Viðskipti Taprekstur hjá Nýsi Fasteignafélagið Nýsir hf. skilaði 937 milljóna króna taprekstri á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er nokkur viðsnúningur frá því í fyrra þegar félagið skilaði 394,7 milljóna króna hagnaði.Helsta ástæða tapsins er óhagstæð gengisþróun vegna erlendra lána. Viðskipti innlent 31.8.2006 17:05 Minni hagnaður hjá Milestone Fjárfestingarfélagið Milestone ehf. hagnaðist um 1,9 milljarða krónur á fyrri helmingi ársins. Á sama tíma fyrir ári nam hagnaðurinn hins vegar tæpum 4,1 milljarði króna. Í uppgjöri félagsins kemur fram að stór hluti af eignasafni Milestone samanstandi af félögum sem skráð eru á markað i og mótast afkoman af almennum markaðsaðstæðum. Viðskipti innlent 31.8.2006 16:53 Tap hjá Flögu Flaga Group tapaði 1,2 milljónum bandaríkjadala eða tæpum 83 milljónum íslenskra króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Á sama tíma í fyrra tapaði félagið rétt rúmri einni milljón dala eða 69 milljónum króna á núvirði. Tap félagsins á öðrum fjórðungi ársins nemur 368.000 dölum eða rúmum 25,4 milljónum íslenskra króna. Viðskipti innlent 31.8.2006 16:31 Tap Tæknivals minnkar Tæknival tapaði 27 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Á sama tíma fyrir ári tapaði félagið rétt rúmri 41 milljón króna. Óhagstæð gengisþróun skýrir tapið að miklu leyti. Viðskipti innlent 31.8.2006 15:16 Neysla jókst í Bandaríkjunum Neysla jókst um 0,8 prósent í júlí og hefur aukningin ekki verið jafn mikil á árinu. Greiningaraðilar segja vöxt neyslunnar bera merki um hægari lendingu á efnahagslífinu en óttast hafði verið. Verðbólga er hins vegar vandamál, að mati viðskiptaráðuneytis Bandaríkjanna. Viðskipti erlent 31.8.2006 14:39 Nýir stjórnendur hjá Air Atlanta Iceland Tveir nýir stjórnendur hafa hafið störf hjá Air Atlanta Icelandic. Geir Valur Ágústsson hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Air Atlanta Icelandic og Stefán Eyjólfsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri starfsmannamála fyrirtækisins. Viðskipti innlent 31.8.2006 14:06 Actavis hækkar tilboð í Pliva Actavis hefur hækkað tilboð sitt í króatíska lyfjafyrirtækið Pliva og hljóðar það nú upp á 795 kúnur á hlut og fengið staðfestingu fjármálaeftirlits Króatíu á því. Tilboðið er 10 prósentum hærra en fyrra tilboð félagsins, sem var 723 kúnur á hlut og jafngildir tilboð félagsins 2,5 milljörðum bandaríkjadala eða um 175 milljörðum íslenskra króna. Viðskipti innlent 31.8.2006 13:03 Óbreyttir stýrivextir á evrusvæðinu Evrópski seðlabankinn ákvað að loknum vaxtaákvörðunarfundi sínum í dag að halda stýrivöxtum á evrusvæðinu óbreyttum í þremur prósentum. Greiningaraðilar telja líkur á að bankinn hækki vextina hins vegar í október. Viðskipti erlent 31.8.2006 12:31 Tap hjá Olíufélaginu Olíufélagið ehf. og dótturfélög þess, Olíudreifing og Egó, tapaði 62,4 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er viðsnúningur hjá félaginu en það hagnaðist um 223,9 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Tapið má rekja til óhagstæðrar gengisþróunar og aukins fjármagnskostnaðar. Viðskipti innlent 31.8.2006 11:46 Tekjuafgangur eykst á Suðurnesjum Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum skilaði tæplega 2,4 milljóna króna tekjuafgangi á fyrri helmingi ársins sem er rúmlega hálfri milljón króna betri afkoma en á sama tíma í fyrra. Viðskipti innlent 31.8.2006 11:28 Úrvalsvísitalan yfir 6.000 stig Úrvalsvísitalan rauf 6.000 stiga múrinn á ný í dag og stóð skömmu eftir klukkan 11 í 6.015 stigum. Vísitalan náði þessum hæðum til skamms tíma í gær en endaði í 5.989,11 stigum við lokun Kauphallarinnar. Hæsta gildi Úrvalsvísitölunnar var 6.925 stig um miðjan febrúar síðastliðinn en lækkaði eftir það. Viðskipti innlent 31.8.2006 11:07 Minni verðbólga á evrusvæðinu Verðbólga mældist 2,3 prósent á evrusvæðinu í þessum mánuði sem er 0,1 prósenti minna en mældist í síðasta mánuði, samkvæmt útreikningum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins (ESB). Greiningaraðilar segja þetta þrýsta á um að evrópski seðlabankinn haldi stýrivöxtum óbreyttum. Viðskipti erlent 31.8.2006 10:45 Olía hækkar í verði Hráolíuverð hækkaði lítillega á helstu mörkuðum vegna ótta við hugsanlegan samdrátt í olíuframleiðslu Írana. Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) gáfu Írönum frest fram til dagsins í dag til að hætta auðgun úrans og er að margra mati útlit fyrir að SÞ grípi til refsiaðgerða gegn Írönum. Viðskipti erlent 31.8.2006 10:33 Hekla skilaði 32,3 milljóna hagnaði Hekla fasteignir efh. skilaði 32,3 milljóna króna hagnaði á fyrstu sex mánuðum ársins. Á sama tíma fyrir ári tapaði félagið 439.000 króna. Viðskipti innlent 31.8.2006 10:11 Aukinn hagnaður Jarðborana Hagnaður Jarðborana hf. á fyrri helmingi ársins nam 402 milljónum króna samanborið við 299 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Þá nam hagnaður félagsins á öðrum fjórðungi ársins tæpum 163 milljónum króna sem er 4 milljónum krónum minni hagnaður en á sama tíma í fyrra. Viðskipti innlent 31.8.2006 09:58 Tap hjá Bolar Eignarhaldsfélagið Bolar ehf. tapaði 8,5 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er nokkur viðsnúningur á afkomu félagsins en á sama tíma í fyrra skilaði það 488,4 milljóna króna hagnaði. Í uppgjöri Bola segir að hafa beri í huga að í fyrra seldi félagið verulegan hluta af starfsemi sinni til Promens hf. og var hagnaður af rekstri félagsins í fyrra tilkominn vegna framangreindrar sölu. Viðskipti innlent 31.8.2006 09:49 Samdráttur í smásölu Velta í dagvöruverslun dróst saman um 0,6 prósent í júlí miðað við sama mánuð í fyrra, miðað við fast verðlag. Telst það til verulegra tíðinda að í fyrsta skipti í langan tíma mælist samdráttur í dagvöruveltu á föstu verði. Verslunarmannahelgin á þátt í samdrættinum á milli ára og segir Rannsóknasetur verslunarinnar við Bifröst þetta þó glöggt merki þess að töluvert sé farið að draga úr þenslu í hagkerfinu. Viðskipti innlent 31.8.2006 09:35 Aldrei meiri vöruskiptahalli Vöruskipti voru óhagstæð um 19,1 milljarð króna í síðasta mánuði og hefur vöruskiptahallinn aldrei verið meiri í einum mánuði frá því Hagstofan fór að birta upplýsingar um vöruskipti eftir mánuðum. Á sama tíma í fyrra var vöruskiptahallinn 11,9 milljarðar króna. Viðskipti innlent 31.8.2006 09:19 Metkaup á erlendum bréfum Innlendir aðilar keyptu erlend verðbréf fyrir 54 milljarða í síðasta mánuði, samkvæmt nýjum tölum frá Seðlabanka Íslands. Greiningardeild KB banka segir um metkaup að ræða í einum mánuði síðast mælingar hófust árið 1994. Viðskipti innlent 30.8.2006 17:57 Minni hagnaður hjá Landsvaka Landsvaki, dótturfélag Landsbankans sem rekur verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði bankans, skilaði rúmum 3,2 milljarða króna hagnaði á fyrstu sex mánuðum ársins. Á sama tíma fyrir ári nam hagnaðurinn rúmum 42,5 milljörðum króna. Viðskipti innlent 30.8.2006 17:53 Tífalt minni hagnaður hjá ÍAV Hagnaður Íslenskra aðalverktaka (ÍAV) nam 30 milljónum króna á fyrri helmingi ársins. Þetta er tífalt verri afkoma en á sama tíma á síðasta ári þegar hagnaður félagsins nam 299 milljónum króna. Gengisfall og verðbólga setti mark sitt á rekstur ÍAV ásamt háum skammtímavöxtum. Viðskipti innlent 30.8.2006 16:53 Tap hjá Smáralind Smáralind ehf., rekstraraðili verslunarmiðstöðvarinnar Smáralind í Kópavogi, tapaði 733 milljónum króna á fyrri helmingi ársins. Á sama tíma fyrir ári tapaði félagið 36 milljónum króna. Tapið skýrist fyrst og fremst af gengistapi af erlendum skuldum félagsins sem nam 652 milljónum króna. Búist er við að breytingar á gengi krónunnar hafi áfram mikil áhrif á afkomu fyrirtækisins. Viðskipti innlent 30.8.2006 16:49 OR tapaði 6,2 milljörðum króna Orkuveita Reykjavíkur (OR) tapaði tæpum 6,2 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er nokkur umsnúningur á rekstri OR en hún skilaði tæplega 1,5 milljarða króna hagnaði á sama tíma í fyrra. Langtímaskuldir OR eru að stærstum hluta í erlendri mynt en gengistap af langtímaskuldum nam 10,8 milljörðum króna á fyrri hluta árs. Viðskipti innlent 30.8.2006 15:17 Tap hjá Hitaveitu Rangæinga Hitaveita Rangæinga tapaði 21,4 milljónum króna á fyrri helmingi ársins. Á sama tíma í fyrra tapaði hitaveitan 17 milljónum krónum. Tekjuskattur hitaveitunnar, sem greiddur verður á næsta ári, er ekki inni í árshlutareikningnum. Viðskipti innlent 30.8.2006 14:52 Stoðir skila 4,2 milljarðs króna hagnaði Fasteignafélagið Stoðir hf. og dótturfélög þess skiluðu 4,1 milljarðs króna hagnaði á fyrstu sex mánuðum ársins en þetta 3,4 milljörðum krónum betri afkoma en á sama tíma fyrir ári. Viðskipti innlent 30.8.2006 14:39 Hagnaður hjá Atorku Group Hagnaður fjárfestingarfélagsins Atorku Group, nam 856 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi. Þetta er nokkur viðsnúningur í rekstri félagsins, sem tapaði 241,4 milljónum króna á sama tíma í fyrra. Þá nam hagnaður Atorku á fyrri helmingi ársins 4,9 milljörðum króna. Viðskipti innlent 30.8.2006 13:59 Hagvöxtur vestra undir væntingum Hagvöxtur jókst um 2,9 prósent á öðrum ársfjórðungi í Bandaríkjunum. Þótt vöxturinn sé hraður er hann engu að síður undir væntingum. Margir telja að stýrivextir verði ekki hækkaðir vestra í næsta mánuði. Viðskipti erlent 30.8.2006 13:16 Verðmiði kominn á Windows Vista Bandaríska netverslunin Amazon.com verðleggur Windows Vista, nýjasta stýrikerfi hugbúnaðarrisans Microsoft, á allt frá 399 til 199 bandaríkjadölum, jafnvirði tæplega 30.000 króna. Verðmiði hefur ekki áður verið á stýrikerfinu sem ekki enn er komið út en búast má við að stýrikerfið verði nokkuð dýrara komið hingað til lands með álögðum kostnaði. Viðskipti erlent 30.8.2006 12:06 Svíar hækka stýrivexti Riksbank, Seðlabanki Svíþjóðar, hækkaði stýrivexti sína um 25 punkta í dag og standa vextir bankans í 2,5 prósentum. Í rökstuðningi bankastjórnarinnar segir að hagvöxtur í Svíþjóð hafi vaxið umfram væntingar og sé verðbólga meiri en búast hafi verið við. Viðskipti erlent 30.8.2006 10:40 Olíuverð hækkaði lítillega Olíuverð hækkaði lítillega á helstu mörkuðum í dag og fór yfir 70 bandaríkjadali á tunnu á ný eftir snarpar lækkanir síðustu tvo daga. Vikulegar upplýsingar um olíubirgðir í Bandaríkjunum verða birtar í dag og bíða fjárfestar eftir þeim. Viðskipti erlent 30.8.2006 10:31 « ‹ 132 133 134 135 136 137 138 139 140 … 223 ›
Taprekstur hjá Nýsi Fasteignafélagið Nýsir hf. skilaði 937 milljóna króna taprekstri á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er nokkur viðsnúningur frá því í fyrra þegar félagið skilaði 394,7 milljóna króna hagnaði.Helsta ástæða tapsins er óhagstæð gengisþróun vegna erlendra lána. Viðskipti innlent 31.8.2006 17:05
Minni hagnaður hjá Milestone Fjárfestingarfélagið Milestone ehf. hagnaðist um 1,9 milljarða krónur á fyrri helmingi ársins. Á sama tíma fyrir ári nam hagnaðurinn hins vegar tæpum 4,1 milljarði króna. Í uppgjöri félagsins kemur fram að stór hluti af eignasafni Milestone samanstandi af félögum sem skráð eru á markað i og mótast afkoman af almennum markaðsaðstæðum. Viðskipti innlent 31.8.2006 16:53
Tap hjá Flögu Flaga Group tapaði 1,2 milljónum bandaríkjadala eða tæpum 83 milljónum íslenskra króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Á sama tíma í fyrra tapaði félagið rétt rúmri einni milljón dala eða 69 milljónum króna á núvirði. Tap félagsins á öðrum fjórðungi ársins nemur 368.000 dölum eða rúmum 25,4 milljónum íslenskra króna. Viðskipti innlent 31.8.2006 16:31
Tap Tæknivals minnkar Tæknival tapaði 27 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Á sama tíma fyrir ári tapaði félagið rétt rúmri 41 milljón króna. Óhagstæð gengisþróun skýrir tapið að miklu leyti. Viðskipti innlent 31.8.2006 15:16
Neysla jókst í Bandaríkjunum Neysla jókst um 0,8 prósent í júlí og hefur aukningin ekki verið jafn mikil á árinu. Greiningaraðilar segja vöxt neyslunnar bera merki um hægari lendingu á efnahagslífinu en óttast hafði verið. Verðbólga er hins vegar vandamál, að mati viðskiptaráðuneytis Bandaríkjanna. Viðskipti erlent 31.8.2006 14:39
Nýir stjórnendur hjá Air Atlanta Iceland Tveir nýir stjórnendur hafa hafið störf hjá Air Atlanta Icelandic. Geir Valur Ágústsson hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Air Atlanta Icelandic og Stefán Eyjólfsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri starfsmannamála fyrirtækisins. Viðskipti innlent 31.8.2006 14:06
Actavis hækkar tilboð í Pliva Actavis hefur hækkað tilboð sitt í króatíska lyfjafyrirtækið Pliva og hljóðar það nú upp á 795 kúnur á hlut og fengið staðfestingu fjármálaeftirlits Króatíu á því. Tilboðið er 10 prósentum hærra en fyrra tilboð félagsins, sem var 723 kúnur á hlut og jafngildir tilboð félagsins 2,5 milljörðum bandaríkjadala eða um 175 milljörðum íslenskra króna. Viðskipti innlent 31.8.2006 13:03
Óbreyttir stýrivextir á evrusvæðinu Evrópski seðlabankinn ákvað að loknum vaxtaákvörðunarfundi sínum í dag að halda stýrivöxtum á evrusvæðinu óbreyttum í þremur prósentum. Greiningaraðilar telja líkur á að bankinn hækki vextina hins vegar í október. Viðskipti erlent 31.8.2006 12:31
Tap hjá Olíufélaginu Olíufélagið ehf. og dótturfélög þess, Olíudreifing og Egó, tapaði 62,4 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er viðsnúningur hjá félaginu en það hagnaðist um 223,9 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Tapið má rekja til óhagstæðrar gengisþróunar og aukins fjármagnskostnaðar. Viðskipti innlent 31.8.2006 11:46
Tekjuafgangur eykst á Suðurnesjum Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum skilaði tæplega 2,4 milljóna króna tekjuafgangi á fyrri helmingi ársins sem er rúmlega hálfri milljón króna betri afkoma en á sama tíma í fyrra. Viðskipti innlent 31.8.2006 11:28
Úrvalsvísitalan yfir 6.000 stig Úrvalsvísitalan rauf 6.000 stiga múrinn á ný í dag og stóð skömmu eftir klukkan 11 í 6.015 stigum. Vísitalan náði þessum hæðum til skamms tíma í gær en endaði í 5.989,11 stigum við lokun Kauphallarinnar. Hæsta gildi Úrvalsvísitölunnar var 6.925 stig um miðjan febrúar síðastliðinn en lækkaði eftir það. Viðskipti innlent 31.8.2006 11:07
Minni verðbólga á evrusvæðinu Verðbólga mældist 2,3 prósent á evrusvæðinu í þessum mánuði sem er 0,1 prósenti minna en mældist í síðasta mánuði, samkvæmt útreikningum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins (ESB). Greiningaraðilar segja þetta þrýsta á um að evrópski seðlabankinn haldi stýrivöxtum óbreyttum. Viðskipti erlent 31.8.2006 10:45
Olía hækkar í verði Hráolíuverð hækkaði lítillega á helstu mörkuðum vegna ótta við hugsanlegan samdrátt í olíuframleiðslu Írana. Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) gáfu Írönum frest fram til dagsins í dag til að hætta auðgun úrans og er að margra mati útlit fyrir að SÞ grípi til refsiaðgerða gegn Írönum. Viðskipti erlent 31.8.2006 10:33
Hekla skilaði 32,3 milljóna hagnaði Hekla fasteignir efh. skilaði 32,3 milljóna króna hagnaði á fyrstu sex mánuðum ársins. Á sama tíma fyrir ári tapaði félagið 439.000 króna. Viðskipti innlent 31.8.2006 10:11
Aukinn hagnaður Jarðborana Hagnaður Jarðborana hf. á fyrri helmingi ársins nam 402 milljónum króna samanborið við 299 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Þá nam hagnaður félagsins á öðrum fjórðungi ársins tæpum 163 milljónum króna sem er 4 milljónum krónum minni hagnaður en á sama tíma í fyrra. Viðskipti innlent 31.8.2006 09:58
Tap hjá Bolar Eignarhaldsfélagið Bolar ehf. tapaði 8,5 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er nokkur viðsnúningur á afkomu félagsins en á sama tíma í fyrra skilaði það 488,4 milljóna króna hagnaði. Í uppgjöri Bola segir að hafa beri í huga að í fyrra seldi félagið verulegan hluta af starfsemi sinni til Promens hf. og var hagnaður af rekstri félagsins í fyrra tilkominn vegna framangreindrar sölu. Viðskipti innlent 31.8.2006 09:49
Samdráttur í smásölu Velta í dagvöruverslun dróst saman um 0,6 prósent í júlí miðað við sama mánuð í fyrra, miðað við fast verðlag. Telst það til verulegra tíðinda að í fyrsta skipti í langan tíma mælist samdráttur í dagvöruveltu á föstu verði. Verslunarmannahelgin á þátt í samdrættinum á milli ára og segir Rannsóknasetur verslunarinnar við Bifröst þetta þó glöggt merki þess að töluvert sé farið að draga úr þenslu í hagkerfinu. Viðskipti innlent 31.8.2006 09:35
Aldrei meiri vöruskiptahalli Vöruskipti voru óhagstæð um 19,1 milljarð króna í síðasta mánuði og hefur vöruskiptahallinn aldrei verið meiri í einum mánuði frá því Hagstofan fór að birta upplýsingar um vöruskipti eftir mánuðum. Á sama tíma í fyrra var vöruskiptahallinn 11,9 milljarðar króna. Viðskipti innlent 31.8.2006 09:19
Metkaup á erlendum bréfum Innlendir aðilar keyptu erlend verðbréf fyrir 54 milljarða í síðasta mánuði, samkvæmt nýjum tölum frá Seðlabanka Íslands. Greiningardeild KB banka segir um metkaup að ræða í einum mánuði síðast mælingar hófust árið 1994. Viðskipti innlent 30.8.2006 17:57
Minni hagnaður hjá Landsvaka Landsvaki, dótturfélag Landsbankans sem rekur verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði bankans, skilaði rúmum 3,2 milljarða króna hagnaði á fyrstu sex mánuðum ársins. Á sama tíma fyrir ári nam hagnaðurinn rúmum 42,5 milljörðum króna. Viðskipti innlent 30.8.2006 17:53
Tífalt minni hagnaður hjá ÍAV Hagnaður Íslenskra aðalverktaka (ÍAV) nam 30 milljónum króna á fyrri helmingi ársins. Þetta er tífalt verri afkoma en á sama tíma á síðasta ári þegar hagnaður félagsins nam 299 milljónum króna. Gengisfall og verðbólga setti mark sitt á rekstur ÍAV ásamt háum skammtímavöxtum. Viðskipti innlent 30.8.2006 16:53
Tap hjá Smáralind Smáralind ehf., rekstraraðili verslunarmiðstöðvarinnar Smáralind í Kópavogi, tapaði 733 milljónum króna á fyrri helmingi ársins. Á sama tíma fyrir ári tapaði félagið 36 milljónum króna. Tapið skýrist fyrst og fremst af gengistapi af erlendum skuldum félagsins sem nam 652 milljónum króna. Búist er við að breytingar á gengi krónunnar hafi áfram mikil áhrif á afkomu fyrirtækisins. Viðskipti innlent 30.8.2006 16:49
OR tapaði 6,2 milljörðum króna Orkuveita Reykjavíkur (OR) tapaði tæpum 6,2 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er nokkur umsnúningur á rekstri OR en hún skilaði tæplega 1,5 milljarða króna hagnaði á sama tíma í fyrra. Langtímaskuldir OR eru að stærstum hluta í erlendri mynt en gengistap af langtímaskuldum nam 10,8 milljörðum króna á fyrri hluta árs. Viðskipti innlent 30.8.2006 15:17
Tap hjá Hitaveitu Rangæinga Hitaveita Rangæinga tapaði 21,4 milljónum króna á fyrri helmingi ársins. Á sama tíma í fyrra tapaði hitaveitan 17 milljónum krónum. Tekjuskattur hitaveitunnar, sem greiddur verður á næsta ári, er ekki inni í árshlutareikningnum. Viðskipti innlent 30.8.2006 14:52
Stoðir skila 4,2 milljarðs króna hagnaði Fasteignafélagið Stoðir hf. og dótturfélög þess skiluðu 4,1 milljarðs króna hagnaði á fyrstu sex mánuðum ársins en þetta 3,4 milljörðum krónum betri afkoma en á sama tíma fyrir ári. Viðskipti innlent 30.8.2006 14:39
Hagnaður hjá Atorku Group Hagnaður fjárfestingarfélagsins Atorku Group, nam 856 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi. Þetta er nokkur viðsnúningur í rekstri félagsins, sem tapaði 241,4 milljónum króna á sama tíma í fyrra. Þá nam hagnaður Atorku á fyrri helmingi ársins 4,9 milljörðum króna. Viðskipti innlent 30.8.2006 13:59
Hagvöxtur vestra undir væntingum Hagvöxtur jókst um 2,9 prósent á öðrum ársfjórðungi í Bandaríkjunum. Þótt vöxturinn sé hraður er hann engu að síður undir væntingum. Margir telja að stýrivextir verði ekki hækkaðir vestra í næsta mánuði. Viðskipti erlent 30.8.2006 13:16
Verðmiði kominn á Windows Vista Bandaríska netverslunin Amazon.com verðleggur Windows Vista, nýjasta stýrikerfi hugbúnaðarrisans Microsoft, á allt frá 399 til 199 bandaríkjadölum, jafnvirði tæplega 30.000 króna. Verðmiði hefur ekki áður verið á stýrikerfinu sem ekki enn er komið út en búast má við að stýrikerfið verði nokkuð dýrara komið hingað til lands með álögðum kostnaði. Viðskipti erlent 30.8.2006 12:06
Svíar hækka stýrivexti Riksbank, Seðlabanki Svíþjóðar, hækkaði stýrivexti sína um 25 punkta í dag og standa vextir bankans í 2,5 prósentum. Í rökstuðningi bankastjórnarinnar segir að hagvöxtur í Svíþjóð hafi vaxið umfram væntingar og sé verðbólga meiri en búast hafi verið við. Viðskipti erlent 30.8.2006 10:40
Olíuverð hækkaði lítillega Olíuverð hækkaði lítillega á helstu mörkuðum í dag og fór yfir 70 bandaríkjadali á tunnu á ný eftir snarpar lækkanir síðustu tvo daga. Vikulegar upplýsingar um olíubirgðir í Bandaríkjunum verða birtar í dag og bíða fjárfestar eftir þeim. Viðskipti erlent 30.8.2006 10:31