Viðskipti

Fréttamynd

Forstjóri Airbus segir upp

Christian Streiff, forstjóri flugvélaframleiðandans Airbus, er sagður ætla að segja starfi sínu lausu síðar í dag. Louis Gallois, aðstoðarforstjóri EADS, móðurfélags Airbus mun taka við sæti hans.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Nýr álrisi verður til

Stjórnendur rússnesku álfyrirtækjanna Rusal og Sual og forstjóri svissneska álfyrirtækisins Glencore greindu frá því í Moskvu í Rússlandi í dag að fyrirtækin hefðu ákveðið að sameinast um álframleiðslu. Með sameiningunni hefur Alcoa verið velt úr sessi sem stærsti álframleiðandi í heimi.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Olíuverð yfir 60 dali á tunnu

Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði nokkuð á helstu fjármálamörkuðum í dag vegna áætlana samtaka olíuútflutningsríkja, OPEC, um að minnka olíuframleiðslu um 4 prósent til að draga úr umframbirgðum á hráolíu og sporna gegn frekari verðlækkunum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Villepin varði forstjóra Airbus

Dominique de Villepin, forsætisráðherra Frakklands, kom til varnar Christian Streiff, forstjóra Airbus, í sjónvarpsviðtali í gær og sagði enga ástæðu fyrir hann að segja upp.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Engar formlegar viðræður milli Marel og Stork

Marel hefur sent frá sér tilkynningu vegna fjölmiðlaumfjöllunar Fréttablaðsins í dag um hugsanlega sameiningu Marel og Stork Food System í Hollandi. Marel vill koma því á framfæri að félögin hafa átt í óformlegum viðræðum um hugsanlega nánara samstarf þeirra. Engar formlegar viðræður séu í gangi um sameiningu Marels og Stork Food System.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Forstjóri Airbus hótar uppsögn

Christian Streiff, forstjóri evrópska flugvélaframleiðandans Airbus, hefur hótað að segja upp gefi stjórn móðurfélagsins honum ekki heimild til að endurskipuleggja í rekstri fyrirtækisins.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Nýsir kaupir 69% í Operon

Dótturfélag Nýsis í Bretlandi hefur eignast 69 prósenta hlut í breska fasteignastjórnunarfélaginu Operon og styrkir þar með stöðu sína í einkaframkvæmd og fasteignastjórnun á breska markaðnum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Nýherji styrkir sig á Austurlandi

Nýherji hefur keypt allt hlutafé í Tölvusmiðjunni ehf. á Austurlandi. Í fréttatilkynningu segir að Nýherji hafi að undanförnu starfað að ýmsum verkefnum á Austurlandi og oft í samstarfi við Tölvusmiðjuna. Kaupin séu liður í að styrkja betur við þá starfsemi og skapa forsendur til að bjóða lausnir Nýherja til viðskiptavina á Austurlandi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hnupl kostar níu þúsund á mann

Hver landsmaður greiðir um níu þúsund krónur á ári vegna þjófnaða og mistaka. Samkvæmt frétt frá Rannsóknarsetri verslunarinnar fara árlega fara 2,8 milljarðar króna í vaskinn hér á landi vegna rýrnunar af þessum sökum. Er þá miðað við meðaltalstölur frá 24 Evrópulöndum. Ætla má að stærstan hluta þessarar rýrnunar megi rekja til þjófnaða, eða um 2,4 milljarða, og restina vegna mistaka. Í 48,8 prósenta tilvika eru það viðskiptavinir sem stela en í næst stærstum hluta tilvika eru það starfsmenn.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Glitnir lýkur við kaup á NPØ

Kaupum norska bankans BNbank, sem er í eigu Glitnis, á 45 prósenta hlut í Norsk Privatøkonomi eftir að norska fjármálaeftirlitið lagði blessun sína yfir kaupin. NPØ er fjármálaþjónustufyrirtæki sem starfar um allan Noreg.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kerkorian hættur við kaup í GM

Bandaríski auðkýfingurinn Kirk Kerkorian, sem er einn stærsti hluthafinn í bandaríska bílaframleiðandanum General Motors (GM), er hættur við að auka við hlut sinn í fyrirtækinu eins og til stóð. Ástæðan er sögð óánægja hans með að samstarfsviðræðum GM við Nissan og Renault var slitið fyrr í vikunni.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Google hugleiðir kaup á YouTube

Bandaríska netleitarfyrirtækið Google er sagt eiga í viðræðum um kaup á myndskráavefnum YouTube. Kaupverð er talið nema 1,6 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði 109 milljarða íslenskra króna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Olíuverð lækkaði lítillega

Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði lítillega og fór niður fyrir 60 dali á tunnu á helstu fjármálamörkuðum í dag þrátt fyrir að OPEC, samtök olíuútflutningsríkja, hafi áætlanir um að draga úr olíuframleiðslu til að sporna gegn verðlækkunum á hráolíu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Dótturfélag Nýsis kaupir í Bretlandi

Nysir UK Limited, dótturfélag Nýsis hf., hefur keypt 69 prósent hlutafjár í breska fasteigna­stjórnunarfélaginu Operon, sem er með samninga um fasteignastjórnun á byggingum víða um Bretland. Kaupverð er trúnaðarmál.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Aer Lingus segir tilboð Ryanair of lágt

Írska lággjaldaflugfélagið Ryanair hefur aukið við hlut sinn í írska flugfélaginu Aer Lingus og á nú 19,2 prósenta hlut í félaginu. Fyrir átti Ryanair 16 prósent. Ryanair gerði í alla hluti Aer Lingus í gær en stjórn félagsins segir tilboðið vanmat á virði þess.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hitachi innkallar rafhlöður frá Sony

Japanski tækniframleiðandinn Hitachi hefur ákveðið að innkalla 16.000 rafhlöður, sem fylgdu með fartölvum undir merkjum fyrirtækisins. Sony framleiddi rafhlöðurnar. Með þessu bætist Hitachi í hóp nokkurra fyrirtækja sem hafa innkallað ríflega 7 milljónir rafhlaða frá Sony.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Þriðji dagur Dow Jones í methæðum

Bandaríska hlutabréfavísitalan Dow Jones sló enn eitt metið við lokun markaða vestanhafs í dag. Vísitalan hækkaði um 16,08 punkta eða 0,14 prósent í viðskiptum dagsins og endaði í 11.866,69 stigum. Þetta er þriðji dagurinn í röð sem vísitalan nær sögulegu hámarki.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Nýjum íbúðalánum bankanna fækkar

Útlán bankanna til íbúðakaupa í september námu tæpum 3,2 milljörðum króna en það er svipað og síðastliðna tvo mánuði. Sé miðað við sama tíma á síðasta ári er samdrátturinn hins vegar mikill en þá námu íbúðalán bankanna 14,9 milljörðum króna. Greiningardeild Landsbankans spáir 2-3 prósenta lækkun á fasteignaverði á árunum 2006 til 2007.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Spá sterkri krónu fram yfir áramót

Gengisvísitala krónunnar styrktist um 1,1 prósent í dag og stóð vísitala hennar í 118,7 stigum við lokun markaða. Greiningardeild Kaupþings gerir ráð fyrir að krónan haldist tiltölulega sterk fram yfir áramót.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Olía hækkar í verði

Heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur hækkað nokkuð á helstu fjármálamörkuðum í dag í kjölfar þess að forseti samtaka olíuútflutningsríkja, OPEC, sagði samtökin vera að íhuga að draga úr olíuframleiðslu til að sporna gegn frekari lækkunum á olíu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Bernanke segir verðbólguna of háa

Ben Bernanke, bankastjóri Seðlabanka Bandaríkjanna, varaði í gær við of mikilli verðbólgu vestanhafs. Hann gaf þó ekkert í skyn hvort bankinn muni hækka stýrivexti vegna þessa á næstunni.

Viðskipti erlent