu fyrirtækja í báðum kauphöllum. Viðskipti erlent 6.11.2006 09:50
Kaupþing eykur hlutafé bankans Kaupþing banki ætlar að bjóða út nýja hluti í bankanum sem nemur allt að 10 prósentum af heildarhlutafé í bankanum. Sótt verður um skráningu á nýju hlutunum, sem gefnir verða út í tengslum við útboðið, á aðallista Kauphallar Íslands og á O-lista Kauphallarinnar í Stokkhólmi. Viðskipti innlent 6.11.2006 09:42
Lætur af stjórnarformennsku FME Stefán Svavarsson lætur af stjórnarformennsku Fjármálaeftirlitsins um áramót þegar skipunartími hans rennur út. Viðskipti innlent 3.11.2006 17:58
Ákvörðun áfrýjað Osta og smjörsalan hefur áfrýjað til áfrýjunarnefndar samkepppnismála ákvörðun Samkeppniseftirlitsins frá því 13. október síðast liðinn. Þar var kveðið á um að Osta- og smjörsalan hefði brotið gegn samkeppnislögum með því að mismuna viðskiptaaðilum með ólíkum skilmálum í samskonar viðskiptum með undanrennuduft. Viðskipti innlent 3.11.2006 17:58
Stjórn bíður átekta Stjórn plastframleiðslufyrirtækisins Polimoon ASA getur ekki mælt með því að hluthafar samþykki yfirtökutilboð frá Plast Holding A/S. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem stjórnin sendi frá sér í kjölfar þess að Promens, dótturfélag Atorku, lýsti því yfir að það hygðist gera yfirtökutilboð um kaup á öllu hlutafé fyrirtækisins. Viðskipti innlent 3.11.2006 17:58
Besti fjórðungur í sögu Símans Tap Símans á árinu nemur þremur milljörðum króna vegna gengisáhrifa á fyrri hluta ársins. Afkoman á þriðja ársfjórðungi er 250 prósentum betri en í fyrra. Viðskipti innlent 3.11.2006 17:58
Stofnfé SPH verður aukið Eigendur stofnfjárhluta í SPH samþykktu í vikunni að auka stofnfé tæplega fimmfalt til að mæta skiptihlutföllum vegna fyrirhugaðs samruna við SPV. Viðskipti innlent 3.11.2006 17:57
Time Warner þrefaldar gróða Hagnaður bandaríska fjölmiðla- og útgáfusamsteypunnar Time Warner tæplega þrefaldaðist á þriðja fjórðungi ársins. Mestur hluti hagnaðarins kemur frá auglýsingatekjum nethluta félagsins, American Online (AOL). Hagnaður samsteypunnar nam 2,3 milljörðum Bandaríkjadala, jafnvirði 155,8 milljarða íslenskra króna, en hann nam 853 milljónum dala eða 57,7 milljörðum króna á sama tíma fyrir ári. Viðskipti erlent 3.11.2006 17:58
Verðbólgan er næstmest hér Verðbólga innan Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) mældist 2,1 prósent á ársgrundvelli í september, samanborið við 3 prósent mánuðinn á undan. Verðbólgan er líkt og fyrri mánuði næstmest hér á landi. Viðskipti innlent 3.11.2006 17:58
Íslandspóstur innleiðir handtölvulausn fyrir útkeyrslur Íslandspóstur og handPoint ehf. hafa samið um innleiðingu allt að 40 greiðsluhandtölva sem verða meðal annars notaðar við útkeyrslu- og afhendingu pakka sem er dreift af Íslandspósti. Viðskipti innlent 3.11.2006 17:59
Kaupþing spáir 7,4 prósenta verðbólgu Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,23 prósent á milli mánaða í október en greiningaraðilar höfðu spáð 0,4 prósentustiga hækkun milli mánaða. Verðbólga mælist nú 7,2 prósent en greiningardeild Kaupþing spáir að hún muni hækka og verða 7,4 prósent í næstu mælingu. Viðskipti innlent 3.11.2006 17:12
Seðlabankinn undirbýr lántöku til styrkingar á gjaldeyrisforða Fjármálaráðherra og bankastjórn Seðlabanka Íslands hafa undanfarna mánuði átt viðræður um styrkingu á gjaldeyrisforða bankans. Seðlabankinn hefur í umboði fjármálaráðherra falið Barclays Capital, Citigroup and Dresdner Kleinwort að hefja undirbúning að lántöku á evrumarkaði til styrkingar á gjaldeyrisforða bankans. Viðskipti innlent 3.11.2006 15:07
Danskur lögfræðingur og rússneskur ráðherra í umfjöllun Ekstra Bladet Hjálparhella íslenskra kaupsýslumanna í Danmörku, danski lögmaðurinn Jeff Galmond, og rússneski fjarskiptaráðherrann eru í aðalhlutverki fréttaskýringar Ekstra-blaðsins danska í dag um íslensku útrásina. Innlent 3.11.2006 12:21
Hagnaður Whole Foods Market eykst Bandaríska matvöruverslanakeðjan Whole Foods Market skilaði 319 milljóna dala hagnaði á síðasta rekstrarári, sem lauk í september. Þetta svarar til ríflega 21,6 milljarða íslenskra króna og er 39 prósenta aukning frá síðasta ári. Keðjan selur íslenskar landbúnaðarvörur í búðum sínum, þar á meðal skyr. Viðskipti erlent 3.11.2006 11:54
Óbreytt atvinnuleysi á evrusvæðinu Atvinnuleysi mældist 7,8 prósent á evrusvæðinu í september en það er óbreytt frá mánuðinum á undan, samkvæmt upplýsingum frá Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Viðskipti erlent 3.11.2006 11:33
Hagnaður Eyris rúmir 1,5 milljarðar króna Fjárfestingafélagið Eyrir Invest hagnaðist um rúma 1,5 milljarða krónur á fyrstu mánuðum ársins. Hlutafé hefur verið aukið um 10 prósent. Í tilkynningu frá Eyri segir að fjárhagslegur styrkleiki aukist í hlutafjáraukningarinnar og innkomu nýrra fjárfesta. Nýtt hlutafé verður að fullu innborgað í lok ársins. Viðskipti innlent 3.11.2006 11:15
Landsbankinn mælir með kaupum í Bakkavör Greiningardeild Landsbankans segir rekstur Bakkavarar hafa gengið vel á árinu og félagið vaxið umfram markaðinn. Deildin segir í nýju mati á félaginu að verðmatsgengi gefi 62,5 og verði vænt verð eftir 12 mánuði 69,4 krónur á hlut. Deildin mælir því með kaupum á bréfum í Bakkavör. Viðskipti innlent 3.11.2006 10:41
Síminn hagnast um 3 milljarða Síminn skilaði 3.264 milljóna króna hagnaði á þriðja ársfjórðungi samanborið við 929 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Þetta er 250 prósenta aukning. Tekjur félagsins voru 6,2 milljarðar króna og jukust um 19 prósent á milli ára. Viðskipti innlent 3.11.2006 09:39
Hluturinn í Glitni metinn á tæpa 100 milljarða. Verðmæti hlutabréfa FL Group í Glitni eru metin á 97 milljarða króna eftir að FL jók hlut sinn í bankanum í vikunni. Nemur eignarhluturinn nú um 29 prósentum en var um tíu prósent í ársbyrjun. Viðskipti innlent 2.11.2006 18:27
Óbreyttur hagnaður Storebrands Norska fjármálafyrirtækið Storebrand hagnaðist um nærri 3,3 milljarða króna fyrir skatta á þriðja ársfjórðungi og stóð hagnaður í stað á milli ára. Fyrir fyrstu níu mánuði ársins hagnaðist Storebrand um 11,7 milljarða króna fyrir skatta sem er um tíu prósenta aukning frá 2005. Viðskipti erlent 2.11.2006 18:27