Viðskipti Sund kaupir hlut Grettis í TM Sund hefur keypt 31 prósents hlut Tryggingamiðstöðvarinnar (TM) í Fjárfestingafélaginu Gretti. Grettir er meðal stærstu hluthafa í Straumi-Burðarási en á einnig hluti í Avion Group, Icelandic Group og Landsbankanum. Viðskipti innlent 28.6.2006 16:34 Mecom kaupir Orkla Media Breska fjárfestingarfélagið Mecom Group hefur keypt útgáfufélagið Orkla Media, sem gefur út fjölda dagblaða og tímarita, m.a á Norðurlöndum og í Póllandi. Á meðal dagblaðanna er danska dagblaðið Berlingske Tidende, sem greinir frá kaupunum í dag. Viðskipti erlent 28.6.2006 15:24 Fjölbreytt eignarhald í fjölmiðlum Stjórnarformaður útgáfufélags Morgunblaðsins eignaðist hlut í útgáfufélagi Fréttablaðsins, í Matador íslenska viðskiptalífsins í gær. Í sama snúningi eignaðist FL Group, sem á í útgáfufélagi Fréttablaðsins, hlut í útgáfufélagi Morgunblaðsins. Innlent 28.6.2006 12:13 Samruni Dagsbrúnar og Senu ólögmætur Samkeppniseftirlitið tilkynnti Dagsbrún í gærkvöld að samruni þess fyrirtækis og Senu væri ólögmætur og yrði ógiltur. Virðist helst vísað til markaðsráðandi stöðu Dagsbrúnar á áskriftarsjónvarpsmarkaði. Stjórn Dagsbrúnar ætlar ekki að una þessum úrskurði og mun, samkvæmt tilkynningu til Kauphallarinnar nú laust fyrir hádegi, skjóta málinu til Áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Sena var áður afþreyingarsvið Skífunnar og rekur meðal annars verslanir með tónlistarefni og tölvuleiki ásamt kvikmyndahúsum. Dagsbrún rekur meðal annars sjónvarpsstöðina NFS. Innlent 28.6.2006 11:59 HM eykur væntingar Þjóðverja Svo virðist sem heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu (HM), sem nú fer fram í Þýskalandi, hafi aukið væntingar þýskra neytenda umtalsvert. Þetta eru niðurstöður alþjóðlega markaðsrannsóknafyrirtækisins Gfk. Væntingavísitalan, sem gildir fyrir júlí, hækkaði um 7,8 punkta og hefur hækkun milli mánaða ekki verið meiri í fimm ár. Viðskipti erlent 28.6.2006 11:33 Arcelor styður tilboð Mittal Steel Stjórnvöld í Lúxemborg, sem eiga 5,6 prósent í evrópska stálrisanum Arcelor, og eignarhaldsfélagið Carla Tassara International, sem á 7,8 prósenta hlut í stálfyrirtækinu, eru fylgjandi endurskoðuðu yfirtökutilboði Mittal Steel í fyrirtækið. Mittal Steel gerði yfirtökutilboð í Arcelor í janúarlok á þessu ári en andstaða hluthafa í Arcelor varð til þess að gengið var til samninga við rússneska stálrisann Severstal um sameiningu. Viðskipti erlent 28.6.2006 10:33 Friður um Straum Friður skapast væntanlega í stjórn Straums-Burðaráss eftir að FL Group gekk í gærkvöldi frá kaupum á rúmlega 24% hlut þeirra Magnúsar Kristinssonar og Kristins Björnssonar í bankanum fyrir 47 milljarða króna. Innlent 28.6.2006 08:01 Boltinn til Mið-Ameríku Það hefur verið nóg að gera hjá efnisveitunni Hexia í tengslum við HM í knattspyrnu í Þýskalandi en fyrirtækið sendir myndskeið af mörkum í HM til farsímanotenda í Mið-Ameríku fimm mínútum eftir að boltinn lendir í netinu. Viðskipti innlent 27.6.2006 16:44 Neytendur á báðum áttum Væntingavísitala Gallup hækkaði um 4,3 prósent milli maí og júní og stendur nú í 100,8 stigum. Vísitalan hefur lækkað um tuttugu og sjö stig frá áramótum. Viðskipti innlent 27.6.2006 16:45 Prenta bæði Newsweek og Time Breska prentsmiðjan Wyndeham Press Group, sem er í eigu Dagsbrúnar, hefur gengið frá samningum um prentun á tímaritunum Time og Newsweek fyrir Bretlandsmarkað næstu þrjú árin. Wyndeham mun vikulega prenta 195.000 eintök af blöðunum, 142.000 eintök af Time og 53.000 eintök af Newsweek. Viðskipti innlent 27.6.2006 16:44 Erlend verðbréf í 400 milljarða króna Erlend verðbréfaeign íslensku lífeyrissjóðanna hefur stóraukist það sem af er ári eða um eitt hundrað milljarða frá áramótum. Um áramótin áttu sjóðirnir 297 milljarða í erlendum eignum en í lok mars fór erlend verðbréfaeign yfir fjögur hundruð milljarða króna í fyrsta skipti í sögunni. Þetta er 34,7 prósenta aukning. Viðskipti innlent 27.6.2006 16:44 Útflutningshandbókin fer yfir til Heims Útflutningshandbókin Iceland Export Directory verður eftirleiðis gefin út af Útgáfufélaginu Heimi sem meðal annars gefur út tímaritið Frjálsa verslun. Handbókin hefur verið gefin út frá árinu 1992 í samvinnu Útflutningsráðs og íslenskra fyrirtækja. Viðskipti innlent 27.6.2006 16:44 Enn hækkar NWF Group Atorka heldur áfram að auka hlut sinn í breska iðnaðarfyrirtækinu NWF Group og heldur nú utan um átján prósenta hlut. Viðskipti innlent 27.6.2006 16:45 FL Group kaupir fjórðungshlut í Straumi-Burðarási FL Group hefur keypt 24,2 prósenta hlut í Straumi-Burðarás Fjárfestingabanka hf. af Magnúsi Kristinssyni, varaformanni stjórnar, og Kristni Björnssyni stjórnarmanni. Fram kemur í tilkynningu frá Fl Group að andvirði viðskiptanna sé um 47 milljarðar króna en eftir kaupin mun FL Group eiga tæplega 26% hlutafjár í Straumi-Burðarás. Innlent 27.6.2006 23:54 Bongó kaupir Exton Bongó ehf. hefur keypt meirihluta í upplýsingatæknifyrirtækinu Exton ehf. Exton er þjónustufyrirtæki á sviði ljósa-, hljóð- og myndlausna. Fyrirtækið er einkum þekkt fyrir tækjaleigu vegna tónleika, ráðstefna og skemmtana. Það setti m.a. upp svið, lýsingu og hljóðbúnað á tónleikum Roger Waters í Egilshöll á dögunum. Viðskipti innlent 27.6.2006 14:06 Actavis varð af kaupum á Pliva Actavis fær ekki að kaupa króatíska lyfjafyrirtækið Pliva og verður þar með ekki þriðja stærsta samheitalyfjafyrirtæki í heimi, eins og stefnt var að. Stjórn króatíska lyfjafyrirtækisins Pliva hefur tilkynnt kauphöllum að hún leggi það til við eigendur, að ganga til samninga við bandaríska lyfjafyrirtækið Barr, um sölu á fyrirtækinu, en íslenska lyfjafyrirtækið Actavis sóttist líka eftir kaupunum. Innlent 27.6.2006 12:03 Actavis sækist eftir kaupum á Pliva Stjórn króatíska lyfjafyrirtækisins Pliva hefur ákveðið að leggja það til við eigendur, að ganga til samninga við bandaríska lyfjafyrirtækið Barr, um sölu á fyrirtækinu, en íslenska lyfjafyrirtækið Actavis sóttist líka eftir kaupunum. Innlent 27.6.2006 09:15 Hlakkar til að vinna að frekari prófunum á lyfinu Íslensk erfðagreining er langt komin með að þróa lyf við astma upp úr lyfi sem upphaflega var ætlað að fást við Parkinson-sjúkdóm. Viðskipti innlent 27.6.2006 10:21 Álverð lækkaði um 23 prósent Verð á flestum málmum hefur lækkað stöðugt síðan það náði hámarki um miðjan maí. Álverð er þar engin undantekning. Tonnið kostaði um 3.185 dali, jafnvirði tæpra 242.000 íslenskra króna, um miðjan mánuðinn en er nú komið í 2.450 dali, eða 186.000 krónur. Lækkunin nemur 23 prósentum. Verðið er engu að síður hátt miðað við verðþróun undanfarinna ára. Viðskipti innlent 26.6.2006 11:33 Buffett setur auð sinn í styrktarsjóð Bandaríski auðkýfingurinn Warren Buffett ætlar að gefa 37 milljarða dollara, jafnvirði 2.800 milljarða íslenskra króna, til velgjörðasjóðs Bill Gates, stofnanda hugbúnaðarrisans Microsoft. Þetta er meirihluti auðæfa Buffetts en eigur hans eru metnar á 44 milljarða dali eða rúma 3.300 milljarða króna. Viðskipti erlent 26.6.2006 10:33 Airbus hækkar verðið Flugvélaframleiðandinn Airbus hefur ákveðið að hækka verð á A380 risafarþegaþotunum. Að sögn stjórnenda fyrirtækisins hækkaði verð á öllum gerðum flugvéla fyrirtækisins fyrir hálfum mánuði líkt og gerist á hverju ári. Franska ríkið á stóran hlut í EADS, móðurfélagi Airbus. Hefur verið þrýst á ríkisstjórnina að hún skipti um yfirstjórn fyrirtækisins vegna ítrekaðra tafa á framleiðslu risaþotanna. Viðskipti erlent 23.6.2006 10:51 Handtekinn fyrir innherjasvik Lögregluyfirvöld í Japan handtóku í dag Yoshiaki Murakami, einn helsta fjármálamann landsins, og ákært vegna vafasamra verðbréfaviðskipta. Murakami hefur viðurkennt að hafa keypt bréf í japanska fyrirtækinu Nippon Broadcasting System á síðasta ári. Viðskipti erlent 23.6.2006 10:06 Mosaic Fashions horfir á tískufyrirtækið Rubicon Breska tískukeðjan Mosaic Fashions, sem skráð er í Kauphöll Íslands og er að stórum hluta í eigu Baugs, hyggst kaupa tískufyrirtækið Rubicon. Kaupverð er rúmir 48,6 milljarðar króna. Viðskipti innlent 22.6.2006 16:29 Leysa þarf úr óþolandi ástandi í hluthafahópi Leysa þarf úr því óþolandi ástandi sen ríkir í hluthafahópi Straums Burðaráss, segir Björgólfur Thor Bjorgólfsson, stjórnarfornaður fjárfestingabankans. Hann ásamt meirihluta stjórnar rak í gærkvöld forstjóra bankans og réði nyjan í staðinn. Innlent 22.6.2006 13:11 Meðlimur peningamálanefndar Englandsbanka látinn David Walton, sá eini meðlimur peningamálanefndar Englandsbanka sem í tvígang hefur verið fylgjandi hækkun stýrivaxta í Bretlandi, lést í gærkvöldi eftir skammvinn veikindi. Greint var frá því í gær að bankinn hefði ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum í júní en þeir standa í 4,5 prósentum. Viðskipti erlent 22.6.2006 11:24 ESA athugar ríkisaðstoð við Íbúðalánasjóð Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur ákveðið að hefja formlega athugun á ríkisaðstoð sem veitt er Íbúðalánasjóði. Þetta kemur fram í tilkynningu stofnunarinnar í gær. Viðskipti innlent 22.6.2006 10:51 Straumur-Burðarás boðar til hlutahafafundar Stjórn Straums-Burðaráss Fjárfestingabanka hefur samþykkt að boða til hlutahafafundar í félaginu 19. júlí næstkomandi kl. 14. Á fundinum verður tillaga um að núverandi stjórn verði leyst frá störfum og ný stjórn kjörin. Viðskipti innlent 22.6.2006 10:42 Allianz segir upp 7.500 manns Þýski fjármálarisinn Allianz hefur ákveðið að setja upp 7.500 manns um allan heim með það fyrir augum að lækka útjöld og auka þjónustuna. Tæpum 2.500 starfsmönnum verður sagt upp í þýska bankanum Dresdner Bank en um 5.000 manns verður sagt upp í tryggingararmi fyrirtækisins, Allianz. Viðskipti erlent 22.6.2006 10:34 Aflaverðmæti fiskiskipta 18,5 milljarðar Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 18,5 milljörðum króna á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta er 1,9 milljörðum króna minna aflaverðmæti en á sama tíma fyrir ári og nemur samdrátturinn 9 prósentum, samtkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands. Viðskipti innlent 22.6.2006 09:45 Friðrik inn fyrir Þórð Má hjá Straumi-Burðarási Átökum á löngum stjórnarfundi í Straumi-Burðarási fjárfestingarbanka lyktaði með því undir miðnætti að meirihluti stjórnar ákvað að reka Þórð Má Jóhannesson, forstjóra bankans, og ráða í hans stað Friðrik Jóhannsson, sem er formaður stjórnar Kauphallar Íslands og var áður forstjóri Burðaráss. Innlent 22.6.2006 07:09 « ‹ 144 145 146 147 148 149 150 151 152 … 223 ›
Sund kaupir hlut Grettis í TM Sund hefur keypt 31 prósents hlut Tryggingamiðstöðvarinnar (TM) í Fjárfestingafélaginu Gretti. Grettir er meðal stærstu hluthafa í Straumi-Burðarási en á einnig hluti í Avion Group, Icelandic Group og Landsbankanum. Viðskipti innlent 28.6.2006 16:34
Mecom kaupir Orkla Media Breska fjárfestingarfélagið Mecom Group hefur keypt útgáfufélagið Orkla Media, sem gefur út fjölda dagblaða og tímarita, m.a á Norðurlöndum og í Póllandi. Á meðal dagblaðanna er danska dagblaðið Berlingske Tidende, sem greinir frá kaupunum í dag. Viðskipti erlent 28.6.2006 15:24
Fjölbreytt eignarhald í fjölmiðlum Stjórnarformaður útgáfufélags Morgunblaðsins eignaðist hlut í útgáfufélagi Fréttablaðsins, í Matador íslenska viðskiptalífsins í gær. Í sama snúningi eignaðist FL Group, sem á í útgáfufélagi Fréttablaðsins, hlut í útgáfufélagi Morgunblaðsins. Innlent 28.6.2006 12:13
Samruni Dagsbrúnar og Senu ólögmætur Samkeppniseftirlitið tilkynnti Dagsbrún í gærkvöld að samruni þess fyrirtækis og Senu væri ólögmætur og yrði ógiltur. Virðist helst vísað til markaðsráðandi stöðu Dagsbrúnar á áskriftarsjónvarpsmarkaði. Stjórn Dagsbrúnar ætlar ekki að una þessum úrskurði og mun, samkvæmt tilkynningu til Kauphallarinnar nú laust fyrir hádegi, skjóta málinu til Áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Sena var áður afþreyingarsvið Skífunnar og rekur meðal annars verslanir með tónlistarefni og tölvuleiki ásamt kvikmyndahúsum. Dagsbrún rekur meðal annars sjónvarpsstöðina NFS. Innlent 28.6.2006 11:59
HM eykur væntingar Þjóðverja Svo virðist sem heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu (HM), sem nú fer fram í Þýskalandi, hafi aukið væntingar þýskra neytenda umtalsvert. Þetta eru niðurstöður alþjóðlega markaðsrannsóknafyrirtækisins Gfk. Væntingavísitalan, sem gildir fyrir júlí, hækkaði um 7,8 punkta og hefur hækkun milli mánaða ekki verið meiri í fimm ár. Viðskipti erlent 28.6.2006 11:33
Arcelor styður tilboð Mittal Steel Stjórnvöld í Lúxemborg, sem eiga 5,6 prósent í evrópska stálrisanum Arcelor, og eignarhaldsfélagið Carla Tassara International, sem á 7,8 prósenta hlut í stálfyrirtækinu, eru fylgjandi endurskoðuðu yfirtökutilboði Mittal Steel í fyrirtækið. Mittal Steel gerði yfirtökutilboð í Arcelor í janúarlok á þessu ári en andstaða hluthafa í Arcelor varð til þess að gengið var til samninga við rússneska stálrisann Severstal um sameiningu. Viðskipti erlent 28.6.2006 10:33
Friður um Straum Friður skapast væntanlega í stjórn Straums-Burðaráss eftir að FL Group gekk í gærkvöldi frá kaupum á rúmlega 24% hlut þeirra Magnúsar Kristinssonar og Kristins Björnssonar í bankanum fyrir 47 milljarða króna. Innlent 28.6.2006 08:01
Boltinn til Mið-Ameríku Það hefur verið nóg að gera hjá efnisveitunni Hexia í tengslum við HM í knattspyrnu í Þýskalandi en fyrirtækið sendir myndskeið af mörkum í HM til farsímanotenda í Mið-Ameríku fimm mínútum eftir að boltinn lendir í netinu. Viðskipti innlent 27.6.2006 16:44
Neytendur á báðum áttum Væntingavísitala Gallup hækkaði um 4,3 prósent milli maí og júní og stendur nú í 100,8 stigum. Vísitalan hefur lækkað um tuttugu og sjö stig frá áramótum. Viðskipti innlent 27.6.2006 16:45
Prenta bæði Newsweek og Time Breska prentsmiðjan Wyndeham Press Group, sem er í eigu Dagsbrúnar, hefur gengið frá samningum um prentun á tímaritunum Time og Newsweek fyrir Bretlandsmarkað næstu þrjú árin. Wyndeham mun vikulega prenta 195.000 eintök af blöðunum, 142.000 eintök af Time og 53.000 eintök af Newsweek. Viðskipti innlent 27.6.2006 16:44
Erlend verðbréf í 400 milljarða króna Erlend verðbréfaeign íslensku lífeyrissjóðanna hefur stóraukist það sem af er ári eða um eitt hundrað milljarða frá áramótum. Um áramótin áttu sjóðirnir 297 milljarða í erlendum eignum en í lok mars fór erlend verðbréfaeign yfir fjögur hundruð milljarða króna í fyrsta skipti í sögunni. Þetta er 34,7 prósenta aukning. Viðskipti innlent 27.6.2006 16:44
Útflutningshandbókin fer yfir til Heims Útflutningshandbókin Iceland Export Directory verður eftirleiðis gefin út af Útgáfufélaginu Heimi sem meðal annars gefur út tímaritið Frjálsa verslun. Handbókin hefur verið gefin út frá árinu 1992 í samvinnu Útflutningsráðs og íslenskra fyrirtækja. Viðskipti innlent 27.6.2006 16:44
Enn hækkar NWF Group Atorka heldur áfram að auka hlut sinn í breska iðnaðarfyrirtækinu NWF Group og heldur nú utan um átján prósenta hlut. Viðskipti innlent 27.6.2006 16:45
FL Group kaupir fjórðungshlut í Straumi-Burðarási FL Group hefur keypt 24,2 prósenta hlut í Straumi-Burðarás Fjárfestingabanka hf. af Magnúsi Kristinssyni, varaformanni stjórnar, og Kristni Björnssyni stjórnarmanni. Fram kemur í tilkynningu frá Fl Group að andvirði viðskiptanna sé um 47 milljarðar króna en eftir kaupin mun FL Group eiga tæplega 26% hlutafjár í Straumi-Burðarás. Innlent 27.6.2006 23:54
Bongó kaupir Exton Bongó ehf. hefur keypt meirihluta í upplýsingatæknifyrirtækinu Exton ehf. Exton er þjónustufyrirtæki á sviði ljósa-, hljóð- og myndlausna. Fyrirtækið er einkum þekkt fyrir tækjaleigu vegna tónleika, ráðstefna og skemmtana. Það setti m.a. upp svið, lýsingu og hljóðbúnað á tónleikum Roger Waters í Egilshöll á dögunum. Viðskipti innlent 27.6.2006 14:06
Actavis varð af kaupum á Pliva Actavis fær ekki að kaupa króatíska lyfjafyrirtækið Pliva og verður þar með ekki þriðja stærsta samheitalyfjafyrirtæki í heimi, eins og stefnt var að. Stjórn króatíska lyfjafyrirtækisins Pliva hefur tilkynnt kauphöllum að hún leggi það til við eigendur, að ganga til samninga við bandaríska lyfjafyrirtækið Barr, um sölu á fyrirtækinu, en íslenska lyfjafyrirtækið Actavis sóttist líka eftir kaupunum. Innlent 27.6.2006 12:03
Actavis sækist eftir kaupum á Pliva Stjórn króatíska lyfjafyrirtækisins Pliva hefur ákveðið að leggja það til við eigendur, að ganga til samninga við bandaríska lyfjafyrirtækið Barr, um sölu á fyrirtækinu, en íslenska lyfjafyrirtækið Actavis sóttist líka eftir kaupunum. Innlent 27.6.2006 09:15
Hlakkar til að vinna að frekari prófunum á lyfinu Íslensk erfðagreining er langt komin með að þróa lyf við astma upp úr lyfi sem upphaflega var ætlað að fást við Parkinson-sjúkdóm. Viðskipti innlent 27.6.2006 10:21
Álverð lækkaði um 23 prósent Verð á flestum málmum hefur lækkað stöðugt síðan það náði hámarki um miðjan maí. Álverð er þar engin undantekning. Tonnið kostaði um 3.185 dali, jafnvirði tæpra 242.000 íslenskra króna, um miðjan mánuðinn en er nú komið í 2.450 dali, eða 186.000 krónur. Lækkunin nemur 23 prósentum. Verðið er engu að síður hátt miðað við verðþróun undanfarinna ára. Viðskipti innlent 26.6.2006 11:33
Buffett setur auð sinn í styrktarsjóð Bandaríski auðkýfingurinn Warren Buffett ætlar að gefa 37 milljarða dollara, jafnvirði 2.800 milljarða íslenskra króna, til velgjörðasjóðs Bill Gates, stofnanda hugbúnaðarrisans Microsoft. Þetta er meirihluti auðæfa Buffetts en eigur hans eru metnar á 44 milljarða dali eða rúma 3.300 milljarða króna. Viðskipti erlent 26.6.2006 10:33
Airbus hækkar verðið Flugvélaframleiðandinn Airbus hefur ákveðið að hækka verð á A380 risafarþegaþotunum. Að sögn stjórnenda fyrirtækisins hækkaði verð á öllum gerðum flugvéla fyrirtækisins fyrir hálfum mánuði líkt og gerist á hverju ári. Franska ríkið á stóran hlut í EADS, móðurfélagi Airbus. Hefur verið þrýst á ríkisstjórnina að hún skipti um yfirstjórn fyrirtækisins vegna ítrekaðra tafa á framleiðslu risaþotanna. Viðskipti erlent 23.6.2006 10:51
Handtekinn fyrir innherjasvik Lögregluyfirvöld í Japan handtóku í dag Yoshiaki Murakami, einn helsta fjármálamann landsins, og ákært vegna vafasamra verðbréfaviðskipta. Murakami hefur viðurkennt að hafa keypt bréf í japanska fyrirtækinu Nippon Broadcasting System á síðasta ári. Viðskipti erlent 23.6.2006 10:06
Mosaic Fashions horfir á tískufyrirtækið Rubicon Breska tískukeðjan Mosaic Fashions, sem skráð er í Kauphöll Íslands og er að stórum hluta í eigu Baugs, hyggst kaupa tískufyrirtækið Rubicon. Kaupverð er rúmir 48,6 milljarðar króna. Viðskipti innlent 22.6.2006 16:29
Leysa þarf úr óþolandi ástandi í hluthafahópi Leysa þarf úr því óþolandi ástandi sen ríkir í hluthafahópi Straums Burðaráss, segir Björgólfur Thor Bjorgólfsson, stjórnarfornaður fjárfestingabankans. Hann ásamt meirihluta stjórnar rak í gærkvöld forstjóra bankans og réði nyjan í staðinn. Innlent 22.6.2006 13:11
Meðlimur peningamálanefndar Englandsbanka látinn David Walton, sá eini meðlimur peningamálanefndar Englandsbanka sem í tvígang hefur verið fylgjandi hækkun stýrivaxta í Bretlandi, lést í gærkvöldi eftir skammvinn veikindi. Greint var frá því í gær að bankinn hefði ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum í júní en þeir standa í 4,5 prósentum. Viðskipti erlent 22.6.2006 11:24
ESA athugar ríkisaðstoð við Íbúðalánasjóð Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur ákveðið að hefja formlega athugun á ríkisaðstoð sem veitt er Íbúðalánasjóði. Þetta kemur fram í tilkynningu stofnunarinnar í gær. Viðskipti innlent 22.6.2006 10:51
Straumur-Burðarás boðar til hlutahafafundar Stjórn Straums-Burðaráss Fjárfestingabanka hefur samþykkt að boða til hlutahafafundar í félaginu 19. júlí næstkomandi kl. 14. Á fundinum verður tillaga um að núverandi stjórn verði leyst frá störfum og ný stjórn kjörin. Viðskipti innlent 22.6.2006 10:42
Allianz segir upp 7.500 manns Þýski fjármálarisinn Allianz hefur ákveðið að setja upp 7.500 manns um allan heim með það fyrir augum að lækka útjöld og auka þjónustuna. Tæpum 2.500 starfsmönnum verður sagt upp í þýska bankanum Dresdner Bank en um 5.000 manns verður sagt upp í tryggingararmi fyrirtækisins, Allianz. Viðskipti erlent 22.6.2006 10:34
Aflaverðmæti fiskiskipta 18,5 milljarðar Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 18,5 milljörðum króna á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta er 1,9 milljörðum króna minna aflaverðmæti en á sama tíma fyrir ári og nemur samdrátturinn 9 prósentum, samtkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands. Viðskipti innlent 22.6.2006 09:45
Friðrik inn fyrir Þórð Má hjá Straumi-Burðarási Átökum á löngum stjórnarfundi í Straumi-Burðarási fjárfestingarbanka lyktaði með því undir miðnætti að meirihluti stjórnar ákvað að reka Þórð Má Jóhannesson, forstjóra bankans, og ráða í hans stað Friðrik Jóhannsson, sem er formaður stjórnar Kauphallar Íslands og var áður forstjóri Burðaráss. Innlent 22.6.2006 07:09