Viðskipti

Fréttamynd

Spáir 6,8 prósenta hagvexti í Rússlandi

Alexei Ulyukayev, bankastjóri rússneska seðlabankans, sagði á ráðstefnu um rússnesk efnahagsmál í dag að hagvöxtur í Rússlandi verði um 6,8 prósent á þessu ári. Helsti vöxturinn er í fjárfestingarstefsemi í landinu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

OPEC dregur úr olíuframleiðslu

Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði lítillega á helstu fjármálamörkuðum í dag í kjölfar þess að samtök olíuútflutningsríkja, OPEC, ákvað á fundi sínum í arabaríkinu Katar í dag að minnka olíuframleiðslu um 1,2 milljónir tunna á dag strax í næsta mánuði til að sporna gegn verðlækkunum á hráolíu. Þetta er 200.000 tunnum meira en búist var við.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Erlend lán í heimabönkum

Viðskiptavinum Frjálsa fjárfestingabankans hefur frá síðustu mánaðamótum staðið til boða að greiða af erlendum lánum í gegnum heimabanka eða með greiðsluseðlum, sem eru sendir heim. Fram til þessa hefur einungis verið hægt að greiða af erlendum lánum með millifærslum inn á reikning bankans í kjölfar bréflegrar tilkynningar um að komið sé að gjalddaga.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Óbreyttir vextir hjá Íbúðalánasjóði

Íbúðalánasjóður efndi til útboðs á íbúðabréfum í gær og bárust tilboð að nafnvirði 16,1 milljarða krónur. Greiningardeild Glitnis segir í Morgunkorni sínu að ákveðið hafi verið að taka tilboðum fyrir 7 milljarða krónur. Vextir Íbúðalánasjóðs eru óbreyttur eftir útboðið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tvö íslensk fyrirtæki meðal þeirra efstu á Europe´s 500

Tvö íslensk fyrirtæki eru meðal þeirra tíu efstu á lista samtakanna Europe's 500 yfir framsæknustu fyrirtæki í Evrópu fyrir árið 2006. Alls eru fimm íslensk fyrirtæki á listanum og hefur störfum hjá þeim fjölgað hraðast að meðaltali í þeim 25 Evrópulöndum sem listinn nær til.

Innlent
Fréttamynd

Lánshæfi ítalska ríkisins lækkar

Alþjóðlegu matsfyrirtækin Standard & Poor´s og Fitch Ratings lækkuðu í gær lánshæfismat Ítalska ríkisins. Ástæður lækkunarinnar eru há skuldastaða hins opinbera og mikill viðskiptahalli á Ítalíu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Stærsta útboð sögunnar

Fjárfestar skráðu sig fyrir bréfum í kínverska iðnaðar- og viðskiptabankanum, sem er einn sá stærsti í Kína og í eigu ríkisins, fyrir jafnvirði 19 milljarða bandaríkjadala, eða 1.297 milljarða íslenskra króna, að markaðsvirði í almennu hlutafjárútboði í dag. Þetta er stærsta útboð sögunnar. Bankinn verður skráður á markað í Hong Kong og Kína í lok mánaðarins.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ógilding samruna staðfest

Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest ákvörðun Samkeppniseftirlitsins frá því í sumar um að ógilda samruna lyfsölu- og lyfjaskömmtunarfyrirtækjanna DAC og Lyfjavers. Samruninn var sagður myndi raska samkeppni og skaða hagsmuni almennings.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Innkallanir valda samdrætti hjá Sony

Japanski hátækniframleiðandinn Sony hefur lækkað afkomuspá sína á yfirstandandi rekstrarári um rúman helming og lagt til hliðar 51 milljarð jena, jafnvirði 29,5 milljarða íslenskra króna, til að bregðast við áhrifum af miklum innköllunum á rafhlöðum undir merkjum fyrirtækisins.

Leikjavísir
Fréttamynd

Coca-Cola hitti í mark á HM

Bandaríski gosdrykkjaframleiðandinn Coca-Cola skilaði 1,46 milljarða dala hagnaði á þriðja fjórðungi ársins. Þetta svarar til tæplega 100 milljarða króna hagnaðs á tímabilinu og 14 prósenta aukningar milli ára.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Dow Jones mælist yfir 12 þúsund stigum

Dow Jones hlutabréfavísitalan hækkaði um 19 stig í dag og var yfir 12 þúsund stigum við lokun markaðar í Bandaríkjunum í dag, í fyrsta sinn í sögunni. Dow Jones vísitalan mælir gengi hlutabréfa í stærstu fyrirtækjum Bandaríkjanna. Minnkandi verðbólga í Bandaríkjunum, breytingar á olíu- og bensínverði og jákvæðar afkomutölur hjá fjölmörgum fyrirtækjum eru ástæður þessa að sögn sérfræðinga á markaði.

Erlent
Fréttamynd

Sony-Ericsson sækir í sig veðrið

Greiningardeild Landsbankans segir samkeppni hafa aukist á ný á farsímamarkaði eftir að stærstu framleiðendur farsíma skiluðu uppgjörum sínum. Hagnaður stærstu fyrirtækjanna minnkaði á milli ára en Sony-Ericsson sækir í sig veðrið.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Mikil hækkun á gengi Apple

Gengi bandaríska tækniframleiðandans Apple Computers hækkaði um 6 prósent á markaði vestanhafs í dag í kjölfar þess að fyrirtækið greindi í gær frá góðri afkomu á síðasta fjórðungi ársins, sem er fjórði fjórðungur ársins í rekstrarreikningi félagsins. Góð afkoma er að þakka mikil sala á Macintoshtölvum og iPod-spilurum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Samdráttur hjá Nokia

Hagnaður finnska farsímaframleiðandans dróst saman á milli ára þrátt fyrir aukna sölu á ódýrum gerðum farsíma á nýmörkuðum í Asíu og Suður-Ameríku. Ástæðan eru verðlækkanir á flestum gerðum farsíma. Afkoman er undir væntingum greiningaraðila.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hagnaður í skyndibitanum

Hagnaður bandarísku skyndibitakeðjunnar McDonald's, sem er ein sú stærsta í heimi, nam 843,3 milljónum bandaríkjadala, eða 57,6 milljörðum íslenskra króna, á þriðja fjórðungi ársins. Þetta er 17 prósenta aukning frá sama tíma í fyrra. Helsta ástæðan fyrir aukningunni er betri sala í Evrópu og Bandaríkjunum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Saxbygg kjölfestufjárfestir í Steni

Fjárfestingarfélagið Saxbygg er kjölfestufjárfestir í kaupum nokkurra fjárfesta á norska fyrirtækinu Steni sem framleiðir húsaklæðingar. Stofnað hefur verið eignarhaldsfélag, Steni Holding AS, sem er í eigu stjórnenda, starfsmanna og hóps íslenskra, norksra og finnskra fjárfesta.

Innlent
Fréttamynd

Hagnaður Nasdaq jókst um 70 prósent

Hagnaður bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq jókst um tæp 70 prósent á þriðja fjórðungi ársins. Hagnaðurinn nam 30,2 milljónum bandaríkjadala, um 2 milljörðum króna, en rekstrarár markaðarins einkenndist af kaupum í öðrum mörkuðum jafnt í Bandaríkjunum sem í Bretlandi og aukinni markaðshlutdeild.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Aukinn hagnaður hjá Coca Cola

Bandaríski gosdrykkjaframleiðandinn Coca-Cola skilaði 1,46 milljarða dala hagnaði á þriðja fjórðungi ársins. Þetta svarar til tæplega 100 milljarða króna hagnaðar á tímabilinu. Á sama tíma í fyrra nam hagnaðurinn 1,28 milljörðum dala eða 87,4 milljörðum íslenskra króna. Helsta ástæðan fyrir auknum hagnaði er meiri sala á nýjum mörkuðum Coca-Cola í Brasilíu og í Rússlandi.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Leonard áfram í Leifsstöð

Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf. og eigendur skartgripaverslunarinnar Leonard ehf. hafa endurnýjað samning um rekstur verslunar í flugstöðinni með úr og skartgripi. Sævar Jónsson eigandi Leonard ehf. og Höskuldur Ásgeirsson, forstjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, undirrituðu samninginn.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sony sker hagnað niður um helming

Japanski raftækjaframleiðandinn Sony hefur lækkað afkomuspá sína á yfirstandandi rekstrarári um rúman helming og lagt til hliðar 51 milljarð jena, jafnvirði 29,5 milljarða íslenskra króna, vegna gríðarmikilla innikallana á rafhlöðum undir merkjum fyrirtækisins á heimsvísu.

Leikjavísir
Fréttamynd

Grettir bætir við sig bréfum í Avion

Fjárfestingarfélagið Grettir fór upp fyrir tíu prósenta hlut í Avion Group í fyrradag. Grettir hefur verið duglegur að kaupa í félaginu því, frá byrjun október hefur heildarhlutur félagsins farið úr einu prósenti í 11,5 prósent. Reikna má með að bréfin hafi verið keypt á genginu 29,5-32 krónur á hlut en hluturinn stóð í 32,6 krónum í gær.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Enn bætist í krónubréfaútgáfuna

Í dag tilkynnti Eurofima um útgáfu á 3 milljarða króna jöklabréfum með 10 prósenta vöxtum og á lokagjalddaga í nóvember 2008. Greiningardeild Landsbankans segir í Vegvísi í dag að Eurofima, sem er banki í eigu evrópskra járnbrautarfélaga og með höfuðstöðvar í Sviss, sé nýr útgefandi jöklabréfa.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Líkur á vaxtahækkun í Bretlandi

Miklar líkur eru sagðar á hækkun stýrivaxta í Bretlandi í nóvember. Þegar Englandsbanki ákvað að halda stýrivöxtum óbreyttum fyrr í mánuðinum í 4,75 prósentum voru sjö meðlimir peningamálanefndar fylgjandi óbreyttum vöxtum en tveir á móti. Þeir studdu 25 punkta hækkun.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hagnaður Yahoo minnkar

Hagnaður bandaríska netfyrirtækisins Yahoo á þriðja fjórðungi ársins nam 159 milljónum bandaríkjadala, jafnvirði 10,9 milljarða íslenskra króna. Þetta er 38 prósenta samdráttur á milli ára og segja forsvarsmenn fyrirtækisins afkomuna óásættanlega.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

West Ham ræðir við tvo hópa um kaup

Terry Brown, stjórnarformaður enska knattspyrnufélagsins West Ham, hyggst á næstu dögum ræða við tvo hópa um hugsanleg kaup á félaginu, en annar þeirra er íslenskur hópur sem Eggert Magnússon, formaður KSÍ, fer fyrir.

Erlent